Einar Thor

Friday, November 10, 2006

Poetic Jam Session and Flag of Our Fathers

Poems are written in real time at QuickMuse. There is a "playback" feature where you can see the poem unfold, but the man behind QuickMuse is Ken Gordon, an article by him is also on Poets and Writers.
William Broyles Jr., writer of Flags of Our Fathers, is interviewed here for the Writers Guild of America, west. William was a Marine Lieutenant in Vietnam, so we can imagen that war movies are somewhat personal to a writer like him. I´m sure he has also passed on some ideas about war to the director of the film. James Jones is another writer who was at the front in WWll and became a writer writing the novel, Thin Red Line. A good film was made (1998) based on the book though it was criticized for its lack of dramatic focus, but then, does war have a dramatic focus? It is somewhat a poetic film about war.

Thursday, November 09, 2006

... helvítis útlendingarnir

Var að koma úr heimsókn frá íslenskum netmiðlum og virðist að vandmálin í íslenskum stjórnmálum og íslenskri stjórnsýslu séu orðin að innflytjendavandamáli. Stjórnsýslan sem þjáist af nefndarfíkn enn sem fyrr ræður ekkert við helvítis útlendingana og þess vegna er þetta orðinn vandi innflytjenda en ekki stjórnmálanna. Gaman að sjá að mönnum er heitt í hamsi, það þarf stundum svo lítið, misskilningur að Íslendingar séu ekki blóðheitt fólk, Spánverjar og Ítalir eru frekar mjúkir borið saman við formann Frjálslyndaflokksins.
Þau koma með reglulegu millibili svona ruglmál sem engin skilur í og engin þarf að svara fyrir, t.d. engin innflytjendstefna og vart ein opinber króna í íslenskukennslu, hvers vegna heyrist annars ekkert í fjölmenningarmiðstöðinni góðu á Ísafirði (?), svo eru það vægu dómarnir í nauðgunarmálum, hvernig stendur á þessu (?). Kannski ættum við að taka múslima okkur meira til fyrirmyndar og taka mark á hinu heilaga orði, og prestar og biskupar eiga sjálfsagt eftir að tala til þjóðar sinnar á næstunni um "innflytjendavandamálið". Er þetta ekki annars mest spennandi verkefni Íslands að fá slatta af útlendingum og reyna að halda í þá, kvelja þá dálítið með íslenskukennslu.
Er að skríða úr nokkra daga flensu, dæmigerður nóvember þannig, en náði að skrifa einn netpóst og senda sem lauk samkomulagsmáli sem hefur verið í vinnslu, og náði samkomulagi við eitt ágætt fyrirtæki hér í bæ sem telst annað af tveim stærstu á sínu sviði í heiminum í dag. Þori samt ekki að láta það uppi hvaða kompani það er ef gamlir óprúttnir góðkunningjar heima taka uppá því að senda fyrirtækinu sögur af mér, af innbrotunum sem ég framdi í nótt, sukkinu í 101 og öðru léttmeti.
Hitti vin sl. helgi sem kom í helgarheimsókn frá Ítalíu og við fórum ásamt öðrum vini mínum úr norður London á svo kallað Íslendingakvöld á Warwick, fyrsta föstudagskvöld hvers mánaðar og hef ég ekki komið á svona kvöld í 10 ár eða svo. Þar var engin, tvær ljóshærðar "au-pair", mikil músik og too much smoke. Áður hittist fólk á pöbb og talaði saman. Engin furða að þessi íslendingakvöld séu dottinn uppfyrir, en við kunningjarnir tókum labbitúr í bæinn og grunur leikur á að þar hafi flensan komið, farið að kólna, og svo hækkuðu stýrivextir í dag. Englandsbanki telur að hægja þurfi á hækkun húsnæðisverðs svo þetta var skrúfað upp. Þeir ætla líka að dempa niður jólaverslun.
Kíkti eftir því hvort kostnaður frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hafi verið gefinn upp en sá ekkert um það, bið óskaplega spenntur, annars ágætt að Árni Páll er kominn inn fyrir Samfylkinguna og vonandi að Kristrún Heimirs nái ofar á listann í Reykjavík. Hún virðist ekki kunn að væla, meira "staight talk". Björgvin á Suðurlandi er 100% stjórnmálamaður en virðist laus við róttækni, 100% annars-sætis maður, reyndar eru allir þeir sem eru í fyrstu sætum Samfylkingarinnar fram að þessu 100% annars-sætis menn. Og ungir stjórnmálamenn á Íslandi hafa annað hvort tekið upp orðforða sinn, framkomu og stíl frá gömlu köllunum, eða eru í einhverskonar fílbrandaraframboði. Þetta lítur ekki nógu spennandi út.
Er líka orðinn "overdose" á bandarískum stjórnmálum í bili, hlutirnir eiga nú eftir að gerast hægt á þeim bæ, bresk stjórnmál hafa þó farið úr því að vera leiðinleg í það að vera vandræðaleg þegar við horfum uppá bandarískan almenning setja pressu á breytingar í Írak en ekki breska Verkamannaflokkinn. Hvað hefur Tony Blair verið að hugsa, eða hvers vegna datt breska Verkamannaflokknum ekki í hug að pressa á Bush að breyta til fyrir löngu síðan, eru þeir ekki með í þessi stríði.

Sunday, November 05, 2006

Fína línan

Eftir að fréttir bárust af að pissað hafi verið á stelpu í Listaháskólanum komst fína línan í spilið á ný. Þessi lína, endalaust umræðefni, er á stöðugu flakki og um hana eru ekki til nein vísindi sem betur fer. Hugsanlega er þó hægt að stilla málinu upp þannig að línan liggi á milli ögrunar og sjokkeringar sjokksins vegna, og þannig sé hægt að búa til þau vísindi að ef ögrunin vísi ekki í eitthvað í fari okkar eða samfélagsins, þá sé ögrunin aðeins sjokk sjokksins vegna, eða markaðsetningartækni, í besta falli leikur krakka í skóla. Dæmi af slátrun dýra í nafni gjörnings til skítkasts í bókstaflegri merkingu eru ágætar “línusögur”.

Samsæri Julíusar Civilis
Sagan af Rembrandt og verki hans “Samsæri Julíusar Civilis” frá 1661 er ágætasta “línusaga” sem sameinar allt sem prýðir góða ögrun, Rembrandt var afburðar listamaður með hæfileika, tæknilega fullkomnun, frumlega hugsun, reynslu, þroska, með heildarsýn og skilning á samfélagi sínu og sögu. Á þessu tímabili í lífi Rembrandts sem hefði orðið 400 ára sl. sumar hefði hann lifað, hafði hann farið þennan rúnt sem gengur með menn með afburðargetu en hafa ekki sömu sýn á hlutina og valdhafar eða aftaníhossur. Frá því að rísa til vegs og virðingar, giftast vel konu sem átti mikið glingur, búa í veglegu húsi, vera viðurkenndur sem afreksmaður sinnar kynslóðar og fá greitt fyrir verk sín, fór hann aftur til baka að afskiptaleysi og útskúffun og dó blankur. Í prívatlífinu höfðu þau hjónin misst þrjú börn, en opinberlega hófust vandræðin hugsanlega fyrir alvöru með málverki hans “Næturvaktin” frá 1642, verk af varðmönnum Amsterdamborgar þar sem háttsettur embættismaður taldi sig of lágt settann og Rembrandt fékk aldrei borgað fyrir verkið. Þrátt fyrir natni við smáatriði er einstaklingum fórnað fyrir áhrif heildarmyndarinnar, en kona í gulum kjól var á myndinni sem þótti ekki eiga erindi í þennan hópa og kannski var Rembrandt eitthvað skrítinn.
Efni “Samsæri Julíusar Civilis” er fundur eða “eiðstafur” Batavaríumanna við Júlíus sem leiðtoga sinn í uppreisn gegn Rómverjum árið 69, um og eftir tíma Neros. Batavarar var lítill þjóðflokkur á mælikvarða Rómaveldis og bjuggu þar sem nú er Holland. Uppreisnin undir leiðsögn Júlíusar gaf tóninn fyrir sjálfstæði Hollendinga síðar meir og málverk af samsærisfundi Batavara var því ekki lítið verkefni, í svipuðum dúr og “Ver mótmælum allir” í anddyri alþingis Íslendinga.
Rembrandt fékk verkið í forföllum annars og valdhafar aumkuðust yfir honum enda var hann orðinn blankur, ekkill og eftir allt saman fær með pensilinn. Hugmyndir þeirra um hetjur uppreisnarinnar voru menn í sínu fínasta pússi, karlmenn með hetjulega drætti, skínandi sverð og hugrekkið uppmálað. Rembrandt, raunsæismaðurinn, málaði hinsvegar subbulegt lið með skítug sverð, draugalega uppreinsarmenn sem voru þreyttir og drullugir upp fyrir haus og að annað augað skuli hafa vantað í Júlíus þótti ósmekklegt.
Valdamenn horfðu á raunsæið en vildu ekki sjá. Verkið var aldrei hengt upp og aldrei borgað, Rembrandt skar það í ræmur og reyndi að selja í stykkjatali einsog karamellur og aðeins brot af heildarverkinu hefur varðveist. Glæpur Rembrandts var að ögra þeirri ímynd sem valdhafa vildu halda á lofti um sjálfan sig og þær hetjur sem almenningur samsvaraði þá við. Hugsanlega erfitt að átta sig á tæpum 400 árum síðar þvílík ögrun þetta var, en þetta var ekki að fara yfir línu, jafnvel ekki á mælikvarða þessa tíma, vegna þess að þetta gékk ekki fram af neinum nema gamla genginu. “Samsæri Julíusar Civilis” Rembrandts var pólitískt og mjög hugrakt verk þótt í dag okkur kunni sá bútur sem varðveittis eingöngu vera, einsog Valla Matt segir, alveg brilliant.

Hundurinn frá Andalúsíu
Spánverjinn Goya fékk útrás fyrir pirring sinn úti spænsku kóngafjölskylduna með því að mála höfuð drottningarinnar hlutfallslega aðeins of lítið. Stríðni, prívat “joke”, ekki háðsleg ádeila á kóngafólk. En samlandar hans fáeinum öldum síðar, skólafélagarnir Salvador Dalí og Luis Bunuel, nýttu surrealismann sem nýja leið til að sjá raunveruleikann og voru með aðrar hugmyndir. Dalí varð hallur undir Franco og þá skelfingu sem stjórn hans leiddi yfir þjóð sína, en Bunuel flúði Franco til Ameríku þar sem hann hóf útgerðina á að reyna að selja Charles Chaplin brandara. Þetta voru pólitískt þenkjandi menn en voru líka í bissniss.
Hraðspólum afturábak til upphafi ferils þeirra þegar þeir gera saman stuttmyndina “Andalúsískur hundur”, þekkt fyrir senu með rakvélablaði sem sker augastein og gékk fram af mörgum og talin marka upphaf surrealisma í kvikmyndagerð. Fyrir utan hvað hún var ógeðsleg, þótti senan tilgangslaus og hafði ekkert með list að gera. Líklega má lesa nokkrar augljósar túlkanir út frá henni, að skera upp augað sem er sjúkt því það sér ekki raunveruleikann, að endurskoða sýn okkar, að láta ekki blekkjast af fegurðarímyndinni og fleira í þeim dúr. En annað var í þessari svart-hvítu flöktandi mynd sem ekki var á hreinu, það var asni sem sat uppi á flygli, og í hvað vísaði nafn myndarinnar, “Andalúsískur hundur”?
Kynnum til leiks Federico Garcia Lorca, frá Andalúsíu, skólafélaga og vin þeirra Dalís og Bunuels og sem sat með þeim félögum á skólalóðinni fyrir utan háskólann í Madríd og ræddi list og pólitík. Lorca var ekki aðeins frá Andalúsíu heldur lék líka “Svellianos” á píanó. Í stuttu máli, ekkert bendir til annars en að titill myndarinnar sé vísun í vin þeirra Lorca. Hvers vegna settu þeir asna í hljóðfæri sem Lorca spilaði á, og hvers vegna spyrða þeir “andalúsískur”við “hund”. Var Lorca ekki vinur þeirra? Án þess að ætla að gera látnum mönnum upp of miklar skoðanir þá kann tvennt að skýra út þessar tilvísanun í titli Dalís og Bunuels. Hugsanlega var þetta listamannaöfund, að þeir hafi þá skynjað sem ungir en óþroskaðir menn að Lorca var afburðamaður, rithöfundur sem lítið þurfti að hafa fyrir að skrifa leikrit sem virtust rata beint að hjörtum fólks, hann var ekki surrealisti einsog þeir, vinsæll hjá alþýðu manna og borgarstéttin gat ekki heldur leynt hrifningu sinni, ljóð hans líka hrein og tær og fljótlega birt í öllum helstu blöðum og tímaritum Spánar. Kannski sáu þeir Dalí og Bunuel framá að þurfa að lifa með því að starfa alltaf í skugganum af fyrrum skólafélaga sínum, af þessum smábyggða sveitastrák frá Andalúsíu og það var óþolandi tilhugsun fyrir menn sem ætluðu sér stóra hluti. Til marks um yfirburði Lorca sem listamanns þá var það hann, eins ópólitískur og hann var, sem fasistar Francos óttuðust mest enda eltu þeir hann uppi og skutu einsog hund í skjóli næturs. Hin skýringin, ef ekki önnur af tveim, er að samkynhneigð Lorca hafi vakið hjá þeim ónotatilfinningu og þeir hafi flotið með fordómum samfélagsins.
Strangt til tekið er enga aðra skýringu að finna á titli myndarinnar sem á sínum tíma var talin hafa farið yfir línuna vegna tilgangslausrar ógeðslegheita. Nú gæti verið hægt að líta svo á að þeir hafi farið yfir línuna í hina áttina af öðrum ástæðum, að hæðast að manni fyrir samkynheigð sína. Þó má benda á þeim Dalí og Bunuel til málsvarnar að hafi myndin eingöngu verið tileinkuð Lorca, að táknræn merking skorins auga hafi verið áskorun til fólks að opna augun fyrir því að samkynheigð sé nú í lagi. En hvers vegna er hundur í titli myndarinnar og hvað er asni að gera í flyglinum. Eða var þetta aðeins ungæðingslegt flipp?

Krakkar í skóla
Að því að ég fæ best séð er skoðun Listaháskólans sú að nemendur þurfi rými til að skapa, en ég hins vegar hef ekki rekist á að einhver hafi reynt að setja honum takmörk. En þær spurningar sem dúkka upp eru nokkrar. Í fyrsta lagi hvers vegna fylgdi ekki fréttinni af þessari uppákomu listaskólans hvað sé á bakvið hana, annað en að þemað hafi verið ljótleiki samfélagsins. Er það áhugavert svar, var það fréttin. Sem bendir kannski til að kennslan er í áttina og allt í góðu, þemað þarft, en ef uppákoman hefur stuðað fólk úr öllum stéttum og af báðum kynjum, gegn hverju var þessu beint? Það verður ekki betur séð nema að þetta hafi verið einhver tegund af flippi. Í öðru lagi er spurningin hvort að skólinn almennt sé lokaður frá samfélaginu og umræðu allri í skjóli þess að nemendur þurfi frið, að stjórnendur og rektor skólans kjósi ekki að hafa skoðanir á neinu nema húsnæðisvanda skólans, aftur í skjóli þess að nemendur þurfi frið, og vegna þessa friðar sé engin umræða um skólann nema að stjórnendum skólans sýnist svo. Kannski er Listaháskólinn tepruleg og lokuð stofnun sem metur innihaldslítið flipp sem ögrandi list. Þriðja og síðasta spurningin er hvort ekki sé komi tími til að stofna nýjan leiklistarskóla á Íslandi.