Klikkaður dagur
Eftir einn Fimmtudagskvöldrúnt um íslenskar vefsíður er sú tilfinning enn meir til staðar að íslenskt samfélag er að þróast hraðar í þá átt að verða kaupsýslusamfélag frekar en nokkuð annað. Einstaklingar, eða “talsmenn”, flokka, fyrirtækja og stofnana tala meir og meir nánast gagrýnislaust um lögmál markaðarins einsog það séu einfaldur sannleikur. Kostir lögmálsins eru almennt meðteknir en ef ekki er til svo sem ein teskeið af gagnrýnni hugsun er hætta á því að “sannleikurinn” verði of leiðinlegur.
Í stað hægri og vinstri virðist vera að þróast tveggja flokka samfélag óháð stjórnmálaflokkum, þar sem annars vegar er stefnt að öflugu kaupsýslusamfélagi, hins vegar að þekkingarsamfélagi þar sem eðli málsins samkvæmt kaupsýsla er hluti samfélagsins. Það er alveg örugglega hægt að nota orði “skemmtilegt” í þessu samhengi, því margir óttast að hreinræktað kaupsýslusamfélag verði leiðinlegt og eru farnir að tala um að það vanti meira “klikk” í t.d. listina og menninguna á Íslandi. Þessi ólíku viðhorf má sjá í umræðunni um Íslensku Bókmenntaverðlaunin.
“Þekkingarsamfélag” er vitaskuld dálítið sjálfumglatt orð, og kannski útópískt, en tilhugsunin er frábær um að á grunni öflugra íslenskra viðskipta og kaupsýslu um allan heim geti risið samfélag sem hefur þekkingaröflun að leiðarljósi og öflugar rannsóknir á öllum þáttum þjóðlífsins og menntun er stundað um allt land. Hugsanlega gæti umræða um menntun barna og samanburður á íslenska og finnska menntakerfinu ýtt við þeirri þróun að kaupsýsluþenkjandi íslendingar sjái meira verðmæti í lista og menningarstarfsemi og hvers vegna það er svo mikilvægur hluti heilbrigðs samfélags, svo ekki sé talað um hluti skemmtilegs samfélags.
Þetta “klikk”, sem líklega kemst í meir eftirspurn eftir því sem samfélagið þróast meir í kaupsýsluþjóð, er með öðrum orðum kallað sköpun. Þessi sköpun framleiðir andrúmsloft sem getur haft góð áhrif á alla umræðu, hvort sem hún snýst um gildi fjárfestinga, eða bara hvort hreindýrin fyrir austan eigi að flytja á Vestfirðina (sbr. “Samfélagið í Nærmynd”, Rás 1 sl. viku). Það verður samt að gera greinarmun á klikki og dellu, eða klikki og bulli, og það verður vitaskuld verkefni þekkingarsamfélagsins að gera greinarmun á því og fá fagfólk til að meta það, kannski eftir settum reglum sem markaðurinn viðurkennir.
Og viðbrögð Páls Valsson í morgun við grein í Fréttablaðinu í gær um bókmenntaverðlaunin bendir til að viðhorf þeirra sem vilja þekkingarsamfélag þar sem “klikk” er leyfilegt eigi á brattann að sækja. Bókmenntafólk má þó þakka fyrir að þessi umræða um t.d. fyrirkomulag tilnefninga fer fram ef miða ætti við Edduhátíðina. Kannski er Pál Valsson með kvikmyndagerðargen í sér, en í því fagi eru “önnur sjónarmið” yfirleitt fleipur og vitleysa.
Það er hugsanlegt að það borgi sig að koma fyrst á einum föstum og viðurkenndum klikkuðum degi á ári, sbr. Bolludagur, Sprengidagur o.s.frv. Þannig yrði gefið frí í öllum skólum og flestum vinnustöðum, dagskrá ljósvakamiðla yrði klikkuð, og sjónarmið sem eru klikkuð, fleipur og annað slíkt, yrði tekið sem einföldum sannleik og látið sem ekkert sé. Kannski má smella þessum degi á 1. apríl, þá eru líka sumir íslendingar að verða klikkaðir á vetrinum og ætti því dagurinn að heppnast alveg prýðilega.
Í stað hægri og vinstri virðist vera að þróast tveggja flokka samfélag óháð stjórnmálaflokkum, þar sem annars vegar er stefnt að öflugu kaupsýslusamfélagi, hins vegar að þekkingarsamfélagi þar sem eðli málsins samkvæmt kaupsýsla er hluti samfélagsins. Það er alveg örugglega hægt að nota orði “skemmtilegt” í þessu samhengi, því margir óttast að hreinræktað kaupsýslusamfélag verði leiðinlegt og eru farnir að tala um að það vanti meira “klikk” í t.d. listina og menninguna á Íslandi. Þessi ólíku viðhorf má sjá í umræðunni um Íslensku Bókmenntaverðlaunin.
“Þekkingarsamfélag” er vitaskuld dálítið sjálfumglatt orð, og kannski útópískt, en tilhugsunin er frábær um að á grunni öflugra íslenskra viðskipta og kaupsýslu um allan heim geti risið samfélag sem hefur þekkingaröflun að leiðarljósi og öflugar rannsóknir á öllum þáttum þjóðlífsins og menntun er stundað um allt land. Hugsanlega gæti umræða um menntun barna og samanburður á íslenska og finnska menntakerfinu ýtt við þeirri þróun að kaupsýsluþenkjandi íslendingar sjái meira verðmæti í lista og menningarstarfsemi og hvers vegna það er svo mikilvægur hluti heilbrigðs samfélags, svo ekki sé talað um hluti skemmtilegs samfélags.
Þetta “klikk”, sem líklega kemst í meir eftirspurn eftir því sem samfélagið þróast meir í kaupsýsluþjóð, er með öðrum orðum kallað sköpun. Þessi sköpun framleiðir andrúmsloft sem getur haft góð áhrif á alla umræðu, hvort sem hún snýst um gildi fjárfestinga, eða bara hvort hreindýrin fyrir austan eigi að flytja á Vestfirðina (sbr. “Samfélagið í Nærmynd”, Rás 1 sl. viku). Það verður samt að gera greinarmun á klikki og dellu, eða klikki og bulli, og það verður vitaskuld verkefni þekkingarsamfélagsins að gera greinarmun á því og fá fagfólk til að meta það, kannski eftir settum reglum sem markaðurinn viðurkennir.
Og viðbrögð Páls Valsson í morgun við grein í Fréttablaðinu í gær um bókmenntaverðlaunin bendir til að viðhorf þeirra sem vilja þekkingarsamfélag þar sem “klikk” er leyfilegt eigi á brattann að sækja. Bókmenntafólk má þó þakka fyrir að þessi umræða um t.d. fyrirkomulag tilnefninga fer fram ef miða ætti við Edduhátíðina. Kannski er Pál Valsson með kvikmyndagerðargen í sér, en í því fagi eru “önnur sjónarmið” yfirleitt fleipur og vitleysa.
Það er hugsanlegt að það borgi sig að koma fyrst á einum föstum og viðurkenndum klikkuðum degi á ári, sbr. Bolludagur, Sprengidagur o.s.frv. Þannig yrði gefið frí í öllum skólum og flestum vinnustöðum, dagskrá ljósvakamiðla yrði klikkuð, og sjónarmið sem eru klikkuð, fleipur og annað slíkt, yrði tekið sem einföldum sannleik og látið sem ekkert sé. Kannski má smella þessum degi á 1. apríl, þá eru líka sumir íslendingar að verða klikkaðir á vetrinum og ætti því dagurinn að heppnast alveg prýðilega.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home