Einar Thor

Sunday, December 05, 2004

Fundurinn sem týndist

Dúkkaði nú upp ágætt innlegg vegna samráðsfundarins 1. des. sl. ... hann var þá meir en aðeins gott tækifæri til að taka mynd.

http://www.logs.is/Forsida/Frettir/Nanar/view.aspx?.&NewsID=320

... og ég var að kvarta yfir að ekkert heyrðist um. Þetta stefndi í að þarna væri komið annað “Fundurinn sem týndist” ævintýri.

Það er heilmikil skynsemi í þeim tillögum sem þarna koma fram og gott til að þess að vita að hana sé enn að finna ámeðal framleiðenda á Íslandi, en enn skortir á að grundvallar forsendur séu fyrir hendi til að þetta geti gengið upp.

Það er t.d. að laða að þá sem geta skrifað fyrir kvikmyndir og þá sem geta hugsanlega sýnt tilburði í leikstjórn. Til þess þarf t.d. löggildingu starfsheitis kvikmyndagerðarfólks og stéttarfélag sem stendur vörð um hagsmunu þess, annars fer þetta fólk annað. Það eru enn til framleiðendur á Íslandi sem ætlast til þess að fá góð handrit fyrir lítið að því það er sjálfsagt að rithöfundar gefi vinnu sína. Og Kvikmyndamiðstöð Íslands verður að sýna fram á fagmennsku og að þar sé forstöðumaður og kvikmyndaráðgjafar sem kunni til verka, þessi miðstöð þarf ekki endilega að breytast í æfingarstöð hvert sinn sem nýtt starfsfólk kemur til starfa, en hvers vegna ætti fólk að vilja koma inní þetta fag þegar grundvallaratriði eru ekki í lagi?

Einsog komið er er ekki ólíklegt að KMÍ muni setja sitt púður í að kom sér fyrst og fremst úr þeirri klípu sem það er búið að koma sér í, og ef eitthvað fer að örla á stefnu hjá KMÍ þá helst að hún sé til að réttlæta það sem þegar hefur verið gert, hversu vitlaust sem það er. Þá er ekki heldur ólíklegt að ferill forstöðumanns og kvikmyndaráðgjafa muni fyrst og fremst einkennast af málaferlum og “reddingum”.

Ef eitthvað á að gerast í þessum málum verður að fá til þess hæft fólk en Kvikmyndagerðarmenn virðast ekkert hafa lært af reynslu “Þorfinnsmálsins”. Hversu margir embættismenn og fjölmiðlar ætli hafi lagt þrýsting á KMÍ að taki upp einhverja stefnu … ég held að þeir séu fleiri en kvikmyndagerðarmenn.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home