Öðru hverju (kvikmyndgerð)
Hvers vegna umræða um kaup og sölu á efni kvikmyndgerðarinnar af RUV er nú í gangi er erfitt að segja til um. Þetta er mál sem hefur hvílt á greininni í mörg ár og áratugi, og ágætt að þetta skuli nú dúkka upp á ný. En mál sem þessi virðast alltaf koma til umræðu vegna einhvers ákveðins verkefnis og annað hvort af frumkvæði framleiðendans eða fjölmiðils, en ekki sem ákveðið skref framá við til að bæta starfsumhverfi og hagsmuni fagsins. Og oft fer hún inná villigötur, og gufar svo upp.
Verðskrá RUV virðist í stuttu máli ekki vera heilbrigð, um það er ekki deilt, stjórnendur RUV hafa ekki einu sinni sjálfir reynt að réttlæta hana. Og þótt það sé ekki viðunandi að okrað sé á sölu safnaefnis RUV og innkaupsverð sé lágt, þá finnst mér aðalatriðið ekki vera hvort mínutan kosti 100 kr. eða 100.000 krónur, heldur hvort ég get leitað annað, það er samkeppni, eða hvort RUV sé rekið sem hreinn “bissniss”. En ástar-hatur samband kvikmyndagerðarinnar við RUV virðist helgast annars vegar af umhyggju fyrir stofnunni sem almenningseign, og hins vegar að því sumir stjórnendur RUV virðast reka deildir stofnunarinnar sem viðskiptastofnun. Það er heldur ekki ný saga né frumleg að stjórnendur innan RUV hafa greitt hátt verð fyrir nokkra þætti af því er virðist vegna pólitískra tengsla seljenda. Verðskrá RUV hefur strangt tekið farið eftir geðþótta.
Til að taka þessa umræðu nú um verðskrá RUV alvarlega, og svo hún gufi ekki upp einsog áður, verður að setja þessa hluti í heildarsamhengi. Þetta málefni varðar líka það grundvallar atriði hvort íslensk kvikmyndagerð er frjáls eða ekki. En það sem er líka umhugsunarefnið er hvers vegna stjórnir fagfélaganna, Félags Kvikmyndagerðarmanna og Samtök Íslenskra Kvikmyndaframleiðenda, hafa eftir áratugastarf aldrei náð neinum árangri að telja um að koma samskiptum við RUV á meiri jafnréttisgrundvöll. Hvers vegna eru menn aftur kosnir í stjórnir sem aldrei ná árangri? Þessi félög virðast aldrei hafa starfað einsog hagsmuna og fagfélög almennt, og dettur mér helst í hug að þar sé á ferðinni sama menningarlega fyrirbærið og umboðsmaður Alþingis hefur gert að umtalsefni hvað varðar opinberar stofnanir. Það er að þær huga frekar að ímynd sinni en málefnum. Hitt er líka mál vert skoðunar hvernig opinberum styrkjum er háttað almennt, það er fyrir utan Kvikmyndasjóð Íslands, og hvort ráðuneytin t.d. líti jákvæðari augum á verk eftir flokksfélaga ráðherrana sjálfra. Skyldi verðskráin þar líka vera eftir geðþótta og búum við enn við ófaglega og pólitíska duttlunga?
Verðskrá RUV virðist í stuttu máli ekki vera heilbrigð, um það er ekki deilt, stjórnendur RUV hafa ekki einu sinni sjálfir reynt að réttlæta hana. Og þótt það sé ekki viðunandi að okrað sé á sölu safnaefnis RUV og innkaupsverð sé lágt, þá finnst mér aðalatriðið ekki vera hvort mínutan kosti 100 kr. eða 100.000 krónur, heldur hvort ég get leitað annað, það er samkeppni, eða hvort RUV sé rekið sem hreinn “bissniss”. En ástar-hatur samband kvikmyndagerðarinnar við RUV virðist helgast annars vegar af umhyggju fyrir stofnunni sem almenningseign, og hins vegar að því sumir stjórnendur RUV virðast reka deildir stofnunarinnar sem viðskiptastofnun. Það er heldur ekki ný saga né frumleg að stjórnendur innan RUV hafa greitt hátt verð fyrir nokkra þætti af því er virðist vegna pólitískra tengsla seljenda. Verðskrá RUV hefur strangt tekið farið eftir geðþótta.
Til að taka þessa umræðu nú um verðskrá RUV alvarlega, og svo hún gufi ekki upp einsog áður, verður að setja þessa hluti í heildarsamhengi. Þetta málefni varðar líka það grundvallar atriði hvort íslensk kvikmyndagerð er frjáls eða ekki. En það sem er líka umhugsunarefnið er hvers vegna stjórnir fagfélaganna, Félags Kvikmyndagerðarmanna og Samtök Íslenskra Kvikmyndaframleiðenda, hafa eftir áratugastarf aldrei náð neinum árangri að telja um að koma samskiptum við RUV á meiri jafnréttisgrundvöll. Hvers vegna eru menn aftur kosnir í stjórnir sem aldrei ná árangri? Þessi félög virðast aldrei hafa starfað einsog hagsmuna og fagfélög almennt, og dettur mér helst í hug að þar sé á ferðinni sama menningarlega fyrirbærið og umboðsmaður Alþingis hefur gert að umtalsefni hvað varðar opinberar stofnanir. Það er að þær huga frekar að ímynd sinni en málefnum. Hitt er líka mál vert skoðunar hvernig opinberum styrkjum er háttað almennt, það er fyrir utan Kvikmyndasjóð Íslands, og hvort ráðuneytin t.d. líti jákvæðari augum á verk eftir flokksfélaga ráðherrana sjálfra. Skyldi verðskráin þar líka vera eftir geðþótta og búum við enn við ófaglega og pólitíska duttlunga?