Einar Thor

Tuesday, October 31, 2006

Prófkjör SF


Leið Samfylkingarinnar til að losa frambjóðendur undan auglýsingakostnaði í prófkjörum er til fyrirmyndar, gefur fleirum sjéns. Nokkuð pen pólitík að halda þessu innan flokksins og halda sameiginlega framboðsfundi. Tvennt mætti kannski hugsa uppá nýtt, annars vegar að auglýsa frambjóðendur sameiginlega í blöðum, einu sinni, og á netinu því það kynnir öllum almenningi frambjóðendur sem flestir koma til með að vera í framlínunni í almennum kosningunum til þings og kemur stefnumálum þeirra og flokksins á framfæri. Og svo er það hitt, vanda val á ljósmyndum, vera fín og virðurleg, en myndin af frambjóðendum í NV kjördæmi sem t.d. mbl.is birti virðist við fyrstu sýn vera af hópi fólks að koma úr skemmtilabbi eða tjaldbúðaveislu. Þau eru fín svo sem, en í stað þess að vera “frjálsleg” skortir stíl og virðugleik. Bakgrunnurinn er fjallkofalegur og liturinn út takt við flest í forgunni. Framboðsmyndir eiga ekki að vera "kósí", það er fyrir náunga einsog Berlusconi eða hugsanlega "Fyrirmyndarlandið". Myndin af frambjóðendum í Reykjavík er skárri en virðist tilviljunakennd.
Þá er það spurningin hvernig þetta gangi allt saman með pólitíkina. Í stuttu máli er óhætt að segja að flokkurinn tapar kosningunum í vor ef frambjóðendur muni í orðræðu sinni taka til flest sem þeim dettur í hug til að færa rök fyrir máli sínu.

Dæmi 1, viðhorf sem koma fram í “Draumalandinu” um að álframleiðsla sé vond vegna þess að ál er notað í hergagnaiðnaði. Smáatriði, en þreytt og “naive” sjónarmið.

Dæmi 2, að tala ekki um hagnað fyrirtækja sem græðgi, hvort sem það er það eða ekki. Aðalatriði er að fyrirtæki verða að hagnast til að lifa, restin er skattamálaumræða.

Óþarfi að stuða fólk með að nota ódýrar leiðir í málfutningi sem annars getur verið prýðilegur. Annars á maður ekki að vera að skipta sér af því sem manni kemur ekki við.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home