Nýr forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar verði kosinn
Innan við 6 mánuðum eftir að ný reglugerð um stofnunina tók gildi tókst stjórnendum hennar að brjóta reglugerð og jafnræðisreglu stjórnsýslulaga, svíkja fyrirheit um áfrýjunarreglu, um meira gagnsæi í vinnubrögðum kvikmyndasjóðs, að 40/60 mótvirðisregla myndi virka, og ráða lögmenn til að þagga niður í sjálfsögðum fyrirspurnum. Á þeim 18 mánuðum eftir að ný reglugerð tók gildi neitar Kvikmyndamiðstöð að gefa lögboðnar upplýsingar, þetta liggur fyrir, en stjórn Félags Kvikmyndagerðarmanna t.d. situr aðgerðalaus hjá.
Menntamálaráðuneyti ákveður að endurskoða reglugerð, hugsanlega af því að stjórnendur KMÍ fara ekki eftir þeirri “gömlu”. Og þrátt fyrir að ýmisslegt hafi farið úrskeiðis dettur forstöðumanni eða framleiðslustjóra stofnunarinnar ekki í hug að taka ábyrgð. Þetta er örugglega einhverjum öðrum að kenna. En jafnvel "kerfið" sem fyrir utan KMI er viljugt til breytinga getur ekki mikið aðhafst með ráðgjafa og stjórnendur af þessu tagi.
Önnur spurning er hver stóð að þessum ráðningum á KMÍ, og hvort kvikmyndaframleiðendur þurfi hér með að hafa áhyggjur af hvort stjórnendur KMÍ sé heiðarlegir, fari eftir lögum og reglum eða standist grundvallar kröfur. Hvers vegna hefur Kvikmyndaráð, hin ráðgefandi aðili skv. kvikmyndalögum, ekki fundað í heilt ár? Hvar er Óskar? (... Magnússon).
Einsog stendur er eina svarið að næsta og besta skref fyrir þetta fag er að forstöðumaður Laufey Guðjónsdóttir segi af sér. Og taki ráðgjafana með sér. Því fyrr því betra, og að kosinn verði forstöðumaður. Í kosningum sem þessum fara líka fram skoðanaskipti og við fáum að kynnast því hvað er raunverulega í boði. Traustið er farið og þetta ágæta fólk verður að horfast í augu við að. Íslenskir kvikmyndagerðarmenn geta ekki setið enn einn ganginn uppi með stjórn af þessu tagi. Þeir verða að horfast í augu við það líka, og koma sér að þessu ágæta verki: að fá hæft og ábyrgt fólk sem getur framfylgt þeirri stefnu sem fagfélögin hafa sett, getur tjáð sig og skipts á skoðunum einsog venjulegt fólk, getur rekið um leið opinbera stofnun og brýtur ekki lög.
Menntamálaráðuneyti ákveður að endurskoða reglugerð, hugsanlega af því að stjórnendur KMÍ fara ekki eftir þeirri “gömlu”. Og þrátt fyrir að ýmisslegt hafi farið úrskeiðis dettur forstöðumanni eða framleiðslustjóra stofnunarinnar ekki í hug að taka ábyrgð. Þetta er örugglega einhverjum öðrum að kenna. En jafnvel "kerfið" sem fyrir utan KMI er viljugt til breytinga getur ekki mikið aðhafst með ráðgjafa og stjórnendur af þessu tagi.
Önnur spurning er hver stóð að þessum ráðningum á KMÍ, og hvort kvikmyndaframleiðendur þurfi hér með að hafa áhyggjur af hvort stjórnendur KMÍ sé heiðarlegir, fari eftir lögum og reglum eða standist grundvallar kröfur. Hvers vegna hefur Kvikmyndaráð, hin ráðgefandi aðili skv. kvikmyndalögum, ekki fundað í heilt ár? Hvar er Óskar? (... Magnússon).
Einsog stendur er eina svarið að næsta og besta skref fyrir þetta fag er að forstöðumaður Laufey Guðjónsdóttir segi af sér. Og taki ráðgjafana með sér. Því fyrr því betra, og að kosinn verði forstöðumaður. Í kosningum sem þessum fara líka fram skoðanaskipti og við fáum að kynnast því hvað er raunverulega í boði. Traustið er farið og þetta ágæta fólk verður að horfast í augu við að. Íslenskir kvikmyndagerðarmenn geta ekki setið enn einn ganginn uppi með stjórn af þessu tagi. Þeir verða að horfast í augu við það líka, og koma sér að þessu ágæta verki: að fá hæft og ábyrgt fólk sem getur framfylgt þeirri stefnu sem fagfélögin hafa sett, getur tjáð sig og skipts á skoðunum einsog venjulegt fólk, getur rekið um leið opinbera stofnun og brýtur ekki lög.
Og það sem meira er að fagfólk á betra skilið.
Engin getur verið viss um að trúnaðarupplýsingar frá framleiðendum sem fara til KMÍ séu í öruggum höndum einsog staðan er í dag. Dómgreindarbrestur þessa fólks er með þeim hætti að ástæða er að hugsa sig tvisvar um. Rekstur KMÍ hefur ekki aðeins verið með sömu ólíkindum og í tíð Vilhjálms Egilssonar og Þorfinns Ómarssonar, heldur virðist vera ásetningur að viðhalda stöðnuninni sem reynt var að brjót upp á sl. ári.
Saga Kvikmyndasjóðs er ekki með þeim sem sóttust eftir að starfa og stjórna hjá KMÍ eftir það. Og ekki er það upptalið, athugun opinbera aðila á starfsemi miðstöðvarinnar er ekki lokið. En ég er ekki í starfi hjá ríkinu við að koma með ábendingar um hitt og þetta, eða eitt eða neitt, og hef annað að gera. Ég vil bæði geta treyst því, einsog allir aðrir, að þurfi ekki að eyða tíma og fé til að verja sjálfsagðan rétt á hverjum degi, og vona að þessi sameiginlegu stofnun verði að djarfri og hugrakri miðstöð skapandi lista og öflugra viðskipta.
Það er ekkert sjálfsagt að aðstandendur miðstöðvarinnar eigi að vera þar og það er ekkert sjálfsagt að núverandi kvikmyndaráðgjafar skuli vera þar heldur. Það er ekkert sjálfsagt að stofnunin sé endalaust í stríði við almenn vilja og það er ekkert sjálfsagt að sitja uppi með þröngsýni gamallra kynslóða. Það er til fólk sem getur sinnt þessum störfum betur - það er ekkert sjálfsagt þessum efnum.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home