Einar Thor

Monday, December 18, 2006

Vinnandi stéttir og steingerð stjórn

Var að hlusta á íslenskt útvarp og sjónvarp á netinu, m.a. viðtal við Villa á Brekku sem notaði orðasamsetninguna "Ríkisstjórn vinnandi stétta" um stjórn frá á 3ja áratug sl. aldar. Fallegur og rómantískur frasi það: "Ríkisstjórn vinnandi stétta", vona að einhver taki hann upp á næsta misseri og sannanlega að komist til valda "Ríkisstjórn vinnandi stétta" á Íslandi. Það yrði í anda krúttkynslóðarinnar að taka upp notaða rómantík og blása nýju lífi í hana.

Sá þátt sem talað er um í dag, Kompás, sem fjallaði um mál forstöðumanns Byrgisins. Virðist þarft umræðuefni en slök ritstjórn. Málið í þessu er að íslensk stjórnsýsla er slök og pólitíkusar sem kunna ekki til verka, en þessi þáttur gékk nánast 100% útá að sína fram á persónulega veikleika forstöðumanns, fær að fjúka hvort sem er ef allt er rétt og satt í málinu. Og sleppa mannorðsmorðinu, fyrir einhverja er þetta einsog að komast að því að jólasveininn er á sakaskrá. Líklega fylgir þó fréttastofan málinu eftir og gengur eftir ábyrginni.

Annars datt mér í hug þegar ég sá að málið er í lögsögu sýslumannsins á Selfossi, að einhver þyrfti að komi meðferðinni á hendurnar á hæfu fólki. Mestu glæpamennirnir sem ég hef sögur af fyrir austan, byggt á gögnum "of course", eru hjá Sýslumannsembættinu á Selfossi (ég rek 'hvers vegna' einhverntímann seinna.)

Frétti líka úr kvikmyndabransanum á Norðurlöndum að óánægja með stjórn (sjá mynd) og forstöðumann Norræna Sjónvarps og Kvikmyndasjóðsins er í hámarki, mesta umræðan í Osló þar sem sjóðurinn er staðsettur. Engin umræða í íslenska bransanum sem fyrr. En forstöðumaðurinn er að hætta, sumir segja að hann sé hættur í raun, látinn fara, og að stjórnin haldi sinn síðasta fund í lok Febrúar 2007 áður en hún gossar líka. Merkilegt að 19. aldar fólk skuli takast að tóra svona lengi á stöðum sínum. Stjórnin á þessum sjóð hefur allt of lengi einkennst af óbilgirni og þröngsýni forstöðumannsins og vanþekkingu á hvering á að reka opinbera stofnun.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home