Einar Thor

Friday, November 26, 2004

Eddan

Hefst hreppapólitíkin þar sem fagmennskan endar? Ég held að það megi fullyrða að það er í fyrsta sinn í ár sem óánægja með tilnefningar til Edduverðlauna dúkka-upp á yfirborðið. Kannski þarf svona alltaf tíma til að gerjast, en hátíðin þyrfti að ná í tiltrú, meiri virðingu og meiri klamúr. En þótt hún sé ekkert sérstaklega frumleg þá er hún klassísk afþreying og skemmtileg. Krítíkin snýst ekki um viðburðinn sjálfann, umgjörðina o.þ.h. Heiðursverðlaun t.d. fá þeir líka sem sannanlega eiga það inni og það gefur Eddunni vinalega áru svo leiðinlegt er draga fram þetta sem er taktlaust. Hin gagnrýna spurning er, “hvers vegna gat Eddan ekki verið í friði fyrir hreppapólitíkinni?”
Þau mistök sem gerð eru er að fjöldi fagfólks úr faginu sjálfu, í ár aðeins 21 persóna, fjallar um og “forvelur” verkefni fólks sem það sjálft er í samkeppni við. Í þessum hóp í ár voru m.a. Guðný Halldórsdóttir og Halldór Þorgeirs frá Umba Film, Ágúst Guðmundsson frá ÍsFilm, en hver af þessum ætli hafi mælt með mynd eftir t.d. Friðrik Þór? Ég efast um að það hafi gerst.Hjá þessu er hægt að komast með því að blanda og stækka þennan valhóp, og af þeim þúsundum aðferða sem beittar eru um allan heim við forval fyrir keppnir sem þessa, velur stjórn Eddunar þá umdeildustu, og tvímælalaust þá slökustu. Umfjöllun í Lesbók Morgunblaðsins helgarnar á undan og á heimasíðu “dec.is” hópsins bendir t.d. til að ýmsir sem standa utan þessa fags geta fjallað um kvikmyndir frá faglegum, akademískum eða listrænum sjónarhóli. En ég þori að fullyrða að fjöldi einstaklinga innan þessa hóps sem tilefnir til Eddunnar, a.m.k. nú í ár, hefur hvorki þekkingu á hvað faglegt hlutlaust mat er, hvernig það fer fram, eða til hvers það er. Stjórn Eddunnar segir ekki margt, en einhvern vegin endurspeglar undirbúningur hennar þau vinnubrögð sem tíðkast innan hins opinbera geira í þessu fagi, og t.d. er stjórn Eddunnar útgefandi “Lands og Sona” og logs.is sem þekkir ekki muninn á ritstjórn og ritskoðun. Stjórnarmeðlimir í stjórn Eddunar eru kannski saklausir, svo best ég veit, en góðar stjórnir svara gagnrýni af sannfæringu og eyða óánægju með faglegum vinnubrögðum. Þær halda friðinn ekki síst til að fá sem flesta í veislurnar áður en þær byrja. Það sem gerir þetta allt saman kjánalegt “de lux”, er að sá sem kvartaði mest var Friðrik Þór, og hann var í stjórn Eddunar, og stjórn Eddunar sem er með “de lux” einkunn i kjánaskap, er saman sett af einmitt því fólki sem seint verður þekkt fyrir að halda að einhver annar hafi rétt fyrir sér en það sjálft.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home