Format þættir eða fastir þættir í bresku sjónvarpi eru nokkuð margir og mjög vinsælir, en aðeins raunveruleikasjónvarpið (reality TV) náði að slá á áhorfendatölur þeirra um tíma. Það er athyglisvert að skoða hvað það er sem virkar fyrir íslenska áhorfendur og hvers vegna, en ég held að allir þessir þættir, misjafnlega staðfærðir, geti gengið á Íslandi ef þeir eru vel framleiddir. Og það þrátt fyrir minna fé á milli handana því góð framleiðsla í þessu sambandi gengur síst ekki útá að velja góða blöndu af fólki. Það er allavega eitt af eiginleikum þessara þátta, og kannski aðalsmerki, skemmtilegt fólk.
Flestir hafa gengið í áraraðir, en þeir eru m.a. Who wants to be a millionaire, sem Stöð 2 hefur tekið upp. Idol, sem Stöð 2 hefur líka tekið upp, en líka, The X Factor, sem er annað nafn á Idol þætti og sýndur er á Laugardagskvöldum. Þessi þáttur sannar að þetta efni er mjög vinsælt, það er hæfileikakeppni, en einnig er valnefndin í stóru hlutverki. Áhorfendur hafa skoðanir á þeim einstaklingum sem þar eru og sem virðast trekja að. Þessir þættir eru að mörgu leiti sprotnir af vinsælum þætti sem rúllaði tvisvar á ári og var kallaður “Stars in the eyes”, þar sem keppendur völdu sér fyrirmynd, t.d. mini-útgáfu af Cher eða Elton John. Þessir þættir náðu ekki til Íslands en þetta Idol “concept” virðast ná til allra aldurshópa.
Spurningaþættir eru í grófum dráttum tvær típur, það er “Gettu Betur” stíllinn, og þættir þar sem spurningarnar eru auðveldar og fólk er fyrst og fremst að leika sér frekar en að keppa. “Gettu Betur” þættirnir eru nánast óteljandi og sérhæfi sig stundum, t.d. í tölum, málfræði og orðatiltækjum. Þessi þættir eru oftast seint á morgnana og eftir hádegi, blandað saman við Eastenders og Home and Away. Við strákarnir köllum þetta kellingar sjónvarp, en horfum á þetta ef það er engin fótbolti. Virðulegu þættirnir eru Mastermind, sem er reyndar núna aðeins með börnum, A Question of Sports, og University Quiz.
Spurningaþættir þar sem hallað er á afþreyingu eru á kvöldin um helgar, t.d. eða “Þetta helst...”, er sígildur, en tilraunin á RUV hér um árið var ekki að virka. Þátturinn hefur skipt um stjórnendur hér úti sem bendir til að það sé “conceptið” sem virkar frekar en ákveðinn persóna, en fastagestir þáttanna eru kunnir pennar og fyrst og fremst skemmtilegt fólk.
They Think Its All Over, er líka spurningaþáttur en með föstu formi sem hefur gengið lengi. Nafnið er tekið eftir þul sem lýsti úrslitaleik í fótboltamóti á milli Englendinga og Vestur Þjóðverja 1966. Hann sagði rétt áður en Englendingar skoruðu 3ja markið og tryggðu sér heimsmeistaratitilinn “They think its all over ... and now it is.” Svipað ef Íslendingar færu af stað með þátt sem héti “Næsta víst”. Þarna er það sama sagan, fastagestir þáttanna eru fyrst og fremst skemmtilegt fólk, gesta-gestir líka, og humórinn óvæginn og beittur. Spurningarnar pólitískt grín eða kóngafólkabrandarar sem yfirleitt eru nokkuð kaldir og óvægnir.
Never mind the Buzzucks, er strákaþáttur, spurningþáttur sem á það til að leysast uppí aulahúmor, en þar eru auk fastagesta, gesta-gestir, sem eru alltaf afar fallegar og klárar konur. Svo eru hitt allt strákar sem haga sér einsog fífl. Þessi þáttur hefur gengið og gengið, en er alltaf með sama forminu og beinlínis markaðssettur fyrir karlmenn undir “við tippum, við erum karlmenn” slagorði. Á móti kemur þáttur þar sem konur sitja og spjalla og sem náði fyrst miklum vinsældum í lókal sjónvarpi í Norwich en var svo sjónvarpað á landsvísu. Formið var fast og afar einfalt. 3 til 5 konur sitja við háborð, gestir (sem við sjáum aldrei) eru í sal, og þær spjalla. Dálitið franskt, það er talað og talað við háborð. Yfirleitt tala þær illa um karlamenn og þá er klappað. Þetta er ágæt skemmtun og verður ekki þreyttandi eins fljótt og Never Mind The Buzzuck. Af báðum þessum þáttum er hægt að hafa lúmskt gaman, en þeir eru afar vel prodúseraðir, einsog allir þessi þættir. Aldrei dauður punktur, góð blanda af humór og vitrænu grínu um það sem er efst á baugi og engin tekur sig of alvarlega, en fyrst og fremst er þetta afþreying.
Það sem ég get ímyndað mér að gangi vel á Íslandi er spurningaþáttur kallaður “The Weakest Link” og hefur t.d. verið fluttur út til Bandaríkjanna, bæði vegna þess að hann er ekki mjög dýr í framleiðslu og að Íslendingar hafa hugsanlega húmor fyrir þeirri kaldhæðni sem þátturinn gengur útá öðrum þræði. Þetta er þáttur sem er fínt að búa til mat með, það er hægt að hlusta og ekki horfa. Þáttur sem líka hefur náð að skjóta rótum er kallaður Grumpy Old Men, 30 min. þáttur sem er þó ekki format þáttur heldur gerir útá hugmynd sem allir hafa einhvervegin fengið en ekki vissir hvernig á að gera. Þetta gæti þróast úti format þátt, en er viðtalsþáttur við gamla karla sem tala illa um allt. Þetta er vægast sagt frábært skemmtun, standlaust nöldur og pirringur útí hitt og þetta í 30 min., gáfulega hrokafullt og fáu hlíft. Í desemberþætti í fyrra töluðu þeir illa um jólin í klukkutíma.
Ótrúlegt grín.