Einar Thor

Saturday, November 18, 2006

Laugardagur

Handritahöfundurinn Marc Klein talar m.a. um viðhorf sín til þess að skrifa samtöl í viðtali undir nafninu The Romantic Comedy Within. Fyrir "handritanörda" eru þetta mjög áhugavert spjall, endalaus vísindi um handritaskrif og réttrúnaður þar einsog annars staðar.
Einsog t.d. í prófkjörum. Var að aftur að lesa um þau, séríslenskt fyrirbæri en ásættanlegt ef fleiri hæfir einstaklingar væru í framboði. Ef öllum þingmönnum yrði úthlutaðir aðstoðarmenn í fullu starfi væri hugsanlegt að laða að fleiri góða, lýðræðið kostar peningar hvort sem er. Svo er Framsókn búinn að losa sig við Kidda og þar með lítið eftir af sjálfstæðri hugsun á þeim bæ. Einstaklingskjördæmi einsog í Bretlandi er gott mál.
Fór í afmæli gærkvöldi sem haldið var í VIP herbergi á skemmtistað hér í borg, hefði aldrei farið á þennan stað undir hversdagslegum kringumstæðum svo þetta var forvitnilegt uppá innanhús arkitekúrinn og gestablönduna. Hávaxinn og grannvaxinn eldri maður með yfirvaraskegg, séð tímana tvenna í dyravarðabransanum, gékk um öðru hverju með nammibox og bauð gestum mola. Í dag er laugardagur frá A til Ö, smá spjall, privathlutir, þvottur, kannski smá fótbolti síðdegis.

Friday, November 17, 2006

Cheesburgers to get serious

In The Guardian, John Sutherland writes about trouble writers can find themselves in if they name their characters the same name as real people. If "any resemblance is purely coincidental" doesnt hold in court nor does it accept ignorance as a defence, then there is trouble, only to be resolved by paying. That is if the real person is very unhappy, not everyone is up for the 15 minutes of fame.
BBC has turned the announcement about crackdown on junk food ad into a major headline today. They say "Junk food ads during TV programmes targeted at under-16s will be banned, under rules put forward by regulators". What happened to capitalism, why doesnt the market take care of this. What could I do if a talking hamburger would be named "Double Thor Cheesburger" and getting an army together to attack bananas? After the new rules have been set by the fast food regulator I reckon junk food ads will be more grown up.
There is a film out this year called "Fast Food Nation", a controversial film in its native country US, as it doesn't praise fast food as health and beauty product. I haven't seen it, but the fast food industry doesn't recommend it.

Wednesday, November 15, 2006

Useless

A friend send me this link. Allan Heifetz whom I´ve never heard of writes in Film Threat article about script readers. True, a lot of readers write silly things about screenplays, but maybe also true what says in the article that most people can't write.

Stephen King, not so popular among the academics and nobel-writers is interviewed in The Telegraph, possible because "horror" genres are doing very well today. He says about not being taken as a serious writer, "My family has been eating. My house is paid for. And, in the end, after you're gone, the work finds its own level." In other words, who cares.
But Paul Auster has said what needs to be said about art in The Observer, that is art is useless. We knew that didn't we. But useless is a good thing, that we knew as well. So what the gentlemen above are talking about is useless.

Sunday, November 12, 2006

Englar, Eddan og óréttlætið

Ég hef það á öllum tilfinningunum að þeir pennar og aðrir málglaðir sem hafa tekið til máls um þann vanda sem þarf að leysa til að búa innflytjendum allt í haginn, hafi í raun alltaf verið með vængi eða geislabaug, eða hvorutveggja. Það hefur bara alveg farið framhjá mér.

Það er hinsvegar þannig að það er ekki innan verkahrings engla að hugsa fram í tímann, að sjá hlutina fyrir eða átta sig á hvaða fyrirbyggjandi aðgerðir er hægt að framkvæma. Ekki fyrr en að skoðanakannanir sýna að almenningur hefur mikinn áhuga á málinu en þá koma englarnir til hjálpar. En ástæðan fyrir því að margir englar fara í pólitík er sú að enga launaða vinnu er að hafa í nútímasamfélagi fyrir engla, þeir hafa ekki löggilt starfsheiti, engrir taxtar til, of mikil yfirvinna og engin eftirlaun. Þetta hlutverk engla, sem er afar vanmetið í dag, skilar einfaldlega engu í kassann. Þess vegna neyðast margir englar til að gerast atvinnupólitíkusar. Svona er þetta nú óréttlátt.

Ég var líka að rekast á frétt um valnefndarmenn vegna Edduhátíðar og meint áreiti sem þeir hafa orðið fyrir vegna tilnefninga til Edduverðlaunanna. Þetta er hugsanlega árviss viðburður, það er óánægja með þessa hátíð. Það er ekki einfalt að standa að svona vali í litlu samfélagi en samt ætti það að vera gjörlegt, verðlaun hafa verið veitt með ágætum árangri á Íslandi alveg frá því að Hrafnkell Freysgoði hjó hausinn af ungum sveitunga sínum. Líklega liggur vandinn í því að einum of mörgum af stjórnarmeðlimum stjórnar Eddunnar er ekki treyst miðað við fyrri afrek, og það vantraust smitast til valnefndarmanna, og kannski verður Eddunni ekki treystandi fyrr en búið er að endurnýja stjórnina. En mjög líklegt er að atvinnulausir englar hafi reynt að finna sér starfsfarveg í stjórnum einsog stjórn Eddunnar, því það er ýmisslegt sem fer saman við starflýsingu engla og að vera í svona stjórn, t.d. að koma réttlætinu að með öllum ráðum. Þegar leikið atriði (Silvía Nótt) var t.d. sett í sama hóp og óleikin atriði var stjórn Eddunnar sökuð um að stíga ekki í vitið, og var það ómakleg athugasemd. Þannig eru störf engla vanmetin. Svona er þetta óréttlátt.
... annars var ég líka að horfa á seinni hluta "Silfur Egils" í dag á netinu þar sem fram kom Ágúst Einarsson talandi um hinar skapandi atvinnugreinar. Ágætur málflutningur en Ágúst sagði það sama í fyrra og árið þar áður og árið þar áundan, fyrrum pólitískusinn og nú akademiger sem svarar ekki "en hvað svo" og hvaða praktískur lausnir í stjórnkerfinu þarf að finna. Hvers vegna var Egill að fá hann í þáttinn?