Einar Thor

Wednesday, March 15, 2006

Harold Pinter interviewed


Harold Pinter was interviewed, having won the Europe Theatre prize, by the The Guardian.

But one of the most exciting things about being a writer is finding the life in different characters whom you don't know at all.

Dont we all know, we writers ... (:

Monday, March 13, 2006

Kynferðið (og aðeins um kvikmyndagerð)


Að lesa fréttir af Íslandi og hlusta á útsendingar á netinu, þá getur stundum verið langsótt að finna málefnalegan kjarna mála, eða “um hvað málið snýst”. Athugasemd Valgerðar Sverrisdóttir við skrifum Moggans og umræðu um Evruna og Evrópusambandið, er dæmi. Þar kemur ekki fram í fljótu bragði hver málefnaágreiningurinn er, en það sem stendur uppúr, sbr. frétt RUV, er að Valgerður gerir kynferði sitt að umtalsefni og að penni Moggans geti ekki talað til konu nema niður til hennar.

Er það einsdæmi að kona í pólitískri ábyrgðarstöðu geri kynferði sitt að umtalsefni að fyrra bragði og noti í pólitísku ágreiningsmáli. Er það ekki frekar ósannfærandi í dag að væna karlmenn um kvennfyrirlitningu, einfaldlega af þeirri ástæða að það er ofnotað, og að sjálfsögðu ómálefnalegt?

Til hverra er ráðherran að reyna að höfða þegar hún tekur til svona málflutnings, og er ráðherran ekki að setja umræðuna skörrinni lægra en umræðan á skilið? Hvað kemur kynferði þessu máli við?

Það er vissulega ástæða til að efast um hæfni Valgerðar Sverrisdóttur. En þessi sami ráðherra hefur hvað varðar kvikmyndagerð sagt að fagið sé iðnaður, en flestum sem eitthvað þekkja til fagsins vita að ráðherra veit ekkert hvað hún er að segja. Það er ekki það að kvikmyndagerð sé ekki iðnaður, heldur að aðgerðir ráðuneytis hennar og undirstofnana, það er að Nýsköpunarsjóður t.d. útdeilir fjármagni eftir vankunnáttu og vandlætingum, og Samkeppniseftirlit forðast að hafa afskipti af augljósum misbresti í úthlutun opinbers fjármagns til kvikmyndagerðar.