Einar Thor

Friday, December 03, 2004

Íslenskir fjölmiðlar, her og fluga í höfuðið

Ég var að horfa og hlusta á “Ísland í dag” á Stöð 2, og “Víðsjá” á Rás 1 í gær á netinu, (þetta er farið að gerast meir og meir á Fimmtudagskvöldum að ég tek púlsinn á íslenskum fréttum sem ég held sé dulin arfleið af því að ekkert sjónvarp var á Fimmtudagskvöldum í den og þá var farið í bíó) en í báðum þessum þáttum var talað um íslenska friðargæsluliða, á Stöð 2 vegna myndar sem var verið að frumsýna og á Rás 1 var viðtal við einn íslenskan starfsmann (blaðamann “in real life”) sem var í Afganistan um tíma. Veit ekki hve lengi.

En það er ekki stríð lengur í landinu, einhverjar uppákomur, svo það er hugsanlega ekki hættulegri að vera þarna en að keyra meðal íslenskan fjallveg um vetur. Þeir sem eru í hernum eru líka öruggari en aðrir nema ef þeir eru í þannig sveit og í þannig stöðu á þannig tíma sem eykur áhættuna. Svo ekki var verið að ræða það né var það “í loftinu”.

Og í raun skiptir ekki máli hvað verið var að tala um nákvæmlega, nema hvað að þessir þáttastjórnendur sem eru allir yfir vel meðallagi góðir blaðamenn og viðmælendur lika, þekkja kannski ekki (mikið) stríð af eigin raun. En hugsanlega var á mörkunum, sérstaklega í “Ísland í dag”, þessi tónn íslendingsins sem hleypur útá götu til að horfa á flugvélarnar þegar loftárás er að hefjast, í staðinn fyrir að fara í loftvarnarbyrgi.

Vonandi á þessi umræða á Íslandi um stríð ekki eftir að reynast neinum aðfluttum Íslendingum erfið, eða þeim sem hafa kynnst stríði.

Svo hélt ég ferðinni áfram um íslenskra fréttir og vefsíður og hef allt of miklar skoðanir á því, en það sem var einna broslegt var “Í vikulokin” þegar Gísli Marteinn var að gagnrýna borgarpólitíkusa í R-listanum og var búinn að segja þrisvar “en þetta er ekkert persónulegt”, þegar ég hætti að hlusta.

Hvar fá menn þá flugu í höfuðið að ólíkar pólitískar skoðanir segi eitthvað um mat manna á persónu? ”Who cares “. Þurfa ekki “wannabes” einsog hann að fara í sveit, ganga á norður pólinn eða gera eitthvað sem hristir uppí þeim.

Spennandi fjölmiðlaefni að hlusta á menn afsaka sig fyrir eitthvað sem ekki skiptir máli.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home