Laugardagur
Handritahöfundurinn Marc Klein talar m.a. um viðhorf sín til þess að skrifa samtöl í viðtali undir nafninu The Romantic Comedy Within. Fyrir "handritanörda" eru þetta mjög áhugavert spjall, endalaus vísindi um handritaskrif og réttrúnaður þar einsog annars staðar.
Einsog t.d. í prófkjörum. Var að aftur að lesa um þau, séríslenskt fyrirbæri en ásættanlegt ef fleiri hæfir einstaklingar væru í framboði. Ef öllum þingmönnum yrði úthlutaðir aðstoðarmenn í fullu starfi væri hugsanlegt að laða að fleiri góða, lýðræðið kostar peningar hvort sem er. Svo er Framsókn búinn að losa sig við Kidda og þar með lítið eftir af sjálfstæðri hugsun á þeim bæ. Einstaklingskjördæmi einsog í Bretlandi er gott mál.
Einsog t.d. í prófkjörum. Var að aftur að lesa um þau, séríslenskt fyrirbæri en ásættanlegt ef fleiri hæfir einstaklingar væru í framboði. Ef öllum þingmönnum yrði úthlutaðir aðstoðarmenn í fullu starfi væri hugsanlegt að laða að fleiri góða, lýðræðið kostar peningar hvort sem er. Svo er Framsókn búinn að losa sig við Kidda og þar með lítið eftir af sjálfstæðri hugsun á þeim bæ. Einstaklingskjördæmi einsog í Bretlandi er gott mál.
Fór í afmæli gærkvöldi sem haldið var í VIP herbergi á skemmtistað hér í borg, hefði aldrei farið á þennan stað undir hversdagslegum kringumstæðum svo þetta var forvitnilegt uppá innanhús arkitekúrinn og gestablönduna. Hávaxinn og grannvaxinn eldri maður með yfirvaraskegg, séð tímana tvenna í dyravarðabransanum, gékk um öðru hverju með nammibox og bauð gestum mola. Í dag er laugardagur frá A til Ö, smá spjall, privathlutir, þvottur, kannski smá fótbolti síðdegis.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home