Bréf frá Samkeppnisstofnun

Eftir að hafa rennt yfir bréfið svona til að heyra hljóðið í mönnum, liðu nokkrir dagar áður en ég gaf mér tíma í að skoða svarið nánar, en það er kannski sérstakt því aldrei hafa þeir eða þau sem tekið hafa ákvörðun innan Kvikmyndasjóðs þurft að gera grein fyrir henni. Auk þess hefur sjóðurinn aldrei fengið kæru frá Samkeppnisstofnun. Textinn, orðaval og stíll benda líka til ákveðins viðhorfs til málsins, viðhorf til kæranda sem og hvort kvikmyndagerð eigi heima innan laga samkeppninnar. Því miður virtist þetta blandast saman í svarinu, það er viðhorf til kæranda og viðhorf til málefnisins. En með það í huga að hugsanlega er forstöðumaður (og ráðgjafar ef þeim er kunnugt um stöðu málsins), að reyna að bjarga ferli sínum eða andlitinu, þá er kannski eðlilegt að reynt sé að draga úr trúverðugleika þess sem kærir. Sérstaklega ef menn hafa ekkert að segja. Nú hefur kærandi andmælarétt til 1. des.
Ég rek ekki svarið hér í smáatriðum, það væri ekki rétt að gera það, að sinni, ég hins vegar get sagt að það forvitnilegasta er að sannfæring lögmanns KMÍ, talsmanni forstöðumanns, um að þetta sé allt saman vitleysa hjá Samkeppnisstofnun að taka málið upp, er engu minni sannfæring en þegar andmæli KMÍ komu vegna stjórnsýslukærunni í menntamálaráðuneyti sl. haust. Það mál fór ekki vel fyrir KMÍ, og þessi dómgreindarbresturinn er í sjálfu sér forvitnileg stúdía. Einsog að standa með sleikjóinn í hendinni fyrir aftan bak og þræta fyrir að vera með hann. En hvers vegna að reyna að komast upp með þetta allt?
Svar KMÍ minnti mig á texta Megasar um “formsatriðum var ekki fullnægt” taktíkina en svarið gékk einnig útá að benda á tæknigalla.
Það er mörgum ljóst að þótt að stjórnendur KMÍ sé líklega betri en þeir sem voru fyrir þá eru KMÍ komið í vond mál, en um leið góður hluti af faginu líka. Ekki vegna þessa máls heldur hvernig KMÍ meðhöndlar og leysir umdeild mál, hvernig þau svo sem fara. Það er spurning hvort að nokkur segi orð héðan í frá, umsóknir þeirra yrðu kannski ekki lesnar. Flestir kvikmyndagerðarmenn eru þó frekar ánægðir með að það sé verið að vinna og breyta þessu eitthvað, en hvers vegna þessi stofnun er komin í stríð útaf heilbrigðri skynsemi bendir til að hún muni deyja ráðþrota í núverandi mynd.
Og hugsanlega geta kvikmyndaráðgjafar ekki áttað sig á að þeir starfa í pólitísku umhverfi og hjá pólitískri stofnun og þar gilda önnur lögmál en í listum, svo ekki sé minnst á viðskipti.
Allavega, þetta er framhaldssaga.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home