Einar Thor

Monday, November 29, 2004

Auglýst eftir grunsamlegum tölvupóst


Um daginn fékk ég sendingu frá KMÍ um að kvikmyndaráðgjafar hafi gefið það frá sér að fjalla um Passport umsóknir. Ástæðan voru orð sem ég lét falla um kvikmyndaráðgjafa í tölvubréfi ... eða bréfum ... til KMÍ “og annara” einsog segir í skilaboðum KMÍ.

(Þegar ég var á sjó þurftum við að fara á dekk í öllum veðrum af því þetta var vinnan okkar.)

En ég spurði, “hvaða tölvubréf var það”? ... og ég hef ekki fengið svar við því eða fengið að sjá það. Þetta er óneitanlega örlítið “Ásalegt” (það er ritstjórinn á logs.is), að kvarta undan tölvupóst og þess vegna geti hann ekki birt athugasemdir frá mér. Kannski er þetta tíska, haust tískan. En það er meira hvað hann hefur verið sjokkerandi þessi póstur, virðist hafa djúp sálræn árhrif. Ef ég fæ að sjá hann birti ég hann samt hér, en ég hlýt að hafa leyfi til þess ef hann er til og er eftir mig.

Ef ástæða er til verður aldurstakmark.

Hitt er annað mál að eftir úrskurð menntamálaráðuneytisins frá því í vor þá eru forstöðumaður og kvikmyndaráðgjafar vanhæfir til að fjalla um umsóknir Passport Kvikmynda.

Vissulega óvenjuleg staða, kannski spurning um heimsmetabók Guinness. En hér með er auglýst eftir þessum tölvupóst og vonandi að það fari að bera árangur.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home