Monday, January 23, 2006
Var að horfa ... um gróðurhúsaáhrif
Var að horfa ... um gróðurhúsaáhrif |
Ekki nógu skemmtilegt
Reyndi ég, einsog með jöfnu millibili, að flétta upp fréttum af kvikmyndagerðarmönnum á Íslandi, en síða Samtaka Kvikmyndaframleiðenda hefur ekki hreyfst síðan að ný stjórn tók við völdum fyrir tæpum tveim árum. Þar er ekkert að gerast og líklega kemur það engum við. Síða Lands & Sona, Félags Kvikmyndagerðarmanna (FK), dúkkar upp með fréttir af fólki öðru hverju, en sagði þó frá að aðalfund FK ætti að halda undir lok ársins (2005). Engin fréttir eru af fundinum, hver ný stjórn félagsins sé og hver séu helstu mál sem brenna á fagfólki, nema þetta með RUV, en það er sagan endalausa. Þá sagði síðan frá fyrirhuguðum opnum fundi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, sem var á sl. miðvikudag, en ekki er meira sagt frá þeim fundi, ekki enn. Þó ætti að vera ástæða til, þar sem fundur af slíku tagi eru nokkur tíðindi. FK hefur svo sjálft sína “prívat” síðu, en þar er heldur ekkert að finna um aðalfund FK eða nýja stjórn. Árskýrslur eru heldur ekki fáanlega, sem fyrr, en síðan 2004 hafa þær verið einkamál, til þess að forðast alla umræðu. En það eru sem sagt tvær síður á vegum FK, en ekkert þar að finna. Til hvers og fyrir hvern eru þessi netævintýri. Verst er að þetta er ekki nógu skemmtilegt. Skyldi FK einhver tímann hafa dottið í hug að t.d. setjast niður og semja við RUV um mínútuverð á safnaefni? Það virðist vera frekar að fundir FK gangi útá að segja hrakfarasögur af RUV en hafa engin úrræði til að laga stöðuna. Kvikmyndagerðarmenn láta enn hallærislegar smáklíkur hæfileikalausra manna enn og aftur ráðskast með málefnin af úrræðaleysi. |