Að sitja uppi með gamla traktora

En þegar nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins um gerð reglugerðar fyrir Kvikmyndamiðstöð Íslands tók til starfa á árinu 2002, var þar samt að finna Ara Kristinsson. Í upphafi nýrrar Kvikmyndamiðstöðvar Íslands var skipað Kvikmyndaráð, og þar voru þeir mættir, Friðrik Þór og Ari Kristinsson. Kvikmyndaráð á að vera ráðgefandi og leggja fyrir menntamálaráðherra tillögur hvað varða málefni fagsins og mæla með forstöðumanni. Og innan við sex mánuðum eftir að ný reglugerð tók gildi fékk deyjandi fyrirtæki Friðriks Þórs milljón dollara vilyrði úr Kvikmyndsjóð, og Ari Kristinsson úthlutaðar og greiddar 3 milljónir í einhverskonar undirbúningsstyrk. Hvorutveggja frá forstöðumanninum sem þeir mæltu með. Á þessa stutta tímabili frá sumri 2002 fekk hinn armurinn af þessari gömlu kynslóð, það er Kvikmyndafélagið Umbi 35 milljónir til að gera mynd sem vægast sagt orkar tvímælis að hafi átt að framleiða, og Hrafn Gunnlaugsson 22 milljónir til að búa til digital mynd fyrir sjónvarp. Ef guð lofar fer ný kynslóð kvikmyndagerðarmanna ekki að lofa eða þakka fyrir það sem við sitjum uppi með. En kvikmyndaráð, sem á að vera ráðgefandi, hefur varla hists frá því ákvörðun um ráðningu forstöðumanns var tekin þrátt fyrir að reglugerð hafi verið endurskoðuð, svo ekki sé meira sagt.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home