Einar Thor

Saturday, December 18, 2004

Land & Synir

Á næsta ári verður blaðið “Land & Synir” tíu ára. Það var mikil nauðsyn að koma á einhverskonar umræðutorgi innan kvikmyndagerðar á sl áratug og ástandið var vægast sagt ekki gott í þeim efnum. Það var á þeim tími þegar menn pískruðu ef grein eftir kvikmyndagerðarmann birtist opinberlega, og ef hún var gagnrýnin eða settar voru fram skoðanir urðu menn jafnvel hneykslaðir.
Fleiri en einn og fleiri en tveir lögðu til efni oftar en einu sinni þegar “Land & Synir” hóf göngu sína, endurgjaldslaust að sjálfsögðu. Þar með talin undirritaður. En það er ekki stórkostleg ráðgáta hvernig það svo gerist með árunum að þetta blað sem og tók að kalla sig málgagn allra kvikmyndagerðarmanna, fór að þróast í þá útgáfu sem hún er í dag. Blað sem aldrei náði flugi. En “Land & Synir” eru í dag annars vegar merkileg heimild, hins vegar mikil vonbrigði.
Það var örugglega ekki takmark neinna að svona skyldi fara. Vonbrigðin liggja að hluta í því að litlum en duglegum hóp nýrra kvikmyndagerðarmanna á miðjum síðasta áratug hefur mistekist fram að þessu að ná faginu úr klóm forneskjunnar, og blaðið “Land & Synir” kristallar þá sögu að mörgu leiti. Sumir þeirra hafa því miður margir tekið upp sömu forneskjulegu viðhorfin, og blaðið undirrstrikar aðeins þá þróun.
Og í stað þess að sitja svo uppi með eingöngu gamla gengið (kynslóðirnar) og gamlar hugmyndir þeirra, sitjum við nú líka uppi með “Land & Syni”, afkvæmi þeirrar “hugmyndafræði” nýrrar kynslóðar að týna upp það sem fellur af borðum þessa gamla gengis, halla sér uppað hugmyndaleysi þeirra um hvernig þessu fagi skuli stjórnað, jappla á mylsnunum, hafa enga sjálfstæða rödd, engar eigin hugmyndir, ekkert erindi nema að fá að vera með.
Heimildargildi blaðsins liggur svo ekki síst í því, að sjá þennan kontrast á milli blaðsins og þeim veruleika sem það bjó í. Framan af mátti þó sjá áhugaverðar greinar um kvikmyndagerð sem listgrein, sem hugmyndafræðilegt tæki og sem hluta okkar sögu. Þau fag-pólitísku mál sem bar á góma voru oftast skrifuð af einstaklingum en ekki ritstjóranum eða ritnefnd. Nema þegar hinu umdeilda ári 2002 lauk, þegar t.d. Kvikmyndasjóður Íslands var lagður niður mánuðum áður en lögin um hann gengu úr gildi því stjórnendur voru ekki hæfir, en þá skrifaði ritstjórinn leiðarar sem staðfestir það sem í raun var á undan gengið.

Hvað kom fyrir?
Fljótlega eftir að útgáfa blaðsins hófst tókst þeim sem töldu sig þurfa á því að halda, að ræna blaðinu. Það var ekkert erfitt. Það voru ekki svo margir sem sóttust þá eftir að vera í ritnefnd eða gáfu sér tíma í það hvort sem var. Því miður. Ekki voru miklir aurar til eða þar til að þeir fóru að falla af borði Kvikmyndasjóðs Íslands. En inní ritnefnd komu aðilar sem tókst að hengja ritstjórann, Ásgrím Sverrisson, uppá þráð. Inná sviðið ganga nokkrir gráir fyrir járnum. Annars vegar fulltrúar Íslensku Kvikmyndasamsteypunnar, hins vegar fulltrúar Kvikmyndasjóðs Íslands.
Hvernig það gat gerst að málgagn kvikmyndagerðarmanna minntist ekki einu orði á gríðarlegar heildarskuldir fagsins í hært nær áratug og hvernig þær stóðu faginu verulega fyrir þrifum, verður að teljast plús fyrir Friðrik Þór Friðriksson. Fyrirtæki hans, “Steypan”, nokkuð þekkt fyrir hvað það var illa rekið, átti góðan meirihluta þessara skulda. Þessi mikli vandi fagsins var ekki til hjá ritstjórn “Lands & Sona”. Ekki einu sinni þegar fyrirtækið var farið á hausinn. Þá var flestum ljóst í mörg ár að eitthvað verulega mikið var að við úthlutanir og stjórnun Kvikmyndasjóð Íslands einsog kom uppá yfirborðið 2002. Þó ekki hafi verið nema vegna þess hversu mikið það dældi í illa rekið fyrirtæki. En hvernig það gat gerst að málgagn kvikmyndagerðarmanna minntist ekki á slæleg vinnubrögð Kvikmyndasjóðs Íslands fyrrverandi öll þessi ár hlýtur einnig að teljast plúss fyrir þáverandi framkvæmdastjóra sjóðsins, Þorfinn Ómarsson.
Helstu hagsmunaaðilarnir voru sem sagt búnir að hertaka blaðið. Að sjálfsögðu gat hver og einn skrifað hvað sem honum sýndist, ef hann þorði, en ekki í nafni blaðsins. Og blaðið minnist vart á þann vanda sem stafar af þeim furðulegheitum að ekkert stéttarfélag er til í íslenskri kvikmyndagerð. (Þegar á þetta er minnst á almannafæri í dag, það er ekkert stéttarfélag, þá trúa því alls ekki allir). Þetta málefni hefur eitt og sér margvísleg áhrif og mikil nauðsyn fyrir fagfólk að gera sér grein fyrir hvaða afleiðingar þetta hefur á þróun alls fagsins til frambúðar. En ritstjórinn gaf eftir fyrir sérhagsmunaðilum, og ekkert við því að segja, nema hvað að ritstjórnin fór að taka uppá því að kalla blaðið “málgagn kvikmyndagerðarmanna” og skattpeningar Kvikmyndasjóðs runnu til þess. En það er annað mál. Það var alveg ljóst að með Kvikmyndasjóð innanborðs gat þetta aldrei gengið sem blað kvikmyndagerðarmanna. Og þar byrjar fyrst að fjara undan blaðinu.

Næst á dagskrá
Sá leiðari sem ritstjórinn skrifar og sem staðfestir þetta sem undan var gengið, birtist í kjölfar atburðanna 2002 og þar er það staðfest svo ekki verður um villst að blaðið var málgagn Kvikmyndasjóðs Íslands og undir álögum Íslensku Kvikmyndasamsteypunnar.
Það sem liggur undir stein er einnig að ritstjórinn, og stundum fleiri en einn ritstjórnarmeðlimur, gengu með það í maganum að gera bíómynd með Íslensku Kvikmyndasamsteypunni. Hvernig átti ritstjórinn t.d. að fara að því að tala um gríðarlegar skuldir fyrirtækis og ganga geng erindum þess, ef hann vildi að það framleiddi svo bíómyndina hans?
En þá kemur að þeim kafla sem ég hef áður sagt frá, og mun segja frá aftur og aftur ef þarf, að úr umbeðinni grein minni um stöðuna í íslenskri kvikmyndagerð fyrir blaðið 2003, klippir ritstjórinn út þá setningu mína að hugsanlega hafi ritstjórn blaðsins verið of hagsmunatengd til að geta talist hæf til að fjalla um ýmiss mál. Þótt að þessi skoðun hafi verið sett fram í anda orðanna hugsanlega og kannski, þá gat ritstjórinn ekki þolað þessa athugasemd. Hann tók hana út. Ekki nóg með það, heldur þegar ég fer fram á að þetta verði birt í næsta blaði, þá er því ekki aðeins neitað, heldur mér tjáð að ég sé ekki ritstjórinn og ég eigi ekki að vera að skipta mér að því sem mér kemur ekki við. Það var ekki fyrr en að málið kom til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands að ég fékk samþykki um að þessi athugasemd myndi birtast í “Land & Synir”. Þótt hún hafi ekki birts enn, nú nærri tveim árum síðar. Ég hef margt skemmtilegra að gera en að fást við svona, en ritstjórinn, og ábyrðarmaðurinn, Björn Br. Björnsson kunnu sér ekki hóf. Nema að þeir viti ekki hvað þeir gjöra. En varla skrifaði ég fyrir þetta blað þegar engin fékkst til þess, til að þess eins að láta kasta skoðunum mínum út síðar þegar kumpánum þessum hentar. Þegar ég vakti loks athygli á þessum vinnubrögðum á kistan.is hausti 2003, í einni málsgrein, voru fyrstu viðbrögð ritstjórans að kallað það forvitnilegan hugarheim og þræta svo fyrir allt saman einsog sæmilegir bófar gera, en samt sem áður var innan fárra vikna komin þrefalt stærri og splunkuný ritstjórn. Kva...?
Nú, einsog þessi nýja ritstjórn er, eða varð saman sett þá verður blaðið seint sakað um hagsmunatengsl. Þetta er eitt fótboltalið og tæplega eitt blaklið. Það er jákvætt. Þetta er stæðsta ritstjórn sem ég hef heyrt um lengi, 15 eða 16 manns ef ég man rétt. Hæfilega blanda af fólki sem getur skrifað en veit ekkert um íslenska kvikmyndagerð eða hvað hefur verið að gerast þar, fólki sem veit eitthvað smáræði um íslenska kvikmyndagerð en heldur að aðrir séu betur til þess fallnir að skrifa um hana, og svo nokkrir sem vita meira en nóg um íslenska kvikmyndagerð en þora ekki að bjóða góðan daginn ef það skyldi móðga einhvern hjá Kvikmyndasjóð Íslands. Þessi ritnefnd “Lands & Sona” er einsog partí sem þú verður að fara í, þú þekkir flesta en kannski ekki nema einn til tveir sem þú veist um sem hafa vit, kjark og þekkingu og sem þú nennir að tala við. En þrátt fyrir þessa andlitslyftingu hefur blaðinu hins vegar ekki tekist að hrista af sér slenið, það virkar þó ekki lengur “of hagsmunatengt”, það virkar frekar einsog stíft afmælisboð hjá Berlusconi típu, einhverjum sem hefur komst upp með eitthvað og hefur að því tilefni farið í húðstrekkingu, andlitslyftingu og handsnyrtingu.

Hitt á mánudag....

Friday, December 17, 2004

Another award

Apart from being not so unpopular TV, award ceremonies sell papers and can compensate for other awards that have been eaten by politics, and they are even fun. A good amount of exscuses are needed to to have one. Harold Pinter was honoured at the Evening Standard Theatre Awards few days ago. Along with actress Judi Dench and the South Bank institution were each given Special Awards, honouring their contributions to the cultural life in this country and marking the Standard awards' own half-century. Alan Bennett won Best Play with This History Boys and The Charles Wintour Bursary for New Playwriting. Something happening in playwriting here.

Thursday, December 16, 2004

Sylvia Plath's “Ariel" link

The Economist, and Financial Times too and more often ... do come up with brilliant articles on the "creative industry", with history, critic and many interesting bits and pieces. Here is one from The Economist about Sylvia Plath.

http://www.economist.com/books/displayStory.cfm?story_id=3445543

Wednesday, December 15, 2004

Bad sex

Tom Wolfe, the american author of Bonfire of the Vanities, and in his seventies, received this year's Bad Sex Prize from the Literary Review. The worst descriptions of sex in literature is recognised. This makes an entertaining read.

Tuesday, December 14, 2004

State-of-the-art / tough choices part II.

Those who do not recognize the magic of a good old Icelandic fjord have a reason to travel. Fjords in Westfjord, north west Iceland, are many and vary in shape, size and character. One can find there an excellent collection of fjords which demonstrate the many sides to the tone in this part of the country, the roughness, strength, charm and all the rest of it.

One of the fjords that face Breidarfjordur from north is Vatnsfjordur (Water-fjord), famous for being the landing area of Floki the Raven, (Full name: Floki Vilgerdarsson, a Viking of course), who arrived around 865. He named the island Iceland, because there was ice on the water, not because it was particularly cold. Later gossip say that Erik the Red, father of Leif who found America and lost it again, found this so dim-witted, so silly of Floki, that he named the next door island which was 90% covered with ice, Greenland, just to underline his point how unimaginative Floki was. Floki and his spin doctors, however, managed to get the notion into history books that Floki picked the name Iceland to keep others away from it. But then there were no tourist boards and no specific strategies to attract tourists or market researches suggesting what would work.

This was at the time when real men left their native country for good if they were insulted in front of a woman.

If it was a King that insulted them, they would return within 10 years to kill him, or bed the queen, or both, otherwise it wasn’t worth it. Sometimes we have to understand people’s background before we judge them so we don’t judge them too hard. But what kind of a man would like to be insulted in front of a woman anyway.

At the bottom of Vatnsfjord, or where the fjord meets the highland, is a valley with the exquisite name Water Valley. A lake stretching close to 3 miles is located in the valley, a lake you can fish in, with a permission, and a walk about or even staying over night in a caravan is a good idea. But when you leave the fjord and enter the valley, you also leave human settlement and enter the untouched land. Vatnsfjord is quite a big fjord, including a small country side hotel, number of farms, a bridge which a ferry boat hooks with once a day during summer, an out-door swimming pool and summerhouses where you can stay in the fall to hunt goose and be a man, or a woman for that matter. Parts of the shore are scattered with geographical wonders and to go horse riding can be a day very well spend.

Water Valley is the valley where one goes to play a wild child in his dreams, like made in a computer, to find the golden ring after walking fire and fighting lions, tigers, monkeys and animated monsters. This small but adventurous kingdom on its own, where you hardly meet anyone is loaded with history without a single museum, perhaps a violent history, but one can smell peace there now, or find a place there or a spot with state-of-the-art stillness.

Monday, December 13, 2004

Grunsamlegur tölvupóstur, “Part II”, og sá nafnlausi.

Spjall ... meira “Reality blog.”

Hvers vegna laðar þetta fag, kvikmyndagerð, að sér svo margt skrítið fólk?

Hugsanlega er það augljóst, en það er kannski stúdía sem ég fer ekki útí hér. Finnst hún ekki spennandi. Frá einum íslenskum kvikmyndagerðarmanni sem er kurteis og almennilegur hef ég fengið skilaboð sem bendir til þess viðhorfs að þar sem ég hef skoðanar á reglugerð Kvikmyndamistöðvar þá tali og hugsi ég aldrei um annað. Hvað á maður að segja við svona fólk. Ekki neitt held ég. En margir ágætir kvikmyndagerðarmenn af jafnvel yngri kynslóðinni eru á þessu plani, þessi hópur manna sem verður að temja sér víðsýni ætli það sér einhverja frekari hluti.

Maður spyr, skyldi það taka margar kynslóðir að fá þetta fag á Íslandi inní heim almennrar skynsemi, eða gerist það á einni nóttu?

En, það sem ég vildi sagt hafa, ég fékk afrit þessa ágætu tölvupósta (2) …

http://einarthor.blogspot.com/2004/11/auglst-eftir-grunsamlegum-tlvupst_29.html

… um daginn sem kvikmyndaráðgjafar töldu vera þess eðlis að þeir gætu framvegis vísað frá að fjalla um umsóknir Passport Kvikmynda. Eða vegna orða sem ég átti að hafa látið í þeim falla, en með þeim fylgdu hins vegar skilaboð að þessu sinni að það væri nú eiginlega ekki vegna þessa tölvupósts (sem er orðinn meir en árs gamall) heldur vegna tillitsemis ráðgjafanna að betra væri að einhver óvilhallur færi yfir umsóknir fyrirtækisins. Ótrúlegt grín.

Staðreyndin er að málflutningur sem kom frá þessum starfsmönnum hins opinbera var óskiljanlegur og vinnubrögð þeirra ekki í samræmi við starfskyldur þeirra. Og í stað þess að gera grein fyrir máli sínu var betra að láta sig hverfa.

En við hvað eru menn hræddir?

Mér datt ekki í hug að þessir tilteknu póstar væru það sem um var rætt, eða mér datt eiginlega ekkert í hug. Fyrri pósturinn er síðan ljóst var að Kvikmyndamiðstöð Íslands hafði brotið reglugerð og var og er gagn í máli sem ég get ekki birt fyrr en því er lokið, nema að ég fái einhverskonar leyfi til þess, sem er vel hugsanlegt. En verða kannski vonbrigði fyrir hvað hann er saklaus. Fleiri en einn embættismaður hefur handfjatlað þennan póst vegna rannsóknar málsins, og var hann t.d. hluti af kæru Passport Kvikmynda á sl. ári og sem við unnum. Dellan í þessu kvikmyndaráðgjöfum er með ólíkindum.

Og ég hafði fyrir margt löngu spurt annan ráðgjafa hvort ég mætti birta eina tiltekna umsögn á netinu og er tengd seinni póstinum. Svarið var neitandi, svo hún birtist ekki hér í bili, af sömu ástæðum, en það var eftir að það sem kallað er ólöglegur stjórnsýslugjörningur átti sér stað sl haust. Þessi póstar birtast hér síðar … en þetta er nú meira liðið … hvernig á nokkrum manni að detta í hug að svo óhæft fólk, einsog kom í ljós með fyrrum framkvæmdastjóra þessarar stofnunar, skuli ráðið í svona störf … aftur.

Hins vegar er hann ókominn þessi póstur sem slúðurkóng…. nei fyrirgefið, ritstjóri logs.is meina ég, kvartaði undan og var “frá mér” …hvers vegna menn yfirleitt taka upp á því að haga sér furðulega er önnur saga, ég er ekki sálfræðingur.

Við hvað eru menn hræddir?


Nafnlausu sendingarnar
Þetta minnir allt á tölvupósta sem sendur var undir dulnefni vorið 2003 vegna kaups RUV á “Opinberun Hannesar” og fleiri mála, og var töluverð gagnrýni sem rithöfundurinn taldi vera það mikla að hann gæti ekki átt möguleika á að eiga innangengt í kerfinu eftir það. Með nokkrum orðabreytingum hefðu þessi skilaboð getað orðið ágæt grein í blaði, en kjark rithöfundarins (…anna) brast.

Það kom ekki á óvart að einhverjir reyndu að eigna mér þennan nafnlausa póst, og þó, ég var og er gott sem sá eini sem læt í ljós skoðanir mínar undir nafni og hvers vegna átti ég að breyta til. Þá er ég líklega sá eini sem hafði óviðjafnanlega fjarvistarsönnun frá því að geta sent tölvupóstinn, sem satt að segja er með nokkrum ólíkindum, því um sama leiti og þessi nafnlausu póstar voru sendir út var ég staddur á Galtavita þar sem ekkert síma ...og þ.a.l. ekkert netsamband, er að hafa … landnema stemming og heitt kaffi á könnunni.

En aftur að póstinum nafnlausa vorið 2003. Hann kom af stað ágætri fjölmiðlaumræðu sem þó gufaði upp fljótlega. Kvikmyndagerðarmenn reyndu mikið að átta sig á hver skrifaði þennan tölvupóst, en vegna stíls voru þessir tveir póstar greinilega ekki eftir sama mann.

Seinni pósturinn bar greinileg merki eins manns í faginu sem skrifar öðru hverju undir nafni, (Ásgrímur Sverrisson). Sá fyrri var líka nokkuð ljós og ekki komu margir til greina. En þegar litið er á stílbrögð, orðaval og stafsetningu þessara tveggja tölvubréfa koma í ljós það mörg einkenni að afar fáir höfundar koma til greina.

Sunday, December 12, 2004

Liberal what ...?

The Tory party in UK may have missed something when Michael Portillo wasnt given the control room, to take control as the leader and allowed, say, 5 years to change the party. Not that I mind thou it may matter when they get into power, one day, but Portillo is the sort of politician that needs time to develop his ideas into practical reality before they become excepted, and he needs a flexable attitude from his fellow members of the party. A party which is now possible the most hopeless major political party in Europe.
If immigration becomes a bigger issue here, which is no matter if we like it or not always linked to racial issues and policy making about the multi cultural society, it can turn confrontational. It will always be of concern while the world order is like it is. Portillo is a liberal Tory, possible one of the very best politician they have today, of a lot that dreams of getting right wing values back into place, into power, and possible a very tough boarderline policy.