Í lok ágústs fékk ég afrit bréfs frá umboðsmanni Alþingis til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands (KMÍ). Ég hafðu beðið embættið um að athuga með fyrirspurn sem ég hafði sent KMÍ haustið 2003 fyrir hönd Passport Kvikmynda, en aldrei fengið svar.
En fyrst, þá komst ég að því, fyrst eftir afspurn, svo af eigin reynslu, að umboðsmaður Alþingis er studnum ekki tekinn neitt sérstaklega alvarlega, aðallega vegna þess að embætti hans tekur sér oft meir en ár að fjalla um mál og þá er botninn oft dottinn úr þeim. En líka vegna þess að umboðsmaður gerir ekki ályktun, eða hefur skoðun á málum sem eru of flókin eða viðkvæm, og þegar stjórnvöldum sýnist sem svo þusa þau og svara umboðsmanni með einni tveim setningum og taka annars ekkert mark á honum. Blaða- og fréttamenn virðast líka taka upp mál sem umboðsmaður Alþingis hefur fjallað um, en satt best að segja, kemur sjaldan neitt út úr því.
Umboðsmaður bendir hins vegar forstöðumanni KMÍ á að bréfi mínu frá 2003 skuli svara, mér, ekki honum, og vísar í bæði lög þar um og góða stjórnsýsluhætti. Niðurstaða hans er svo sem ekki óvænt tíðindi þegar það stendur bæði skýrt í lögum að stofnanir skuli svara fyrirspurnum til þess sem ber þær upp. Í fyrirspurn minni kemur m.a. þetta fram, en fyrirspurnirnar birtust að hluta í Morgunblaðinu haustið 2003, með breyttu orðalag og mun ítarlegra... sem er:
1.Telja stjórnendur KMÍ að það fé sem kemur inn í íslenska kvikmyndagerð úr "iðnvæddu"kvikmyndaumhverfi, eða almennum markaði, hafi neikvæð áhrif á menningarlegt og listrænt gildi íslenskra kvikmynda?
2.Eru stjórnendur KMÍ reiðubúnir að skilgreina hugtökin "menning" og "íslenskur veruleiki"í kvikmyndagerð?
3.Hafa stjórnendur KMÍ tillögur um hvernig auka megi veltu íslenskrar kvikmyndagerðar og efla gerð kvikmynda á íslensku án aukins framlags frá ríkinu?
4. Ef KMÍ skilgreinir sig ekki sem kvikmyndagerð, heldur sem þjónustuaðila fyrirkvikmyndagerð, telur forstöðumaður það möguleika að einhverskonar sjálfvirkni (skiptiregla) í úhlutun auki samkeppni, fjölbreytnií framleiðslu og hleypi nýju blóði í íslenska kvikmyndagerð, og minnki miðstýringu, einhæfni og hættuna ámisnotkun? Auk þess að geta dregið lærdóm af "kerfinu".
5. Mun KMÍ setja reglur um "áfrýjun" og kynna þær fagfólki? Hvers vegna benti forstöðumaður mér á "áfrýjun" í Fréttablaðinu í haust þegar reglur um það eru ekki til?
6.Undanfarin misseri hefur vilyrðastefna Kvikmyndasjóðs fengið áfellisdóma hjá fagfólki þar sem hún skapaði atvinnuleysi og deyfð í faginu, og hefur stjórn SÍK sagt, að "það hjálpar líka ekki baráttunni fyrir auknu fjármagni í Kvikmyndasjóð að við skulum ekki koma út hraðar því fjármagni sem í sjóðnum er". Nú eru á annað hundrað milljónir bundnar í vilyrðum Kvikmyndasjóðs, þ.ám. tvö stór vilyrði. Telur forstöðumaður og Sveinbjörn I. Baldvinsson kvikmyndaráðgjafi það þjóna heildarhagsmunum fagsins að koma því í umferð sem fyrst og hvort réttur hins almenna kvikmyndagerðarmanns á Íslandi til atvinnu vegi þyngra en huglægt mat KMÍ á menningarlegugildi íslenskra kvikmynda?
7.Á ýmsum samráðsfundum á sl. ári kom fram eindreginn vilji að taka upp skiptireglu og orðaði stjórn SÍK það t.d. svo: "...Einnig þótti mönnum mikilvægt að koma á einhverskonar sjálfvirkni í úthlutun.Þannig að þeir sem geta útvegað 60% fjármagns geti gengið að því sem nokkuð vísu að Kvikmyndasjóður myndi koma með þau 40%sem upp á vantaði." Ekki hefur verið tekið tillit til yfirlýsts vilja fagaðila hvað varðar þetta mál, má treystaþví að tekið sé tillit til þess sem fram kemur á þessum samráðsfundi?
8.Þrátt fyrir fyrirspurnir hefur KMÍ ekki gert grein fyrir hvort 60/40 reglan sé virk eðahvernig hún virkar, eftir að hafa hafnað henni í sinni fyrstu úthlutun. Auk þess hefur komið fram hjá KMÍ að "ekki ervon á ítarlegri reglum en finna má í reglugerð um Kvikmyndasjóð". Erlendir samstarfsaðilar mínir og fjárfestar lögðufé og fyrirhöfn í 60/40 umsókn sl. vor í ljósi yfirlýsts vilja og heimildar í reglugerð (að öðrum kosti hefði þaðekki verið gert), en telur KMÍ að þetta sé "einkamál" okkar, að skortur á skýrri stefnu KMÍ í þessu máli laði að eðafæli frá fjárfesta í íslenska kvikmyndagerð, og að það hafi faglegt gildi fyrir alla íslenska kvikmyndagerð aðþessi mál séu skýrari?
9.Er Sveinbjörn I. Baldvinsson kvikmyndaráðgjafi tilbúinn til að skýra út þau lykilviðhorfsem hann telur eiga erindi til íslenskrar kvikmyndagerðar á nýrri öld? (Með tilliti til umsagna ráðgjafans, er þaðmitt mat að viðhorf ráðgjafans hafi hugsanlega átt betur við fyrir 15 árum eða svo.)
10. Hefur KMÍ í hyggju að beita sér fyrir að laga þá brengluðu samkeppnisstöðu sem varð til á tímabilinu?
11.Mun KMÍ beita sér fyrir endurskoðun í útgáfumálum fagsins, þar sem umræða um brýnhagsmunamál hefur ekki enn séð dagsins ljós, svo sem löggildingu starfsheitis kvikmyndagerðamanna, miklar heildarskuldirfagsins hjá peningastofnunum og stofnun stéttarfélags?
12.Vegna þess að stuðningur stjórnar SÍK með aftstöðu KMÍ að fella niður 60/40skiptiregluna sl. sumar var á skjön við vilja aðalfundar SÍK sl. vor, mun stjórn SÍK sækjast eftir endurkjöri?
13.Formaður SÍK skrifar sl. sumar að "Kvikmyndamiðstöð er glerhús sem mun alltaf safna aðsér stórum hópi óánægðra viðskiptavina sem grípa munu hvert tækifæri sem gefst til árása á miðstöðina". Erforstöðumaður KMÍ sammála þessari fullyrðingu, eða kann þetta að vera aðeins viðhorf gamallar kynslóðarkvikmyndagerðarmanna?
14.Í forystugrein Morgunblaðsins í fyrrasumar sagði m.a. að KMÍ þyrfti að vera "...í stakkbúin til að leiða málefnalega og upplýsta umræðu á þessu sviði. Að öðrum kosti er hætta á að framtíðþessarar ungu listgreinar ráðist af tilviljunum eða hagsmunum einstakra aðila fremur en skýrum markmiðum". Er forstöðumaðurKMÍ sammála þessari skoðun, eða kann þetta að lýsa viðhorfi annarrar kynslóðar kvikmyndagerðarmanna?
15.Í þeirri trú að KMÍ sé sammála því sem formaður SÍK skrifar einnig sl. vor, um að þaðsé " ...alltaf mjög mikilvægt að hjá Kvikmyndamiðstöð sé allt gegnsætt, allt á hreinu og að allir hlutir séu afgreiddirfaglega," er Sveinbjörn I. Baldvinsson ráðgjafi reiðubúinn til að skrifa umsagnir sínar aftur, og forstöðumaður KMÍreiðubúinn til að gera grein fyrir því hvað fór úrskeiðis þegar stjórnendur KMÍ brutu reglugerð sl. haust?
KMÍ hefur ekki svarað neinu, og eru nú liðin nær tvö ár. Skoðun umboðsmanns Alþingis skiptir kannski engu máli, en auk þess get ég ekki betur séð nema að miðstöðin beri litla virðingu fyrir lögum landsins. Þá braut KMÍ stjórnsýslulög þetta ár, 2003, sbr, niðurstöðu menntamálaráðuneytisins í fyrra, og tók KMÍ þá fram í andmælum sínum að stjórnsýsla miðstöðvarinnar væri í endurskoðun, sem var svona þokkalega afsökun. Nú tveim árum síðar ber ekki á neinni bragabót í þeim efnum, og vart treystandi á það sem forstöðmaður segir.
Á sama tíma og umboðsmaður Alþingis beindi þessum tilmælum til KMÍ, athugaði embætti hans einnig ósvöruðu bréfi mínu til menntamálaráðuneytis frá 2004, þess efnis að KMÍ hafði ekki farið eftir niðurstöðu stjórnsýslukærunnar fyrr á árinu 2004. Bréf þetta var síðan tekið fyrir sem stjórnsýslukæra, kæra númer tvö, nú í meðferð, einfaldlega vegna þessa að KMÍ hafði ekki virt niðurstöðu fyrri stjórnsýslukæru.
Klukkan tifar
Þá hefur KMÍ heldur ekki viljað leggja fram mikilvæg gögn vegna kæru til Samkeppnisstofnun sem KMÍ ber að gera sbr. upplýsingarlög. Á því liggur engin vafi, en það mál er einnig í biðstöðu því beðið er eftir að forstöðumaður svari eða leggi fram gögnin. Nú eru mánuðirnir farnir að telja en ekkert bólar á hreyfingu ábakvið gluggatjöld KMÍ.
Mál þetta allt setti ég fyrir hönd Passport Kvikmynda inní “kerfið” til umfjöllunnar fyrir um tveim árum, og enn ferðast það þar, stoppar í nokkrum sjoppum en kemst ekki á leiðarenda. Ferðin hófst fyrst og fremst þegar KMÍ heiðraði ekki árið 2003 heiðursmannasamkomulag um að virða mótvirðisregluna, eða 40/60 skiptiregluna, og gaf engar skýringar, en líka með frægri umsögn Sveinbjörns I. Baldvinssonar frá september 2003, sem var til að þess að stjórnsýslukæran var sett fram. Sveinbjörn hefur aldrei svarað fyrir sig, dálítið einsog hræddur rakki á bakvið stein. Ef Passport Kvikmyndir setur málið í dómstólaferli og lætur lögmann um eftirrekstur af fjalli kann það að leysast og skýrast nokkuð fljótt, miðað við gang mála fram að þessu.
En það er nú samt móðgun við banana að kalla þetta bananalýðveldi.
Judge Dredd
Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta mál fer. Kannski er kominn tími á dómstólaferðalag, mér skylst að útúrsúninga taktík sé ekki vel séð á þeim bæjum, en stundum er það samt einsog að þetta mál koma manni lítið við, fáránleiki þess er svo “fictional”, málið þvælist um frekar úrelt stjórnsýslukerfi og virkar einsog tepruleg kvikmynd sem ég hef verið neyddur til að horfa á, svona einsog Macolm MacDonald í Clockwork Orange.
En á þeim tíma sem öll þessi óleystu mál hafa flakkað um kerfið hafa karaktereinkenni KMÍ, fagfélaga íslenkrar kvikmynda og ýmissa tengdra aðila komið betur í ljós. Og það eru svo sem engar fréttir. En ekki aðeins var heiðursmannasamkomulag við kvikmyndagerðina svikið og samkeppnisákvæði hundsuð, heldur síðar reynt að brjóta á fyrirtæki mínu með broti á almennum lögum landsins. Fagfélög í öllum fögum hefðu aðhafst eitthvað ef svo mikilvæg stofnun hefði brotið lög. En svo var ekki um hagsmunafélög kvikmyndagerðarmanna, enda heldur KMÍ að fara eftir þeim relgum og lögum sem stofnunni sýnist. Undir venjulegum kringumstæðum hefðu hagsmunafélögin fengið bæði skýringar og leiðréttingar á vinnubrögðum og lögbrotum KMÍ því þau vörðuðu hagsmuni allrar stéttarinnar, en nú mætti öllum vera ljóst að hagsmuna- og fagfélögin eru eingöngu sérhagsmunafélög þeirra sem þar sitja. Er eitthvað svona verulega viðkvæmt, eða hefur íslenskri kvikmyndagerð ekki tekist að laða að fólk sem er betur gefið en þetta?
Strákarnir okkar
Og svo var því heitið að efna til ráðstefnu um starfsemi KMÍ af Samtökum Íslenskra Kvikmyndframleiðanda (SÍK) árið 2003, en af því var aldrei. Því var lofað af Ara Kristinssyni fyrir hönd SÍK, svona til að sussa málið. Árskýrslur formanna félaganna, það er Baltasar Kormáks núverandi formanns SÍK og Björn Br. Björnssonar formanns Félags Kvikmyndagerðarmanna (FK) fyrir árið 2004 þegar lögbrot KMÍ komu í ljóst, eru ófáanlegar. Á mannamáli stungið undir stól. Þessir menn virðast líta á hagsmunafélögin sem sín sérhagsmunafélög, og félöguð það hægt að vefja sér um fingur líkt lakrísrúllum. Í stjórnunum með þeim sitja umkomulausir og skoðanalausir kumpánar íslenskrar sérvisku og þrælslundaðar hjápíkugellur. Þeir sitja líka í Kvikmyndaráði, sem hefur haldið einn fund á tveimuog hálfu ári. Þetta eru ekki framsýnir menn. Þá hefur ritstjóri heimasíðu fagfélaganna og kvikmyndaakademínunnar, Ásgrímur Sverrisson, notað heimasíðuna blygðunarlaust til að gera mig tortyggilegan prívat, svona til að vera með í súpunni. Eða er þetta spurningum um að leita til umboðsmanns barna?
Þá gerðist það 2004 að fjórar umsóknir á mínum vegum og Passport Kvikmynda urðu fyrir verulegum töfum í meðferð KMÍ, skýring framleiðslustjórans í tölvupósti var að það væri vegna orða sem ég hafði látið fallið um KMÍ. Í gömlum gögnum um gömul lýðræðisríki eru svona ummæli túlkuð sem mismunun vegna stjórnmálaskoðanna. Afgreiðsla umsóknanna tók svo frá 3 uppí 5 mánuði, en alla jafna tekur 7 til 8 vikur. Þetta eru strákarnir okkar.
Svo lauk afgreiðsla umsóknanna með umsögnum Kristínar Pálsdóttur, sem er ekki einu sinni kvikmyndaráðgjafi, umsagnir sem hefðu talist þokkalegar á menntaskólastigi.
Og ekki þorir þetta málgagn, heimasíðan logs.is, eða þeir sem þar skrifa, að hugsa til þess að hið rétta andlit stjórnunar íslenskrar kvikmyndagerðar komi fram. Er það skrítið að erfitt reynist að laða að kraftmikið, frumlegt og framsýnt fólk í þetta fag þegar við sitjum uppi með kúreka?
Kallakaffi
Um daginn las ég sitt lítið af hverju sem birst hefur í íslenskum blöðum á árinu tengt kvikmyndagerð. Það á meðal greinarkorn Þrastar Helgasonar í Morgunblaðinu í vor, sem kom á óvart, því einhvern veginn er það orðið normalt að engin segði neitt yfir vitleysunni sem blasir við. Skrif hans voru í framhaldi af Kastljósþætti stjórnuðum af Sigurði Valgeirsyni, og gestir voru Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður og Ólafur H. Torfason gagnrýnandi. Þröstur segir eitthvað á þá leið að ekkert hafi komið fram í þættinum sem bendi til að KMÍ viti, eða geti, gert einhverja grein fyrir hvað íslensk kvikmyndagerð er, hvað veldur fjárhagsvanda greinarinnar, og hver þessi íslenski “karakter” er í íslenskum kvikmyndum. Í þessum þætti var ekki að heyra að Laufey væri forstöðumaður, svo sem, virtist ekki hafa miklar skoðanir á þessu. Ég sá þennan þátt á netinu, og var næstum því tuttugu mínútur að ná mér.
En það sem gerðist í þættinum var að Sigurður Valgeirsson stjórnandi var að tala við vinkonu sína um málefni sem vinur hans Sveinbjörn I. Baldvinsson kvikmyndaráðgjafi KMÍ hafði ekki ráðið við. Þessir búddistar og andlegu leiðtogar íslenskrar kvikmyndagerðar, Sigurður Valgeirsson, Sveinbjörn I. Baldvinsson, Hilmar Oddsson og skólastjóri Listaháskólans, Hjálmar H. Ragnars, segja helst ekki neitt. Þeirra jóga er nefnilega spes, það þarf ekkert að hugsa, bara anda, tala kannski smá, anda svo inn, anda út, anda inn, anda út ... bara mjög rólega, næstum því einsog ostar í gerjun.
Og það þarf varla að horfa á “Kallakaffi” í meir en 5 mínútur til að átta sig á að ungmennfélgasandinn hjá RUV hefur heldur aldrei blómstrað eins vel. Kannski var framleiðsla þessara þátta ákveðin á jógafundi, bara huggulegt, anda út, anda inn...
Styrkneska þjóðin
Í Morgunblaðinu sá ég líka skoðanaskipti Árna Þórarinssonar og Baltasars Kormáks í vor um hlut kvenna í íslenskri kvikmyndagerð. Eða það átti umræðan að snúast um, sem og Árni hóf. En eftir fyrstu svargrein Baltasars, sem var meira og minna í fyrstu persónu eintölu, var málið farið að snúast um hann, og hvað Árni hafði sagt, og hvað Baltasar meinti, og hvað Árni hefði átt að segja, en litlu nær var ég um viðhorf um hvernig skuli auka hlut kvenna. Hvers vegna fór “fókusinn” frá stöðu kvenna í íslenskri kvikmyndagerð og að hvað Baltasar var að bardúsa og hvað hann meinti.
Þá var ekki laust við að málið yrði flækt örlítið með því að blanda þjóðerni og vegabréfum í málið, og hvort það skipti máli hvort karlmenn og konur væri íslensk, hálf íslensk eða jafnvel bara einn fjórði, einsog kókómjólk.
En ég hélt að við vissum þetta strákarnir, að eftir að mesta hnattvæðingaræðið er gengið yfir skiptir það vitaskuld ekki máli vegna fjármögnunar íslensks efnis hvort karlmenn og konur séu karlmenn og konur eða hvort þau séu íslensk eða ekki íslensk, heldur hvort þau séu styrknesk eða ekki styrknesk. Styrkneska þjóðin mun hefja sjálfstæðisbaráttu sína, eignast sinn fána, sitt þjóðlag, sitt vegabréf og sín þjóðareinkenni. Kannski verða líka til “styrkneskir ostar”.