Einar Thor

Thursday, December 23, 2004

“Of lítið, of seint”, jólasýning KMÍ

Nú er komin endurskoðun á reglugerð vegna úthlutuna úr Kvikmynasjóð, nýjar reglur, eða skulum við segja, nánari leiðbeiningar. Þær taka gildi mjög fljótlega.

Þetta er ekki róttækt, en jákvætt og í áttina, allar þessar breytingar eru þó “common sense”, en eiginlega of mikill - augljós, það mikill að maður veltur samt því fyrir sér hvers vegna þetta umstang, hvers vegna endurskoðun reglugerðar með undirskrift ráðherra, hvers vegna starfar KMÍ ekki samkvæmt hefbundnum vinnureglum og reynir að fara ekki á taugum ef stofnunina er gagnrynd. Betra hefði verið að fá líka hæft fólk til að reka stofnunina.

En hugsanlega líta stjórnendur KMÍ svo á að þar með sé vandi KMÍ leystur. Það væri öllu verra, breytingarnar sem þarf að gera eru víðtækari, og þær eru einföld aðgerð. Í pólitíkinni í gamla daga hefði svona verið kallað “plásturs aðgerð”, of lítið, of seint.

Þá virðist sú skoðun vera nýtt og notuð að það taki alltaf tíma að laga regluverkið að nýju kerfi, eða öfugt. Þess vegna hafi þetta ekki alveg gengið einsog vonir stóðu til. Sem sagt engin ábyrgð tekin á brotunum á hinum lögunum, sem koma innanhúss reglum KMÍ ekkert við. Ný lög kvikmyndasjóðs eru frá 2001, og haustið 2003 sagði forstöðumaður KMÍ þetta, “Ekki er von á ítarlegri reglum en finna má í reglugerð enda var hún send öllum hagsmunaaðilum í kvikmyndagerð til umsagnar áður en menntamálaráðuneyti gaf hana út fyrr á árinu.”

En það er rétt að koma því að svona með þessum breytingum, að úthlutanir féllu niður allt árið 2002 og allt var stopp til sumars 2003. Nú er að koma 2005, og að þennan tíma þurfi fyrir kerfð til að aðlagast og sú aðlögun sé ekki meir en svo að setja inn grundvallar umferðarreglur, fær menn til að spyrja, “… is this a show”? En að vera jákvæður yfir því sem er í áttina …

Reglugerð um breytingu á reglugerð
nr. 229/2003 um Kvikmyndasjóð.


1. gr.

2. gr. orðast svo:
Fjárveitingar Kvikmyndasjóðs greinast milli einstakra greina kvikmyndagerðar sem hér segir:
a. Til leikinna kvikmynda í fullri lengd til sýninga í kvikmyndahúsum.
b. Til stuttmyndagerðar.
c. Til heimildamyndagerðar.
d. Til leikins sjónvarpsefnis.
Upplýsingar um styrki úr Kvikmyndasjóði og umsóknargögn skal birta á vefsíðu Kvikmyndamiðstöðvar. Kvikmyndamiðstöð skal senda umsækjanda staðfestingu um móttöku umsóknar og upplýsingar um málsmeðferð. Kvikmyndamyndamiðstöð skal birta ráðstafanir á öllum fjárveitingum sínum jafnóðum á vefsíðu sinni.
Forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar er ábyrgur fyrir því að öll skilyrði fyrir úthlutun séu uppfyllt. Forstöðumaður tekur endanlega ákvörðun um styrkveitingu úr Kvikmyndasjóði, að fengnu skriflegu listrænu mati kvikmyndaráðgjafa sbr. 3. gr.
Afgreiðsla á umsóknum úr Kvikmyndasjóði getur orðið með eftirfarandi hætti:
a. Umsókn er synjað um styrkveitingu.
b. Umsókn er veittur forgangur til styrkveitingar.
c. Umsókn hlýtur styrk eða vilyrði um styrkveitingu.
Óheimilt er að að veita styrki til kvikmyndaverks eftir að aðaltökutímabil er hafið, sbr. þó eftirvinnslustyrki skv. 9. gr.


2. gr.

3. gr. orðast svo:
Listrænt mat á þeim styrkumsóknum sem Kvikmyndmiðstöð berast er í höndum kvikmyndaráðgjafa sem ráðnir eru tímabundið af forstöðumanni Kvikmyndamið­stöðvar. Kvikmyndaráðgjafar skulu hafa þekkingu og reynslu á sviði kvikmynda og mega ekki hafa hagsmuna að gæta varðandi úthlutun eða gegna störfum utan Kvikmyndamiðstöðvar sem tengjast íslenskri kvikmyndagerð.
Kvikmyndaráðgjafar leggja listrænt mat á umsóknir og með hliðsjón af fjárhags- og framkvæmdaþáttum, nema í þeim tilvikum þegar um er að ræða leiknar kvikmyndir í fullri lengd til sýninga í kvikmyndahúsum, sbr. 3. tl. 1. mgr. 8. gr. eða vegna umsókna um kynningarstyrki.
Kvikmyndaráðgjafar fylgjast með því að framvinda verks sé í samræmi við ákvæði úthlutunarsamnings sbr. 4. gr. Kvikmyndaráðgjafar geta kallað eftir nánari gögnum og fundað með umsækjendum/styrkþegum eftir þörfum.


3. gr.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi

Menntamálaráðuneytinu, 21. desember 2004.

Monday, December 20, 2004

Stétt án stéttarfélags

Í tilefni þess að aðalfundur Félags Kvikmyndagerðarmanna (FK) verður á milli jóla og nýárs er rétt að segja nokkur orð.

Flest fólk utan þessa fags sem heyrir að ekkert stéttarfélag er til í faginu verður skrítið á svipinn. Ég var það líka fyrir áratug þegar ég uppgvötvaði þetta, og mig grunar að fjöldi þeirra sem eru að læra til þessa fags í skóla eða á vinnustað í dag geri sér ekki grein fyrir því að FK er ekki stéttarfélag og það lítur ekki eftir hagsmunum félagsmanna sinna. Það er hægt að snúa á hinn almenna launamann með unna tíma, laun, tryggingar og aðra hefðbundna þætti launafólks, FK gerir ekki neitt. Þá efast ég um að þeir sem eru að hefja vinnu í fyrsta sinn í þessu fagi í dag viti að starf þeirra hefur ekkert lögverndað starfsheiti. Fyrir utan almenna vinnulöggjöf er starfsfólk í faginu réttindalaust og ef á því er brotið þarf það að leita sér lögmanns á almennum lögmannamarkaði. Ef ekki væri almenn vinnulöggjöf og stjórnarskrá væru réttindin svipuð og hjá suður-amerískum þrælum á 17. öld. Ástand þessara mála í íslenskri kvikmyndagerð er vægast sagt afar bágborið.

Hins vegar starfa kvikmyndafyrirtæki þó almennt eftir meðalhófsreglu varðandi starfsfólk sitt og undantekning að ekki sé þokkalegt samlyndi um laun og vinnutíma. En málið snýst ekki aðeins um það því hlutverk stéttarfélaga er ekki það sama og það var fyrir nokkrum áratugum eða öldum. Í dag snýst starfssemi stéttarfélaga um hagsmunagæslu í víðasta samhengi, allt sem snertir afkomu félaganna, starfsöryggi og upplýsingaöflun og ýmiss hagsmunamál fá misjafnan forgang ár frá ári. Þá eiga og reka flest stéttarfélög orlofshús, standa fyrir fundum og ráðstefnum, endurmenntunarnámskeiðum halda uppi samskiptum við erlenda systurfélög og læra af þeim og deila reynslu sinni. Ekkert af þessu er fyrir hendi hjá FK, en hins vegar hefur ýmisslegt verið rætt og spjallað um og staðið til og verið mikilvægt og bla bla bla, í meir en þrjá áratugi. En ekkert gerst. Ef ég rifja upp og bendi á þrjú atriði um afleiðingar þessa ástands er hugsanlegt að stöðuna sé hægt að sjá í skýrari samhengi.

Fag án virks stéttarfélags er ólíklegra til að laða að hæfasta fólkið.
Fólk sem hefur lífsafkomu sína af að starfa í þessu fagi er ekki tryggt fyrir því að fólk með enga reynslu eða viðeigandi menntun, t.d. kennarar, landafræðingar, sjómenn, hver sem er, gangi í störf þess án samþykkis þess eða vinnuveitenda. Án öflugs stéttarfélags er hætta á að fáir beri virðingu fyrir starfi kvikmyndagerðarfólks eða átti sig á mikilvægi þess.
Þegar RUV keypti sjónvarpsmyndina “Opinberun Hannesar” á 100% hærra verði en þekktist, hafði FK ekki þá hefð né forystu til að fá málið útskýrt Ég hef ekki séð þessa mynd, og snýst málið ekki um það, en þetta skyndilega háa innkaupsverð sem stóð hugsanlega aðeins í einn dag var óeðlilegt. Eða kannski var þetta rétt verð og önnur verð of lág. Hvers vegna RUV þurfti ekki að gera grein fyrir máli sínu var útaf fyrir sig niðurlægjandi fyrir fagfólk, svo ekki sé minnst á ábyrgð útvarpsráðs, en gagnvart stofnun einsog RUV þarf öflugt félag sem stendur um hagsmuni síns fólk, veitir fyrirtækjum aðhald og þorir. Það sama á við um Kvikmyndamiðstöð Íslands. Á sl. árum hefur miðstöðin og kvikmyndasjóður brotið jafnræðisreglu stjórnsýslulaga gagnvart fleiri en einu fyrirtæki og einstaklingum og ítrekað reynt að komast upp með það, þótt málið sé nú til athugunar opinberra aðila. En viðbrögð FK við því voru engin.

Hvernig litlum hóp tókst svo að sannfæra FK um að samþykkja núverandi reglugerð um Kvikmyndamiðstöð Íslands og sem tók gildi á sl. ári, er önnur saga og ótrúleg, en reglugerð þessi er líklega það útsmognasta sem sést hefur í sögu greinarinnar.

Kannski er tilgangur Félags Kvikmyndagerðarmanna í dag að vera lifandi táknmynd um tilvistarkreppu. Kannski vegna þess að ekki eru til peningar til að reka félagið, þótt sú skýring hrökkvi mjög skammt, eða hvernig stendur á því að t.d. frekar lítill hópur bókasafnsfræðinga hafi löggilt starfsheiti, lögvernduð réttindi og félag sem rúllar þokkalega. Á síðasta aðalfundi FK furðaði sig hins vegar einhver á því að félagsmenn borguðu ekki félagsgjöld, en fyrir hvað veit ég ekki. Reyndar hefur FK tekið þátt í útgáfu blaðsins “Land & Synir”, en staðreyndin er að félagsmenn vilja ekki greiða félagsgjald fyrir eitt þunnt blað á ári, sem svo engin les og lítið í því sem samsvarar sig veruleikanum. En skyldi stjórn FK, eða ritstjórinn ef því er að skipta, taka þetta til sín, skilja skilaboðin, botna í því hvers vegna illa gengur að innheimta félagsgjöldin? Líklega er best að vona að félagsmenn sjái sér nú fært að finna nýjan formann.

Land & Synir II

... framhald, "slútt"
Meira salt
Eftir að hafa séð ritstjórann gera allar mögulegar hundakúnstir til að snúa útúr og að ljóst var að hann ætlaði sér greinilega ekki að birta leiðréttingu síðar af ástæðum sem mér eru alls ekki kunnar, var skýrt að þetta var fullur ásetningur. Þar með lét ég málið frá mér og í aðrar hendur.

Ég biðst afsökunar að taka dæmi úr eigin starfi, svona að lokum, en svo bar til að árið 2001 skrifaði ég þegar ég var við nám í City University nokkuð efnismikla ritgerð sem heitir “Film Policy in Iceland”. Þetta var aðeins brot af mínu MA námi og það eina sem tengdist kvikmyndagerð. Ýmsar ástæður lágu fyrir því að ég tók þetta efni en ég nefni hér tvær. Annars vegar að ekkert efni var til um stjórnun íslenskrar kvikmyndagerðar og greinilega mikil vöntun á því, ekkert efni var til nema um innihald kvikmynda “per se”.
Hins vegar vegna þess að ég var töluvert leiður á að tala um stefnur og leiðir og aðferðir við fjármögnun kvikmynda og “local versus global” málefni o.s.frv. Þetta var orðið endalaust í mínum eyrum. En áður en ég hóf námið gerði í skjóli erlendra framleiðenda tilraun til að gera kvikmynd á Íslandi á ensku með nokkrum sem kallaðar eru stórstjörnur, kynntist ég íslenskri kvikmyndagerð afar vel á stuttum tíma. Þá var bannað að setja fé í myndir á ensku, engin skattaafsláttur og engrir framleiðendur á Íslandi sem kunnu til verka á þeim markaði sem mínir framleiðendur komu frá. Ekki var ég framleiðandi, en samt sem áður, og vegna þess að þessi tilraun vakti mikla athygli í faginu, var ég mikið spurður og hvernig þetta færi fram. Ég var satt að segja orðinn svo leiður á að tala um þetta, svara spurningum, að þegar ég fékk tækifæri á að skrifa og setja þetta í “akademískan” búning, gerði ég á þess að hika. Þá gat ég bent mönnum á að lesa þetta. Hvort það gékk er önnur Ella.
En ekkert efni var sem sagt til um þetta og það eitt og sér var næg ástæða til að skrifa um “Film Policy in Iceland”, þörf fyrir svona efni á Íslandi var gríðarlega. Þessi ritgerð var því að mestu byggð á minni heimavinnu frá því nokkrum árum áður, áður en ég fór aftur til náms, og byggð á minni reynslu af íslenskri kvikmyndagerð á þessum áratug og enskumælandi markaði.
Hvers vegna ég nefni þetta hér er að þegar efni sem þetta, það er akademískt plagg, er fáanlegt, loksins, í fyrsta sinn, hvort sem menn eru sammála því sem þar stendur eða ekki, þá hefur ritstjórinn engan áhuga á því. Það er ekki fyrr en að það birtist á heimasíðu framleiðendafélagsins, að það fer að líta einkennilega út hvers vegna málgagnið sjálft skuli ekki minnast á þetta, fyrst að eitthvað er loksins loksins fáanlegt á prentuðu máli. Loks gat ritstjórinn ekki lituð undan lengur, reynt að gera þetta að engu, einsog hann á til þegar vegur að hégóma.

Er það kannski vandi málsins, hégómi, var það hvati útgáfunnar í upphafi? Hugsanlega mun þetta blað koma út áfram, á privat vegum, en á þessum tímamótum hefur það sjaldan verið eins ljóst hversu mikilvægt það er að kvikmyndagerðarmenn eignist sitt málgagn.

Að blaðið yrði gagnrýnið málgagn alls fagsfólk var tilraun sem mistókst.



Sunday, December 19, 2004

Lítið um björgunaraðgerðir

Aðeins tvö skilaboð um framleiðslu kvikmynda hafa komið fram eftir fund Kvikmyndamiðstöðvar Íslands nú í byrjun desember. Þetta átti að vera samráðsfundur, og líklega tækifæri til að skiptast á skoðunum. En þessi tvö skilaboð eru að finna á logs.is helgina 4-5 desember sl.

Í fyrri skilaboðum er sitt lítið af hverju sem telst ágæt skynsemi, nema hvað sá penni getur ekki setið á sér og haldið áfram þessum lúmska áróðri að kvikmyndgerðarmenn sem fram komu eftir ca. 1990 eru yfirleitt kjánar. Hroki getur stundum verið skemmilega vitlaus, og ég verð að viðurkenna mér finnst þessi típa af hroka vera það. Hann – þessi típa af hroka – er eitt af því fáa skemmtilega sem hefur komið frá þessu gamla gengi kvikmyndagerðarmanna.

Höfundur seinni skilaboðanna er kunnur fyrir að hafa sömu skoðanir og þeir sem sitja við völd hverju sinni, og engu við það að bæta svo sem.

En það sem er eftirtektarvert er: þetta er allt og sumt.

Ég finn ekki orð meir um þennan fund eða þessi aðkallandi stefnumál á íslenskum síðum.

Ekkert kemur frá forstöðumanni miðstöðvarinnar og ekki orð frá ráðgjöfum sem eru ráðnir uppá það að hafa “kunnáttu á sviði kvikmyndagerðar”.

Og ekki eru fleiri framleiðendur eða fagmenn að láta í sér heyra, enda ekki margir reiðubúnir til að fara útí björgunaraðgerðir fyrir Kvikmyndamiðstöðina einsog komið er. En það er samt enn mannfræðistúdía hvers vegna sumir eiga erfitt með, eða vilja ekki trúa því, að Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur ítrekað brotið lög landsins.