Einar Thor

Monday, January 23, 2006

Að eyða tímanum í ekki neitt - Blaðamannafélag Íslands

Blaðamannafélagi Íslands er dauft í dálkinn og sjaldnast með hnefann á lofti. Eftir að bát DV var verulega ruggað í sl. viku virðist félagið klofið undir yfirborðinu um hvernig beri að höndla þá blaðamenn sem ekki vilja starfa eftir siðareglum þess. Um daginn var samningur félagsins um kjör félaga sinna samþykktur með innan við 1% þáttöku.

Í framhaldi af reynslu minni af Blaðamannafélagi Íslands og Siðanefnd þess, þegar ég sendi þeim athugasemd eftir að Ásgrímur Sverrisson ritstjóri Lands og Sona (L&S), blaði kvikmyndagerðarmanna, hafði klippt og skorið texta minn fyrir blaðið eftir sinni prívat hentisemi og hagsmunum, tók ég meira eftir fréttum af félagi blaðamanna. Eitt af því sem stendur uppúr er afstöðuleysi félagsins um hvað sé skrifað og rægt á netinu, um fólk, og líklega eru skrif Hannesar Hólmsteinar um Jón Ólafsson þekktust.

Á heimasíðu L&S, logs.is, gerði ritstjóri hennar það sama eftir að hann gat t.d. ekki útskýrt ritskoðun sína, til þess eins að reyna að tortryggja mig persónulega, en rógur hans átti ekkert “erindi til almennings”, einsog þar stendur. Þegar ég bar upp erindið við Blaðamannafélag Íslands sagði félagið að það væri um of langt liðið síðan að ritstjórinn skrifaði þetta á heimasíðu L&S, svo félagið gæti tekið afstöðu. Skýringa Blaðamannafélag Íslands var ekki sú að félagið taki ekki afstöðu til þess hvað sé skrifað á netinu um fólk, heldur að of langur tími hafi liði, það er að kærufrestur var útrunninn.

Það sem er með ólíkindum er að Blaðamannafélagið vísaði athugasemd minni um ritskoðun L&S frá því mér hafði boðist að birta athugasemd um málið í L&S, en Ásgrímur birti hana aldrei. Blaðamannafélag Íslands hafði enga athugasemd við það heldur.

Þetta er svo sem ekki ein furðusagan sem til er af Blaðamannafélag Íslands í núverandi mynd, en það virðast vera nokkur félög á Íslandi sem eru lin og ómarktæk í besta falli, einsog Félag Kvikmyndagerðarmanna (FK) og Samtök Kvikmyndaframleiðenda, félög sem guð má vita hvað eru að gera. Félag leikarar og Bandalag Listamanna t.d. virðast félög í sem gæta hagsmuna sinna félaga og hafa skoðun á málum, en Blaðamannafélag Íslands er í sama potti og FK.
Á Rás 2 heyrði ég svo formann siðanefndar fara nýlega ágætum orðum um óvarlega skrif á síðum blaða, innihaldslaus orð þegar siðanefnd er ekki samkvæm sjálfri sér.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home