Tepra
Tepruskapur, ég heyrði þetta orð notað af Ævari Erni Jósepssyni á Rás tvö fyrir mörgum árum þegar hann sagði við Hjálmar Árnason stjórnmálamann framsóknar, “svona vertu ekki með þennan tepruskap”, þegar Hjálmar sagði “sum blöð” í stað þess að segja hreint út “DV”. En þeir voru að tala um umdeilda blaðamennsku.
Skemmtilegt að rifja upp gömul orð sem maður var búinn að gleyma, ekki sjálfsagt að halda við íslenskum orðaforða þegar maður hugsar mikið á ensku, talar stundum við sjálfan sig á spænsku, og nú er ég byrjaður að læra frönsku. Í leigubíl í Ungaverjaland um daginn sagði ég nokkur orð á þýsku þótt ég tali ekki þýsku. Eiginlega tala ég ekkert tungumál svo sómi sé að.
Allavega, tepruskapur, þetta orð tengdi ég fyrst við fínt fólk sem vildi ekki ferðast í gömlum ljótum bílum, en ég heyrði þetta orð fyrst í sögu um konu sem vildi ekki sitja í með gömlum bónda eftir messu fyrir vestan.
En mér dettur í hug þessi samanburður þegar ég les fréttir af prívat tölvuskeytum vegna Baugsmálsins, þar er að sjá gott dæmi um engan tepruskap, en “opin” umræða um þjóðþrifamál á Íslandi er ágætt dæmi um hið gagnstæða, eða tepruskap. Hæfileiki ritara þessara tölvuskeyta, svo sem Jónínu Ben, til að tala tæpitungulaust, er aðdáunarverður og gott dæmi um “að vera ekki með þennan tepruskap”.
Skemmtilegt að rifja upp gömul orð sem maður var búinn að gleyma, ekki sjálfsagt að halda við íslenskum orðaforða þegar maður hugsar mikið á ensku, talar stundum við sjálfan sig á spænsku, og nú er ég byrjaður að læra frönsku. Í leigubíl í Ungaverjaland um daginn sagði ég nokkur orð á þýsku þótt ég tali ekki þýsku. Eiginlega tala ég ekkert tungumál svo sómi sé að.
Allavega, tepruskapur, þetta orð tengdi ég fyrst við fínt fólk sem vildi ekki ferðast í gömlum ljótum bílum, en ég heyrði þetta orð fyrst í sögu um konu sem vildi ekki sitja í með gömlum bónda eftir messu fyrir vestan.
En mér dettur í hug þessi samanburður þegar ég les fréttir af prívat tölvuskeytum vegna Baugsmálsins, þar er að sjá gott dæmi um engan tepruskap, en “opin” umræða um þjóðþrifamál á Íslandi er ágætt dæmi um hið gagnstæða, eða tepruskap. Hæfileiki ritara þessara tölvuskeyta, svo sem Jónínu Ben, til að tala tæpitungulaust, er aðdáunarverður og gott dæmi um “að vera ekki með þennan tepruskap”.