Einar Thor

Monday, December 13, 2004

Grunsamlegur tölvupóstur, “Part II”, og sá nafnlausi.

Spjall ... meira “Reality blog.”

Hvers vegna laðar þetta fag, kvikmyndagerð, að sér svo margt skrítið fólk?

Hugsanlega er það augljóst, en það er kannski stúdía sem ég fer ekki útí hér. Finnst hún ekki spennandi. Frá einum íslenskum kvikmyndagerðarmanni sem er kurteis og almennilegur hef ég fengið skilaboð sem bendir til þess viðhorfs að þar sem ég hef skoðanar á reglugerð Kvikmyndamistöðvar þá tali og hugsi ég aldrei um annað. Hvað á maður að segja við svona fólk. Ekki neitt held ég. En margir ágætir kvikmyndagerðarmenn af jafnvel yngri kynslóðinni eru á þessu plani, þessi hópur manna sem verður að temja sér víðsýni ætli það sér einhverja frekari hluti.

Maður spyr, skyldi það taka margar kynslóðir að fá þetta fag á Íslandi inní heim almennrar skynsemi, eða gerist það á einni nóttu?

En, það sem ég vildi sagt hafa, ég fékk afrit þessa ágætu tölvupósta (2) …

http://einarthor.blogspot.com/2004/11/auglst-eftir-grunsamlegum-tlvupst_29.html

… um daginn sem kvikmyndaráðgjafar töldu vera þess eðlis að þeir gætu framvegis vísað frá að fjalla um umsóknir Passport Kvikmynda. Eða vegna orða sem ég átti að hafa látið í þeim falla, en með þeim fylgdu hins vegar skilaboð að þessu sinni að það væri nú eiginlega ekki vegna þessa tölvupósts (sem er orðinn meir en árs gamall) heldur vegna tillitsemis ráðgjafanna að betra væri að einhver óvilhallur færi yfir umsóknir fyrirtækisins. Ótrúlegt grín.

Staðreyndin er að málflutningur sem kom frá þessum starfsmönnum hins opinbera var óskiljanlegur og vinnubrögð þeirra ekki í samræmi við starfskyldur þeirra. Og í stað þess að gera grein fyrir máli sínu var betra að láta sig hverfa.

En við hvað eru menn hræddir?

Mér datt ekki í hug að þessir tilteknu póstar væru það sem um var rætt, eða mér datt eiginlega ekkert í hug. Fyrri pósturinn er síðan ljóst var að Kvikmyndamiðstöð Íslands hafði brotið reglugerð og var og er gagn í máli sem ég get ekki birt fyrr en því er lokið, nema að ég fái einhverskonar leyfi til þess, sem er vel hugsanlegt. En verða kannski vonbrigði fyrir hvað hann er saklaus. Fleiri en einn embættismaður hefur handfjatlað þennan póst vegna rannsóknar málsins, og var hann t.d. hluti af kæru Passport Kvikmynda á sl. ári og sem við unnum. Dellan í þessu kvikmyndaráðgjöfum er með ólíkindum.

Og ég hafði fyrir margt löngu spurt annan ráðgjafa hvort ég mætti birta eina tiltekna umsögn á netinu og er tengd seinni póstinum. Svarið var neitandi, svo hún birtist ekki hér í bili, af sömu ástæðum, en það var eftir að það sem kallað er ólöglegur stjórnsýslugjörningur átti sér stað sl haust. Þessi póstar birtast hér síðar … en þetta er nú meira liðið … hvernig á nokkrum manni að detta í hug að svo óhæft fólk, einsog kom í ljós með fyrrum framkvæmdastjóra þessarar stofnunar, skuli ráðið í svona störf … aftur.

Hins vegar er hann ókominn þessi póstur sem slúðurkóng…. nei fyrirgefið, ritstjóri logs.is meina ég, kvartaði undan og var “frá mér” …hvers vegna menn yfirleitt taka upp á því að haga sér furðulega er önnur saga, ég er ekki sálfræðingur.

Við hvað eru menn hræddir?


Nafnlausu sendingarnar
Þetta minnir allt á tölvupósta sem sendur var undir dulnefni vorið 2003 vegna kaups RUV á “Opinberun Hannesar” og fleiri mála, og var töluverð gagnrýni sem rithöfundurinn taldi vera það mikla að hann gæti ekki átt möguleika á að eiga innangengt í kerfinu eftir það. Með nokkrum orðabreytingum hefðu þessi skilaboð getað orðið ágæt grein í blaði, en kjark rithöfundarins (…anna) brast.

Það kom ekki á óvart að einhverjir reyndu að eigna mér þennan nafnlausa póst, og þó, ég var og er gott sem sá eini sem læt í ljós skoðanir mínar undir nafni og hvers vegna átti ég að breyta til. Þá er ég líklega sá eini sem hafði óviðjafnanlega fjarvistarsönnun frá því að geta sent tölvupóstinn, sem satt að segja er með nokkrum ólíkindum, því um sama leiti og þessi nafnlausu póstar voru sendir út var ég staddur á Galtavita þar sem ekkert síma ...og þ.a.l. ekkert netsamband, er að hafa … landnema stemming og heitt kaffi á könnunni.

En aftur að póstinum nafnlausa vorið 2003. Hann kom af stað ágætri fjölmiðlaumræðu sem þó gufaði upp fljótlega. Kvikmyndagerðarmenn reyndu mikið að átta sig á hver skrifaði þennan tölvupóst, en vegna stíls voru þessir tveir póstar greinilega ekki eftir sama mann.

Seinni pósturinn bar greinileg merki eins manns í faginu sem skrifar öðru hverju undir nafni, (Ásgrímur Sverrisson). Sá fyrri var líka nokkuð ljós og ekki komu margir til greina. En þegar litið er á stílbrögð, orðaval og stafsetningu þessara tveggja tölvubréfa koma í ljós það mörg einkenni að afar fáir höfundar koma til greina.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home