Einar Thor

Saturday, February 03, 2007

The artsty-farsty revolution

A recently Oscar nominated Patrick Marber, for a best adapted screenplay for Notes On A Scandal (novel by Zoe Heller) is interviewed by BBC News. Sign of new time or back to the basic, when he says, "Every studio has its own independent division, so people like me who would have once been abused as artsy-fartsy idiots are quite respected ... And there's a whole generation of stars who genuinely want to be in good projects".

Friday, February 02, 2007

Ágætis byrjun á 007 og gamall svartilisti

Ástæða til að vona að pósitívar beytingar verði eftir að ný stjórn tók við Félagi Kvikmyndagerðarmanna, FK, um sl. áramót. Hugsanlega verður ekki litið lengur á hagsmunafélögin sem útibú fyrirtækja formannanna, að þeir snakki á fundum nálægt valdinu og mati svo þær upplýsingar sem þeir fá til félaga sinna eftir því sem þeim hentar, að skrúfa niður umræðuna og fara með málgagn sitt einsog skólablað leyniþjónustunnar.

Það sem vonandi kemst á dagskrá er t.d., a) Siðanefnd Kvikmyndagerðarmanna, sem er nauðsynleg þó ekki sem nema vegna þess að ekki er lögilt starfsheiti í faginu, b) að fá aðild að heildarsamtökum iðnaðarinns á Íslandi, c) að fá óháðann ritstjóra “Lands og Sona”, (ekki hafa t.d. allir ritstjórar Sjómannablaðsins verið sjómenn), d) að geri upp draugaganginn í faginu og hreinsa til í þeim málum sem verða mótvirðisregluna og önnur svikamyllumál.


Í haust fékk ég líkt og gerist stundum í kvikmyndafaginu, tvo nafnlausa netpósta, um Svartalista Leikarafélagsins, FÍL. Ég heyrði fyrst um svona lista fyrir mörgum mörgum árum, lista sem leikarafélagið gerir öðru hverju yfir þau fyrirtæki sem ekki standa við skuldbindingar sínar við leikara. Kvörtunin gengur út á þau augljósu efasemdir að leikarafélagið geti tekið sér það vald í hendur að rógbera nöfn fyrirtæka án þess að skorið hafi verið úr ágreiningsmálum á milli aðila hjá dómstólum. Þannig sé svartilisti leikarafélagsins bæði ólögleg aðgerð (dómstóll götunnar strang til tekið), kjánaleg (að halda að FÍL hafi vald til þess að ganga að orðspori fyrirtækja), og gæti allt eins verið byggður á kjaftasögum örfárra leikara sem eru ekki alveg komnir til manns. Stjórn FÍL getur valið um ýmsar leiðir til að gæta hagsmuna félaga sinna en þessi aðferð virðist hleypa illu blóði í fyrirtæki.