Einar Thor

Thursday, November 09, 2006

... helvítis útlendingarnir

Var að koma úr heimsókn frá íslenskum netmiðlum og virðist að vandmálin í íslenskum stjórnmálum og íslenskri stjórnsýslu séu orðin að innflytjendavandamáli. Stjórnsýslan sem þjáist af nefndarfíkn enn sem fyrr ræður ekkert við helvítis útlendingana og þess vegna er þetta orðinn vandi innflytjenda en ekki stjórnmálanna. Gaman að sjá að mönnum er heitt í hamsi, það þarf stundum svo lítið, misskilningur að Íslendingar séu ekki blóðheitt fólk, Spánverjar og Ítalir eru frekar mjúkir borið saman við formann Frjálslyndaflokksins.
Þau koma með reglulegu millibili svona ruglmál sem engin skilur í og engin þarf að svara fyrir, t.d. engin innflytjendstefna og vart ein opinber króna í íslenskukennslu, hvers vegna heyrist annars ekkert í fjölmenningarmiðstöðinni góðu á Ísafirði (?), svo eru það vægu dómarnir í nauðgunarmálum, hvernig stendur á þessu (?). Kannski ættum við að taka múslima okkur meira til fyrirmyndar og taka mark á hinu heilaga orði, og prestar og biskupar eiga sjálfsagt eftir að tala til þjóðar sinnar á næstunni um "innflytjendavandamálið". Er þetta ekki annars mest spennandi verkefni Íslands að fá slatta af útlendingum og reyna að halda í þá, kvelja þá dálítið með íslenskukennslu.
Er að skríða úr nokkra daga flensu, dæmigerður nóvember þannig, en náði að skrifa einn netpóst og senda sem lauk samkomulagsmáli sem hefur verið í vinnslu, og náði samkomulagi við eitt ágætt fyrirtæki hér í bæ sem telst annað af tveim stærstu á sínu sviði í heiminum í dag. Þori samt ekki að láta það uppi hvaða kompani það er ef gamlir óprúttnir góðkunningjar heima taka uppá því að senda fyrirtækinu sögur af mér, af innbrotunum sem ég framdi í nótt, sukkinu í 101 og öðru léttmeti.
Hitti vin sl. helgi sem kom í helgarheimsókn frá Ítalíu og við fórum ásamt öðrum vini mínum úr norður London á svo kallað Íslendingakvöld á Warwick, fyrsta föstudagskvöld hvers mánaðar og hef ég ekki komið á svona kvöld í 10 ár eða svo. Þar var engin, tvær ljóshærðar "au-pair", mikil músik og too much smoke. Áður hittist fólk á pöbb og talaði saman. Engin furða að þessi íslendingakvöld séu dottinn uppfyrir, en við kunningjarnir tókum labbitúr í bæinn og grunur leikur á að þar hafi flensan komið, farið að kólna, og svo hækkuðu stýrivextir í dag. Englandsbanki telur að hægja þurfi á hækkun húsnæðisverðs svo þetta var skrúfað upp. Þeir ætla líka að dempa niður jólaverslun.
Kíkti eftir því hvort kostnaður frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hafi verið gefinn upp en sá ekkert um það, bið óskaplega spenntur, annars ágætt að Árni Páll er kominn inn fyrir Samfylkinguna og vonandi að Kristrún Heimirs nái ofar á listann í Reykjavík. Hún virðist ekki kunn að væla, meira "staight talk". Björgvin á Suðurlandi er 100% stjórnmálamaður en virðist laus við róttækni, 100% annars-sætis maður, reyndar eru allir þeir sem eru í fyrstu sætum Samfylkingarinnar fram að þessu 100% annars-sætis menn. Og ungir stjórnmálamenn á Íslandi hafa annað hvort tekið upp orðforða sinn, framkomu og stíl frá gömlu köllunum, eða eru í einhverskonar fílbrandaraframboði. Þetta lítur ekki nógu spennandi út.
Er líka orðinn "overdose" á bandarískum stjórnmálum í bili, hlutirnir eiga nú eftir að gerast hægt á þeim bæ, bresk stjórnmál hafa þó farið úr því að vera leiðinleg í það að vera vandræðaleg þegar við horfum uppá bandarískan almenning setja pressu á breytingar í Írak en ekki breska Verkamannaflokkinn. Hvað hefur Tony Blair verið að hugsa, eða hvers vegna datt breska Verkamannaflokknum ekki í hug að pressa á Bush að breyta til fyrir löngu síðan, eru þeir ekki með í þessi stríði.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home