Um daginn fékk ég ágætt bréf frá Samkeppnisstofnun, þar áður umsögn KMÍ um viðhorf þess til samkeppnishugtaksins. Þetta mál er enn í vinnslu svo ég fer ekki útí það frekar núna, en það sem kemur á óvart, þrátt fyrir allt, er að umsögn KMÍ er að flestu leiti byggð á getgátum. Ekki um reglur og þess háttar, heldur um starf og getu fyrirtækisins sem bar upp erindið, Passport Kvikmyndir.
Fyrir all mörgum árum þegar ég kom til Íslands seinni hluta sl. áratugar er óhætt að segja að íslensk kvikmyndagerð hafi verið þjökuð af slúðri. Mér var jafnvel boðið í kaffisopa og mér tjáð að ég ætti að passa mig á þessum og hinum “og so videre”. Ég varð fljótlega “overdose” á að hlusta, og sumt af þessu var ekki aðeins afar rætið, heldur um fólk sem ég þekkti og hafði jafnvel verið erlendis þegar það átti að hafa gert hitt og þetta ósæmilegt. Og það er óhætt að segja að öfundsýki hafi átt hlut að máli. Og það í sjálfu sér kemur ekki á óvart að þetta viðgangist, “its part fo life” ef það mætti orða það sem svo, en takmarkalaus trúgirni var vonbrigði og sannast þar að hver og einn ætti að bera ábyrgð á því sem hann trúir. Eiginlega var þetta svo langt gengið að ég kaus að tala jafnvel ekki í síma við hörðustu slúðrarana svo ekki væri hægt að herma uppá mig að hafa sagt hitt og þetta. Það breytti reyndar engu.
Þegar ég varð vitni að því að einstaklingur sem ætlaði að sækja um til kvikmyndasjóðs á þessum tíma og falaðist eftir að “fá lánað” efni frá öðrum, það er mynd til að senda inn sem sína mynd til að bæta “track record” sitt, þá var ég ekki í vafa um að gagnsæi og eftirlit með starfi þessa stofnunar væri vægast sagt mikilvægt.
Ég held þó að þetta hafi skánað mikið, en þessi slúðurkúltúr virðist loða við og hafa náð fótfestu, því í umsögn KMÍ verður þess vart að það þyki sjálfsagt að fara ekki aðeins með órökstuddar getgátur, heldur einnig vega að starfsheiðri fyrirtæksins, og við erum að tala um opinbera stofnun. Þetta er ekki síst taktlaust því að það er augljóst að KMÍ gerir það og það styður ekki málstað og viðhorf stofnunarinnar að vera ómálefnaleg því þarna er verið að meta hvort reglur um samkeppni eigi að gilda um styrki KMÍ. Hver svo sem skoðun þess er á fyrirtækinu og verkefnum þess, sem er annað mál. En hugsanlega er ómögulegt að komast að annari niðurstöðu en að samkeppnislögmál verði að gilda þegar málflutningur KMÍ er lesinn.
En skyldi það ævinleg vera þannig í íslensku viðskiptalegu menningarlífi að þeir sem hafa aðrar og hugsanlega nýstárlegar skoðanir skuli þurfa að sitja undir persónulegum aðdróttunum fyrir skoðanir sínar?
Þetta er umhugsunarefni því hér á í hlut opinber stofnun, og þótt að ég hafi aldrei viljað taka þátt í þeim vinnubrögðum sem tíðkast í íslenskri kvikmyndagerð og byggist á getgátum og geðþótta, þá verða ég að taka tillit til að þessi hugtök er praktískur veruleiki. Og ég er ekki einn um það.
Hvað gerist næst af hálfu KMÍ verður forvitnilegt að sjá.