Einar Thor

Thursday, December 02, 2004

Réttlæting ríkissframlaga til lista og menningarmála

Það er áhugavert að skoða hvert er raunverulegt framlag ríkissins til lista og menningarmála.

Þessi framlög í ríkissfjármálum eru í Evrópu venjulega öll flokkuð með framlögum til mennta-, heilbrigðis- og félagsmála, her- og öryggismála o.þ.h. En hvernig réttlæta eða mæla eigi þessi framlög hefur verið reynt og um það deilt. Hollendingar hafa t.d. reynt þetta og gáfu út mikla skýrslu um verðmætasköpun menningar fyrir um 6 árum sem eðlilega varð mikið umræðuefni í landinu. En þetta mætti flokka í tvær típur af spurningum, það er spurningar um huglægt gildismat annars vegar og hagfræði hins vegar.

Framlög sem skila sér beint inní hagkerfið eru framlög sem eru atvinnuskapandi, hafa auglýsingargildi eða margfeldisáhrif og geta aukið tekjur ríkissjóðs t.d. með sköttum. Þannig geta tekjur eins ráðuneytis, það er fjármálaráðuneytis, aukist við aukna veltu stofnanna sem tilheyra menntamálaráðuneyti. Í hug íslenskra listamanna kemur virðisaukaskattur, en þetta allt er hægt að mæla og reikna út.

Blandan af þessu báðu, þessu huglæga og þessu hagfræðilega er að finna t.d. í menntakerfinu, listir eru hluti af því og líka af hinu félagslega velferðarkerfi og byrjuðu Skandinavar og Hollendingar snemma að nýta listir kerfisbundið við kennslu. Þannig geta framlög til menningarmála í raun verið til að rífa upp jaðarsamfélag þar sem er t.d. atvinnuleysi, kynþáttahatur og önnur félagsleg vandamál. Þá eru listasöfn virkur hluti menntakerfis og laða að ferðamenn. En af þeim framlögum ríkissins til lista og sem við köllum “landkynningu” þá er óhætt að segja að listamenn eru ráðnir í vinnu til að styrkja viðskipti ferðaskrifstofa, verslana, hótela o.s.frv, og óbeint þannig að auka skattatekjur ríkissins. Þetta er vart styrkur til listamanna, þeir eru að vinna vinnuna sína. Frekar er þetta styrkur til ferðaiðnaðarins og má segja að ríkið fái oft eitthvað fyrir sinn snúð því um leið eru listamenn að sýna karakter þjóðarinnar útávið og liðka fyrir samskiptum.

Ef við tökum framlög ríkja til lista og skoðum þau í öllu þessu samhengi þá getum við fært fyrir því rök að þau eru lítil og mætti auka, því þetta er kostnaður við félags, menntunar og utanríkissmál og hitt skilar sér aftur í sköttum og virðisauka. Allavega, það er ástæðulaust að setja þau neðarlega á forgangslista og þegar öllu er á botninn hvolft er það ekki mjög stór hluti af framlagi ríkissins til þessa málflokks sem erfitt er að réttlæta, eða það sem tilheyrir hreinu huglægu mati á list. Ef við göngum lengra og reynum að verðleggja áhrif hinar skapandi orku og andrúmslofts við kennslu og í atvinnulífi, þá er óhætt að segja að hún hafi jákvæð áhrif á nýsköpun og fæðingu hugmynda og sé nokkurs virði. En hreinir og beinir listastyrkir eru oft veittir af sanngirnis og virðingarsjónarmiðum, þar undir falla hugsanlega heiðurslaun listamanna sem veitt eru af alþingi og þau sjónarmið endurspegla gildismati þjóðar gagnvart listum. Viðhorf Íslendinga til lista er yfirleitt mjög jákvætt, sem er þó allt annað en ólíkar skoðanir um hvernig (úthlutunar)reglurnar eiga að vera.

En reglur þar sem huglægt gildismat einnar nefndar gildir, geta strangt tekið verið eins og þar sem markaðurinn ræður, nema að í stað markaðar kemur nefnd.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home