Einar Thor

Saturday, November 25, 2006

High profile

The Litvinenko murder has been all over the media since yesterday morning. The police expert appearing on BBC´s Newsnight last night couldn’t hide his fascination by such a professional kill and the high profile aura around it.

With Casino Royal recently released in cinemas across town we can tell the cynicism, not just because of Litvinenko´s family tragedy surrounded by James-Bond-like media puff, but again fiction can be more tedious than reality and its anyone’s guess if the Casino Royal´s box office will go up or down. I think it was also in late November JFK was killed in Dallas, and how many bestsellers have been written about CIA´s involvement in that. How many did the Israelis secret agents surreptitiously execute after the Munich tragedy, who killed Laura Palmer.

Retribution, eye for an eye, one of many mesmerizing themes in the Icelandic Sagas, with the saga of Hrafnkell Freysgoði suggesting that if you show the enemy mercy he will return one day and kill you. I think it was Jacob in the bible who showed his brothers mercy when, after they had tried to kill him, they came to him decades later, didn’t recognise him as a king and asked for food. Maybe we should just think for ourselves, the expert on Newsnight did, Mr. Litvinenko did, thought is wasn't part of his old job he did bargain for.

Friday, November 24, 2006

A film from Thailand and other areas hit by Tsunami

A new TV film is on BBC2 next week, Tsunami: The Aftermath. The maker Abi Morgan says in The Guardian, "... to make Tsunami a fiction was that you can't do justice to an individual story. You can't fulfil what someone would want you to, so I told an amalgam of stories. But there's nothing in there that isn't based on fact, even the most shocking events."

This approach sounds somewhat a "common sense", when a filmmaker is telling a story of hundreds of people and one event. I reckon with this approach one doesn't make a hero out of a sole person among many who might have all been heros, or how would she pick the hero?
In The Telegraph is an interesting bit about shoestring film making in UK, "From London to Brigthon."

Tuesday, November 21, 2006

Umræða um heimildarmyndagerð

Þorsteinn Helgason og Hjálmtýr Heiðdal eru í kjarna kvikmyndagerðarmanna sem hefur yfir töluverðri reynslu og þekkingu að búa og þeir virðast hafa metnað fyrir hönd síns fags líka. Þeir létu skoðanir sínar í ljós í Fréttablaðinu í gær 20. nóvember um gerð heimildarmynd um sögu Íslands, hugmynd sem hefur ferðast víða innan fagsins. Og kemur nú úr hörðustu átt. Hugsanlega mest ámeðal þess kjarna fagfólks sem hefur áratuga reynsl, er ekki mjög sýnilegur þegar um sviðsljós er að ræða, en hefur framleitt magn heimildarmynda á sl. áratugum. Í mínum huga er þessi lítt áberandi kjarni kannski hin eiginlega íslenska kvikmyndagerð, það er þegar hitt hismið hefur verið skilið frá.
Það sem er mikilvægt sem fyrr er að skoða framtíðina með tilliti til þess pólitíska raunveruleika sem fagið býr við og hvaða reynslu fagið hefur af honum. Kvikmyndgerðarmenn þora aldrei að ræða hann og spjalla lítið um starfsumhverfi sitt nema ef vera skyldi um RUV sem aftur er almennt umræðuefni stjórnmálamanna, stjórnmálaskýrenda, leikara, rithöfunda, strætisvagnabílstjóra, smiða, sjómanna, allra sem áhuga hafa á menningarpólitík. Í grein sinni benda m.a. félagarnir tveir á að brýnt sé að fagmennska sé í fyrirrúmi og það er ekki hægt að skilja það öðruvísi en ábendingu um að svo hafi ekki alltaf verið, það er þegar framleiðendur líkt og Hannes Hólmsteinn gera myndir fyrir RUV og sem hafa ekki framleiðslu heimildarmynda t.d. sem aðalgrein. En þótt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið við völd í menntamálaráðuneytinu frá fyrripart tíundaáratugarins og ábyrgur fyrir stöðunni í dag þá er samt mikilvægt að missa þessa umræðu ekki inná of miklar flokkspólitískar línur heldur halda fram faglegum sjónarmiðum og vinna þeim brautargengi. Það hljómar skynsamlega ekki satt, hins vegar hefur skynsemi sjaldan breytt neinu í þessu fagi. Til þess að það takist verður samt að skoða þetta pólitíska umhverfi og hvernig megi komast hjá því að ófagleg sjónarmið verði ofaná við framleiðslu heimildarmynda á Íslandi.

Traustið og starfsfriðurinn
Ég ætla ekki að rifaj upp fagumræðuna frekar, en traustið til Sjálfstæðiflokksins kom vel í ljós þegar ráða átti nýjan fréttastjóra á RUV. Það var alls ekki galin hugmynd að ráða utanaðkomandi starfskraft með nýja sýn en greinilegt að traust til flokksins var ekkert og þess vegna gat flokkurinn einfaldlega ekki komið fram með neina nýja hugmynd hversu góð sem hún var - og er.
Rifjum upp nokkrar ástæður. Kaup RUV á myndum Hrafns fyrir hærra verð en aðrir fengu, styrki Nýsköpunarsjóðs til Hrafns og Hannesar Hólmsteinar, viðskipti RUV við Hannes Hólmstein, stjórnarformaður Kvikmyndasjóðsins gamla til 9 ára var Vilhjálmur Egilsson sem boðaði samkeppni og frjálsa verslun með t.d. léttvín í matvöruverslunum en leit á kvikmyndasjóð sem pólitískt bitlingabúr. Fátt eitt er upptalið en menn hafa ekki gengist við þessu tvöfalda siðgæði og þeir sem koma nú með hugmyndir úr þeirri hefðu líklega aldrei viljað starfa undir þeim kringumstæðum. Það sem frá flokknum kemur um þessi mál verður alltaf tekið með efasemdum. Og hversu velmeinandi nýir flokksmenn kunni að vera verða þeir að gera upp sakir við fyrirrennara sína. Almennt hafa heimildarmyndir sem snerta við jafnvel minniháttar hagsmunum átt erfitt uppdráttar eða ekki komist í framleiðslu. Án þess að leggja nokkuð mat á myndina hans Ómars Ragnarssonar þá er hún dæmi um mynd sem lendir í vandræðum vegna þessa að hún hefur skoðanir. Aðrar myndir eru t.d. “Í klóm drekans” og heimildarmynd um Geirfinnsmálið sem hafa lent í vandræðum, en ekki þarf alltaf viðkvæmt umfjöllunarefni.
Hagsmunasamtök í kvikmyndagerð eða forsvarsmenn þeirra hafa aldrei haldið uppi neinum skoðunum á mikilvægi þess að framleiðendur geti um frjálst höfuð strokið og að sjálfstæði þeirra sé virt og frelsi til að skapa sömuleiðis. Það er strangt tekið hægt að ganga að framleiðendum fyrir minnstu “sakir”. Þetta skynja utanaðkomandi aðilar, gengið er á lagið og framleiðendur jafnvel settir í fjárhagslegar spennitreyjur til lækka hljóðið. Þetta auk efasemda um fagmennsku á bakvið kaup og styrkveitingar til heimildarmynda sl. áratugi hefur dregið úr þroska íslenskrar heimildarmyndagerðar og þessar kringumstæður skapað þann vítahring að erfitt er að laða að besta fólkið inní bransann. Að ganga að málfrelsi manna er vitaskuld alvarlegt mál en það segir hugsanlega allt um viðhorf hagsmunafélaga kvikmyndagerðafólk einsog þau eru rekin í dag, að þau hafa enga skoðun á því. Íslensk heimildarmyndagerð mun seint ná sæmilegum þroska ámeðan ástandið er óbreytt, lin hagsmunafélög, dálítið tepruleg einsog gömlu Stalínistarnir, og tortryggni sem ríkir gagnvart ríkisstjórninni og meðferð þess á RUV.