Einar Thor

Monday, January 23, 2006

Að eyða tímanum í ekki neitt - Blaðamannafélag Íslands

Blaðamannafélagi Íslands er dauft í dálkinn og sjaldnast með hnefann á lofti. Eftir að bát DV var verulega ruggað í sl. viku virðist félagið klofið undir yfirborðinu um hvernig beri að höndla þá blaðamenn sem ekki vilja starfa eftir siðareglum þess. Um daginn var samningur félagsins um kjör félaga sinna samþykktur með innan við 1% þáttöku.

Í framhaldi af reynslu minni af Blaðamannafélagi Íslands og Siðanefnd þess, þegar ég sendi þeim athugasemd eftir að Ásgrímur Sverrisson ritstjóri Lands og Sona (L&S), blaði kvikmyndagerðarmanna, hafði klippt og skorið texta minn fyrir blaðið eftir sinni prívat hentisemi og hagsmunum, tók ég meira eftir fréttum af félagi blaðamanna. Eitt af því sem stendur uppúr er afstöðuleysi félagsins um hvað sé skrifað og rægt á netinu, um fólk, og líklega eru skrif Hannesar Hólmsteinar um Jón Ólafsson þekktust.

Á heimasíðu L&S, logs.is, gerði ritstjóri hennar það sama eftir að hann gat t.d. ekki útskýrt ritskoðun sína, til þess eins að reyna að tortryggja mig persónulega, en rógur hans átti ekkert “erindi til almennings”, einsog þar stendur. Þegar ég bar upp erindið við Blaðamannafélag Íslands sagði félagið að það væri um of langt liðið síðan að ritstjórinn skrifaði þetta á heimasíðu L&S, svo félagið gæti tekið afstöðu. Skýringa Blaðamannafélag Íslands var ekki sú að félagið taki ekki afstöðu til þess hvað sé skrifað á netinu um fólk, heldur að of langur tími hafi liði, það er að kærufrestur var útrunninn.

Það sem er með ólíkindum er að Blaðamannafélagið vísaði athugasemd minni um ritskoðun L&S frá því mér hafði boðist að birta athugasemd um málið í L&S, en Ásgrímur birti hana aldrei. Blaðamannafélag Íslands hafði enga athugasemd við það heldur.

Þetta er svo sem ekki ein furðusagan sem til er af Blaðamannafélag Íslands í núverandi mynd, en það virðast vera nokkur félög á Íslandi sem eru lin og ómarktæk í besta falli, einsog Félag Kvikmyndagerðarmanna (FK) og Samtök Kvikmyndaframleiðenda, félög sem guð má vita hvað eru að gera. Félag leikarar og Bandalag Listamanna t.d. virðast félög í sem gæta hagsmuna sinna félaga og hafa skoðun á málum, en Blaðamannafélag Íslands er í sama potti og FK.
Á Rás 2 heyrði ég svo formann siðanefndar fara nýlega ágætum orðum um óvarlega skrif á síðum blaða, innihaldslaus orð þegar siðanefnd er ekki samkvæm sjálfri sér.

Var að horfa ... um gróðurhúsaáhrif

Var að horfa ... um gróðurhúsaáhrif
Var að horfa á frétt á BBC TV um gróðurhúsaáhrif á suðurskautinu. Vísindamenn hafa farið í íshelli til að taka sýni úr ís (krílukerti), þar sem neðstu lög eru allt að 800.000 ára gömul. Vatn og “andrúmsloft” í nýlegum ís, í samanburði við þann gamla, er mun meira hlaðið koltvísírngi, og fingraför gróðuhúsaáhrifa greinileg. Það versta sem ég hef séð um gróðurhúsaáhrif, en það fylgdi fréttinni að sjávarmál hækkar.


Ekki nógu skemmtilegt

Reyndi ég, einsog með jöfnu millibili, að flétta upp fréttum af kvikmyndagerðarmönnum á Íslandi, en síða Samtaka Kvikmyndaframleiðenda hefur ekki hreyfst síðan að ný stjórn tók við völdum fyrir tæpum tveim árum. Þar er ekkert að gerast og líklega kemur það engum við.

Síða Lands & Sona, Félags Kvikmyndagerðarmanna (FK), dúkkar upp með fréttir af fólki öðru hverju, en sagði þó frá að aðalfund FK ætti að halda undir lok ársins (2005). Engin fréttir eru af fundinum, hver ný stjórn félagsins sé og hver séu helstu mál sem brenna á fagfólki, nema þetta með RUV, en það er sagan endalausa. Þá sagði síðan frá fyrirhuguðum opnum fundi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, sem var á sl. miðvikudag, en ekki er meira sagt frá þeim fundi, ekki enn. Þó ætti að vera ástæða til, þar sem fundur af slíku tagi eru nokkur tíðindi. FK hefur svo sjálft sína “prívat” síðu, en þar er heldur ekkert að finna um aðalfund FK eða nýja stjórn. Árskýrslur eru heldur ekki fáanlega, sem fyrr, en síðan 2004 hafa þær verið einkamál, til þess að forðast alla umræðu. En það eru sem sagt tvær síður á vegum FK, en ekkert þar að finna. Til hvers og fyrir hvern eru þessi netævintýri. Verst er að þetta er ekki nógu skemmtilegt.

Skyldi FK einhver tímann hafa dottið í hug að t.d. setjast niður og semja við RUV um mínútuverð á safnaefni? Það virðist vera frekar að fundir FK gangi útá að segja hrakfarasögur af RUV en hafa engin úrræði til að laga stöðuna. Kvikmyndagerðarmenn láta enn hallærislegar smáklíkur hæfileikalausra manna enn og aftur ráðskast með málefnin af úrræðaleysi.