Einar Thor

Saturday, December 04, 2004

Samráð og kvikmyndaráð

Laugardagsmorgun og smá heimsókn á íslenskar kvikmyndasíður, sem eru ekki of margar ... en það er lítið að frétta. Síður þessar eru hinsvegar ágæt stúdía og af þeim má draga lærdóm um íslenska kvikmyndagerð almennt þótt þær séu frekar þurrar og leiðinlegar.

Nú var fundur sl. miðvikudag 1. des. á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands KMÍ, undir yfirskriftinni “samráð”. Ekki er eitt orð á vegum KMÍ að finna neinstaðar um hvað fór fram þar, hvað næst og hver niðurstaða var. Ekkert er að finna á heimasíðu KMÍ. Það var það ekki heldur á sl. ári þegar miðstöðin var sögð ætla að ræða um “mótvirðisreglu” í úthlutunum til kvikmynda. Ráðstefnan sem SÍK ætlaði að halda með KMÍ í fyrra var aldrei haldin að sjálfsögðu, það var svo sem vitað, en það sem er furðulegt er að þegar gott PR er fyrir KMÍ að gefa fagfólki upplýsingar þó það sé allt plat og útúrsnúningur, þá virðist KMÍ ekki vilja nýta þá tækni sem var fundin upp á sl. öld og koma upplýsingum á framfæri, bara svona til að halda mönnum góðum. Það eru náttúrulega margir orðnir undrandi á þessu rugli, fleiri en ég ...

Breska rithöfundasambandið, Writers Guild of Great Britain, er ágætt dæmi um samtök sem eru allavega ekki stærri að umfangi en KMÍ, en sambandið sendir út gott fréttabréf á netinu tvisvar í mánuði, svo ekki sé talað um enska kvikmyndasjóðinn, eða svona meðal félag á Íslandi, Félag Hjúkrunarfræðinga, Rafiðnaðarsambandið...

Frá KMÍ kemur ekki eitt orð. Óskaplega hlýtur þetta að vera merkilegt stofnun. En hvers vegna þurfa menn að fara þessar krókaleiðir til að komast að því hvað næst? Ætlar KMÍ, eða Kvikmyndaráð, að láta sig hafa það að samþykkja nýja reglugerð eða verða “ýmsar athuganir” ....” á næstunni”.

Ég skal ekki segja.

Tilgangur logs.is er vægast sagt óljós og er í besta falli orðinn ímynd íhaldsemis, forneskju og misnotkunar, en ef ritstjórinn getur ekki unnt einhverjum velgengi af persónulegum ástæðum þá verða fundar leiðir til að útiloka viðkomandi frá síðunni eða eitthvað í þeim dúr. Þannig hefur það alltaf verið með þann strák ...

Mjög frumlegt.

Og eftir að ljóst var að Kvikmyndamiðstöð Íslands fór ekki eftir þeim reglum sem henni eru settar og Félag Kvikmyndamanna gerði ekkert, og öll sú saga, þá vöknuðu spurningar um hvar Kvikmyndaráð væri, sem er skv. lögum ráðgefandi aðili. En viti menn, ráðið hefur ekki haldið fund í heilt ár.

Á heimasíðu Félags Kvikmyndagerðarmanna stendur þetta:

Félag kvikmyndagerðarmanna er heildarsamtök kvikmyndagerðarmanna og stendur vörð um hagsmuni þeirra og höfundarrétt. Félag kvikmyndagerðarmanna er skipulagt á grundvelli hinna ýmsu starfsgreina innan kvikmyndagerðar svo sem kvikmyndatöku, klippingar, hljóðvinnslu, kvikmyndastjórnar osfv. Þó félagið sé fagfélag en ekki stéttarfélag vinnur það að hagsmunamálum félagsmanna eins og gerð samninga, en stór hluti kvikmyndagerðarmanna á Íslandi er sjálfstætt starfandi. Félag kvikmyndagerðarmanna er opið öllu fagfólki í kvikmyndagerð. Félag kvikmyndagerðarmanna hefur gefið út tímaritið Land og syni frá árinu 1995. Blaðið er málgagn kvikmyndagerðarmanna og vettvangur umræðu og upplýsinga um hvað eina sem snýr að faginu. Land og synir er nú gefið út af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni sem jafnframt heldur úti vefnum logs.is. Blaðið kemur út tvisvar á ári og er sent félögum FK og meðlimum Kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar en einnig til fjölmiðla, þingmanna og annarra sem fjalla um málefni kvikmyndagerðar á Íslandi.


Ef brotið er á einhverjum innan eins tiltekins fags og það greinilega, þá gera fagfélög athugasemd við það, allavega athuga málið, spyrjast fyrir o.s.frv. Félag Kvikmyndagerðarmanna hinsvegar, þrátt fyrir að KMÍ marg-ítrekað brýtur lög og reglugerð, gerir nákvæmlega ekki neitt.

Skv. upplýsingum sem ég fékk úr innsta hring menningargeirans þá aðhefst t.d. Bandalag Ísl. Listamanna ekkert vegna hagsmuna sinna skjólstæðinga fyrr en að viðkomandi fagfélag sem á aðild að BÍL hefur óskað eftir því. Sem sagt hefðbundið “order of command” ...

... en Félag Kvikmyndageðrarmanna ... my oho my ... þetta er náttúrulega ekki normal, er það?

Kannski verður deginum bjargað af Channel 4 sem er t.d. með “Midnight Cowboy” á dagskrá í kvöld ... eða ef Newcastle United gefa Chelsea góða keppni í boltanum ... enn er von.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home