Land & Synir
Á næsta ári verður blaðið “Land & Synir” tíu ára. Það var mikil nauðsyn að koma á einhverskonar umræðutorgi innan kvikmyndagerðar á sl áratug og ástandið var vægast sagt ekki gott í þeim efnum. Það var á þeim tími þegar menn pískruðu ef grein eftir kvikmyndagerðarmann birtist opinberlega, og ef hún var gagnrýnin eða settar voru fram skoðanir urðu menn jafnvel hneykslaðir.
Fleiri en einn og fleiri en tveir lögðu til efni oftar en einu sinni þegar “Land & Synir” hóf göngu sína, endurgjaldslaust að sjálfsögðu. Þar með talin undirritaður. En það er ekki stórkostleg ráðgáta hvernig það svo gerist með árunum að þetta blað sem og tók að kalla sig málgagn allra kvikmyndagerðarmanna, fór að þróast í þá útgáfu sem hún er í dag. Blað sem aldrei náði flugi. En “Land & Synir” eru í dag annars vegar merkileg heimild, hins vegar mikil vonbrigði.
Það var örugglega ekki takmark neinna að svona skyldi fara. Vonbrigðin liggja að hluta í því að litlum en duglegum hóp nýrra kvikmyndagerðarmanna á miðjum síðasta áratug hefur mistekist fram að þessu að ná faginu úr klóm forneskjunnar, og blaðið “Land & Synir” kristallar þá sögu að mörgu leiti. Sumir þeirra hafa því miður margir tekið upp sömu forneskjulegu viðhorfin, og blaðið undirrstrikar aðeins þá þróun.
Og í stað þess að sitja svo uppi með eingöngu gamla gengið (kynslóðirnar) og gamlar hugmyndir þeirra, sitjum við nú líka uppi með “Land & Syni”, afkvæmi þeirrar “hugmyndafræði” nýrrar kynslóðar að týna upp það sem fellur af borðum þessa gamla gengis, halla sér uppað hugmyndaleysi þeirra um hvernig þessu fagi skuli stjórnað, jappla á mylsnunum, hafa enga sjálfstæða rödd, engar eigin hugmyndir, ekkert erindi nema að fá að vera með.
Heimildargildi blaðsins liggur svo ekki síst í því, að sjá þennan kontrast á milli blaðsins og þeim veruleika sem það bjó í. Framan af mátti þó sjá áhugaverðar greinar um kvikmyndagerð sem listgrein, sem hugmyndafræðilegt tæki og sem hluta okkar sögu. Þau fag-pólitísku mál sem bar á góma voru oftast skrifuð af einstaklingum en ekki ritstjóranum eða ritnefnd. Nema þegar hinu umdeilda ári 2002 lauk, þegar t.d. Kvikmyndasjóður Íslands var lagður niður mánuðum áður en lögin um hann gengu úr gildi því stjórnendur voru ekki hæfir, en þá skrifaði ritstjórinn leiðarar sem staðfestir það sem í raun var á undan gengið.
Hvað kom fyrir?
Fljótlega eftir að útgáfa blaðsins hófst tókst þeim sem töldu sig þurfa á því að halda, að ræna blaðinu. Það var ekkert erfitt. Það voru ekki svo margir sem sóttust þá eftir að vera í ritnefnd eða gáfu sér tíma í það hvort sem var. Því miður. Ekki voru miklir aurar til eða þar til að þeir fóru að falla af borði Kvikmyndasjóðs Íslands. En inní ritnefnd komu aðilar sem tókst að hengja ritstjórann, Ásgrím Sverrisson, uppá þráð. Inná sviðið ganga nokkrir gráir fyrir járnum. Annars vegar fulltrúar Íslensku Kvikmyndasamsteypunnar, hins vegar fulltrúar Kvikmyndasjóðs Íslands.
Hvernig það gat gerst að málgagn kvikmyndagerðarmanna minntist ekki einu orði á gríðarlegar heildarskuldir fagsins í hært nær áratug og hvernig þær stóðu faginu verulega fyrir þrifum, verður að teljast plús fyrir Friðrik Þór Friðriksson. Fyrirtæki hans, “Steypan”, nokkuð þekkt fyrir hvað það var illa rekið, átti góðan meirihluta þessara skulda. Þessi mikli vandi fagsins var ekki til hjá ritstjórn “Lands & Sona”. Ekki einu sinni þegar fyrirtækið var farið á hausinn. Þá var flestum ljóst í mörg ár að eitthvað verulega mikið var að við úthlutanir og stjórnun Kvikmyndasjóð Íslands einsog kom uppá yfirborðið 2002. Þó ekki hafi verið nema vegna þess hversu mikið það dældi í illa rekið fyrirtæki. En hvernig það gat gerst að málgagn kvikmyndagerðarmanna minntist ekki á slæleg vinnubrögð Kvikmyndasjóðs Íslands fyrrverandi öll þessi ár hlýtur einnig að teljast plúss fyrir þáverandi framkvæmdastjóra sjóðsins, Þorfinn Ómarsson.
Helstu hagsmunaaðilarnir voru sem sagt búnir að hertaka blaðið. Að sjálfsögðu gat hver og einn skrifað hvað sem honum sýndist, ef hann þorði, en ekki í nafni blaðsins. Og blaðið minnist vart á þann vanda sem stafar af þeim furðulegheitum að ekkert stéttarfélag er til í íslenskri kvikmyndagerð. (Þegar á þetta er minnst á almannafæri í dag, það er ekkert stéttarfélag, þá trúa því alls ekki allir). Þetta málefni hefur eitt og sér margvísleg áhrif og mikil nauðsyn fyrir fagfólk að gera sér grein fyrir hvaða afleiðingar þetta hefur á þróun alls fagsins til frambúðar. En ritstjórinn gaf eftir fyrir sérhagsmunaðilum, og ekkert við því að segja, nema hvað að ritstjórnin fór að taka uppá því að kalla blaðið “málgagn kvikmyndagerðarmanna” og skattpeningar Kvikmyndasjóðs runnu til þess. En það er annað mál. Það var alveg ljóst að með Kvikmyndasjóð innanborðs gat þetta aldrei gengið sem blað kvikmyndagerðarmanna. Og þar byrjar fyrst að fjara undan blaðinu.
Næst á dagskrá
Sá leiðari sem ritstjórinn skrifar og sem staðfestir þetta sem undan var gengið, birtist í kjölfar atburðanna 2002 og þar er það staðfest svo ekki verður um villst að blaðið var málgagn Kvikmyndasjóðs Íslands og undir álögum Íslensku Kvikmyndasamsteypunnar.
Það sem liggur undir stein er einnig að ritstjórinn, og stundum fleiri en einn ritstjórnarmeðlimur, gengu með það í maganum að gera bíómynd með Íslensku Kvikmyndasamsteypunni. Hvernig átti ritstjórinn t.d. að fara að því að tala um gríðarlegar skuldir fyrirtækis og ganga geng erindum þess, ef hann vildi að það framleiddi svo bíómyndina hans?
En þá kemur að þeim kafla sem ég hef áður sagt frá, og mun segja frá aftur og aftur ef þarf, að úr umbeðinni grein minni um stöðuna í íslenskri kvikmyndagerð fyrir blaðið 2003, klippir ritstjórinn út þá setningu mína að hugsanlega hafi ritstjórn blaðsins verið of hagsmunatengd til að geta talist hæf til að fjalla um ýmiss mál. Þótt að þessi skoðun hafi verið sett fram í anda orðanna hugsanlega og kannski, þá gat ritstjórinn ekki þolað þessa athugasemd. Hann tók hana út. Ekki nóg með það, heldur þegar ég fer fram á að þetta verði birt í næsta blaði, þá er því ekki aðeins neitað, heldur mér tjáð að ég sé ekki ritstjórinn og ég eigi ekki að vera að skipta mér að því sem mér kemur ekki við. Það var ekki fyrr en að málið kom til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands að ég fékk samþykki um að þessi athugasemd myndi birtast í “Land & Synir”. Þótt hún hafi ekki birts enn, nú nærri tveim árum síðar. Ég hef margt skemmtilegra að gera en að fást við svona, en ritstjórinn, og ábyrðarmaðurinn, Björn Br. Björnsson kunnu sér ekki hóf. Nema að þeir viti ekki hvað þeir gjöra. En varla skrifaði ég fyrir þetta blað þegar engin fékkst til þess, til að þess eins að láta kasta skoðunum mínum út síðar þegar kumpánum þessum hentar. Þegar ég vakti loks athygli á þessum vinnubrögðum á kistan.is hausti 2003, í einni málsgrein, voru fyrstu viðbrögð ritstjórans að kallað það forvitnilegan hugarheim og þræta svo fyrir allt saman einsog sæmilegir bófar gera, en samt sem áður var innan fárra vikna komin þrefalt stærri og splunkuný ritstjórn. Kva...?
Nú, einsog þessi nýja ritstjórn er, eða varð saman sett þá verður blaðið seint sakað um hagsmunatengsl. Þetta er eitt fótboltalið og tæplega eitt blaklið. Það er jákvætt. Þetta er stæðsta ritstjórn sem ég hef heyrt um lengi, 15 eða 16 manns ef ég man rétt. Hæfilega blanda af fólki sem getur skrifað en veit ekkert um íslenska kvikmyndagerð eða hvað hefur verið að gerast þar, fólki sem veit eitthvað smáræði um íslenska kvikmyndagerð en heldur að aðrir séu betur til þess fallnir að skrifa um hana, og svo nokkrir sem vita meira en nóg um íslenska kvikmyndagerð en þora ekki að bjóða góðan daginn ef það skyldi móðga einhvern hjá Kvikmyndasjóð Íslands. Þessi ritnefnd “Lands & Sona” er einsog partí sem þú verður að fara í, þú þekkir flesta en kannski ekki nema einn til tveir sem þú veist um sem hafa vit, kjark og þekkingu og sem þú nennir að tala við. En þrátt fyrir þessa andlitslyftingu hefur blaðinu hins vegar ekki tekist að hrista af sér slenið, það virkar þó ekki lengur “of hagsmunatengt”, það virkar frekar einsog stíft afmælisboð hjá Berlusconi típu, einhverjum sem hefur komst upp með eitthvað og hefur að því tilefni farið í húðstrekkingu, andlitslyftingu og handsnyrtingu.
Hitt á mánudag....
Fleiri en einn og fleiri en tveir lögðu til efni oftar en einu sinni þegar “Land & Synir” hóf göngu sína, endurgjaldslaust að sjálfsögðu. Þar með talin undirritaður. En það er ekki stórkostleg ráðgáta hvernig það svo gerist með árunum að þetta blað sem og tók að kalla sig málgagn allra kvikmyndagerðarmanna, fór að þróast í þá útgáfu sem hún er í dag. Blað sem aldrei náði flugi. En “Land & Synir” eru í dag annars vegar merkileg heimild, hins vegar mikil vonbrigði.
Það var örugglega ekki takmark neinna að svona skyldi fara. Vonbrigðin liggja að hluta í því að litlum en duglegum hóp nýrra kvikmyndagerðarmanna á miðjum síðasta áratug hefur mistekist fram að þessu að ná faginu úr klóm forneskjunnar, og blaðið “Land & Synir” kristallar þá sögu að mörgu leiti. Sumir þeirra hafa því miður margir tekið upp sömu forneskjulegu viðhorfin, og blaðið undirrstrikar aðeins þá þróun.
Og í stað þess að sitja svo uppi með eingöngu gamla gengið (kynslóðirnar) og gamlar hugmyndir þeirra, sitjum við nú líka uppi með “Land & Syni”, afkvæmi þeirrar “hugmyndafræði” nýrrar kynslóðar að týna upp það sem fellur af borðum þessa gamla gengis, halla sér uppað hugmyndaleysi þeirra um hvernig þessu fagi skuli stjórnað, jappla á mylsnunum, hafa enga sjálfstæða rödd, engar eigin hugmyndir, ekkert erindi nema að fá að vera með.
Heimildargildi blaðsins liggur svo ekki síst í því, að sjá þennan kontrast á milli blaðsins og þeim veruleika sem það bjó í. Framan af mátti þó sjá áhugaverðar greinar um kvikmyndagerð sem listgrein, sem hugmyndafræðilegt tæki og sem hluta okkar sögu. Þau fag-pólitísku mál sem bar á góma voru oftast skrifuð af einstaklingum en ekki ritstjóranum eða ritnefnd. Nema þegar hinu umdeilda ári 2002 lauk, þegar t.d. Kvikmyndasjóður Íslands var lagður niður mánuðum áður en lögin um hann gengu úr gildi því stjórnendur voru ekki hæfir, en þá skrifaði ritstjórinn leiðarar sem staðfestir það sem í raun var á undan gengið.
Hvað kom fyrir?
Fljótlega eftir að útgáfa blaðsins hófst tókst þeim sem töldu sig þurfa á því að halda, að ræna blaðinu. Það var ekkert erfitt. Það voru ekki svo margir sem sóttust þá eftir að vera í ritnefnd eða gáfu sér tíma í það hvort sem var. Því miður. Ekki voru miklir aurar til eða þar til að þeir fóru að falla af borði Kvikmyndasjóðs Íslands. En inní ritnefnd komu aðilar sem tókst að hengja ritstjórann, Ásgrím Sverrisson, uppá þráð. Inná sviðið ganga nokkrir gráir fyrir járnum. Annars vegar fulltrúar Íslensku Kvikmyndasamsteypunnar, hins vegar fulltrúar Kvikmyndasjóðs Íslands.
Hvernig það gat gerst að málgagn kvikmyndagerðarmanna minntist ekki einu orði á gríðarlegar heildarskuldir fagsins í hært nær áratug og hvernig þær stóðu faginu verulega fyrir þrifum, verður að teljast plús fyrir Friðrik Þór Friðriksson. Fyrirtæki hans, “Steypan”, nokkuð þekkt fyrir hvað það var illa rekið, átti góðan meirihluta þessara skulda. Þessi mikli vandi fagsins var ekki til hjá ritstjórn “Lands & Sona”. Ekki einu sinni þegar fyrirtækið var farið á hausinn. Þá var flestum ljóst í mörg ár að eitthvað verulega mikið var að við úthlutanir og stjórnun Kvikmyndasjóð Íslands einsog kom uppá yfirborðið 2002. Þó ekki hafi verið nema vegna þess hversu mikið það dældi í illa rekið fyrirtæki. En hvernig það gat gerst að málgagn kvikmyndagerðarmanna minntist ekki á slæleg vinnubrögð Kvikmyndasjóðs Íslands fyrrverandi öll þessi ár hlýtur einnig að teljast plúss fyrir þáverandi framkvæmdastjóra sjóðsins, Þorfinn Ómarsson.
Helstu hagsmunaaðilarnir voru sem sagt búnir að hertaka blaðið. Að sjálfsögðu gat hver og einn skrifað hvað sem honum sýndist, ef hann þorði, en ekki í nafni blaðsins. Og blaðið minnist vart á þann vanda sem stafar af þeim furðulegheitum að ekkert stéttarfélag er til í íslenskri kvikmyndagerð. (Þegar á þetta er minnst á almannafæri í dag, það er ekkert stéttarfélag, þá trúa því alls ekki allir). Þetta málefni hefur eitt og sér margvísleg áhrif og mikil nauðsyn fyrir fagfólk að gera sér grein fyrir hvaða afleiðingar þetta hefur á þróun alls fagsins til frambúðar. En ritstjórinn gaf eftir fyrir sérhagsmunaðilum, og ekkert við því að segja, nema hvað að ritstjórnin fór að taka uppá því að kalla blaðið “málgagn kvikmyndagerðarmanna” og skattpeningar Kvikmyndasjóðs runnu til þess. En það er annað mál. Það var alveg ljóst að með Kvikmyndasjóð innanborðs gat þetta aldrei gengið sem blað kvikmyndagerðarmanna. Og þar byrjar fyrst að fjara undan blaðinu.
Næst á dagskrá
Sá leiðari sem ritstjórinn skrifar og sem staðfestir þetta sem undan var gengið, birtist í kjölfar atburðanna 2002 og þar er það staðfest svo ekki verður um villst að blaðið var málgagn Kvikmyndasjóðs Íslands og undir álögum Íslensku Kvikmyndasamsteypunnar.
Það sem liggur undir stein er einnig að ritstjórinn, og stundum fleiri en einn ritstjórnarmeðlimur, gengu með það í maganum að gera bíómynd með Íslensku Kvikmyndasamsteypunni. Hvernig átti ritstjórinn t.d. að fara að því að tala um gríðarlegar skuldir fyrirtækis og ganga geng erindum þess, ef hann vildi að það framleiddi svo bíómyndina hans?
En þá kemur að þeim kafla sem ég hef áður sagt frá, og mun segja frá aftur og aftur ef þarf, að úr umbeðinni grein minni um stöðuna í íslenskri kvikmyndagerð fyrir blaðið 2003, klippir ritstjórinn út þá setningu mína að hugsanlega hafi ritstjórn blaðsins verið of hagsmunatengd til að geta talist hæf til að fjalla um ýmiss mál. Þótt að þessi skoðun hafi verið sett fram í anda orðanna hugsanlega og kannski, þá gat ritstjórinn ekki þolað þessa athugasemd. Hann tók hana út. Ekki nóg með það, heldur þegar ég fer fram á að þetta verði birt í næsta blaði, þá er því ekki aðeins neitað, heldur mér tjáð að ég sé ekki ritstjórinn og ég eigi ekki að vera að skipta mér að því sem mér kemur ekki við. Það var ekki fyrr en að málið kom til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands að ég fékk samþykki um að þessi athugasemd myndi birtast í “Land & Synir”. Þótt hún hafi ekki birts enn, nú nærri tveim árum síðar. Ég hef margt skemmtilegra að gera en að fást við svona, en ritstjórinn, og ábyrðarmaðurinn, Björn Br. Björnsson kunnu sér ekki hóf. Nema að þeir viti ekki hvað þeir gjöra. En varla skrifaði ég fyrir þetta blað þegar engin fékkst til þess, til að þess eins að láta kasta skoðunum mínum út síðar þegar kumpánum þessum hentar. Þegar ég vakti loks athygli á þessum vinnubrögðum á kistan.is hausti 2003, í einni málsgrein, voru fyrstu viðbrögð ritstjórans að kallað það forvitnilegan hugarheim og þræta svo fyrir allt saman einsog sæmilegir bófar gera, en samt sem áður var innan fárra vikna komin þrefalt stærri og splunkuný ritstjórn. Kva...?
Nú, einsog þessi nýja ritstjórn er, eða varð saman sett þá verður blaðið seint sakað um hagsmunatengsl. Þetta er eitt fótboltalið og tæplega eitt blaklið. Það er jákvætt. Þetta er stæðsta ritstjórn sem ég hef heyrt um lengi, 15 eða 16 manns ef ég man rétt. Hæfilega blanda af fólki sem getur skrifað en veit ekkert um íslenska kvikmyndagerð eða hvað hefur verið að gerast þar, fólki sem veit eitthvað smáræði um íslenska kvikmyndagerð en heldur að aðrir séu betur til þess fallnir að skrifa um hana, og svo nokkrir sem vita meira en nóg um íslenska kvikmyndagerð en þora ekki að bjóða góðan daginn ef það skyldi móðga einhvern hjá Kvikmyndasjóð Íslands. Þessi ritnefnd “Lands & Sona” er einsog partí sem þú verður að fara í, þú þekkir flesta en kannski ekki nema einn til tveir sem þú veist um sem hafa vit, kjark og þekkingu og sem þú nennir að tala við. En þrátt fyrir þessa andlitslyftingu hefur blaðinu hins vegar ekki tekist að hrista af sér slenið, það virkar þó ekki lengur “of hagsmunatengt”, það virkar frekar einsog stíft afmælisboð hjá Berlusconi típu, einhverjum sem hefur komst upp með eitthvað og hefur að því tilefni farið í húðstrekkingu, andlitslyftingu og handsnyrtingu.
Hitt á mánudag....