“Of lítið, of seint”, jólasýning KMÍ
Nú er komin endurskoðun á reglugerð vegna úthlutuna úr Kvikmynasjóð, nýjar reglur, eða skulum við segja, nánari leiðbeiningar. Þær taka gildi mjög fljótlega.
Þetta er ekki róttækt, en jákvætt og í áttina, allar þessar breytingar eru þó “common sense”, en eiginlega of mikill - augljós, það mikill að maður veltur samt því fyrir sér hvers vegna þetta umstang, hvers vegna endurskoðun reglugerðar með undirskrift ráðherra, hvers vegna starfar KMÍ ekki samkvæmt hefbundnum vinnureglum og reynir að fara ekki á taugum ef stofnunina er gagnrynd. Betra hefði verið að fá líka hæft fólk til að reka stofnunina.
En hugsanlega líta stjórnendur KMÍ svo á að þar með sé vandi KMÍ leystur. Það væri öllu verra, breytingarnar sem þarf að gera eru víðtækari, og þær eru einföld aðgerð. Í pólitíkinni í gamla daga hefði svona verið kallað “plásturs aðgerð”, of lítið, of seint.
Þá virðist sú skoðun vera nýtt og notuð að það taki alltaf tíma að laga regluverkið að nýju kerfi, eða öfugt. Þess vegna hafi þetta ekki alveg gengið einsog vonir stóðu til. Sem sagt engin ábyrgð tekin á brotunum á hinum lögunum, sem koma innanhúss reglum KMÍ ekkert við. Ný lög kvikmyndasjóðs eru frá 2001, og haustið 2003 sagði forstöðumaður KMÍ þetta, “Ekki er von á ítarlegri reglum en finna má í reglugerð enda var hún send öllum hagsmunaaðilum í kvikmyndagerð til umsagnar áður en menntamálaráðuneyti gaf hana út fyrr á árinu.”
En það er rétt að koma því að svona með þessum breytingum, að úthlutanir féllu niður allt árið 2002 og allt var stopp til sumars 2003. Nú er að koma 2005, og að þennan tíma þurfi fyrir kerfð til að aðlagast og sú aðlögun sé ekki meir en svo að setja inn grundvallar umferðarreglur, fær menn til að spyrja, “… is this a show”? En að vera jákvæður yfir því sem er í áttina …
Þetta er ekki róttækt, en jákvætt og í áttina, allar þessar breytingar eru þó “common sense”, en eiginlega of mikill - augljós, það mikill að maður veltur samt því fyrir sér hvers vegna þetta umstang, hvers vegna endurskoðun reglugerðar með undirskrift ráðherra, hvers vegna starfar KMÍ ekki samkvæmt hefbundnum vinnureglum og reynir að fara ekki á taugum ef stofnunina er gagnrynd. Betra hefði verið að fá líka hæft fólk til að reka stofnunina.
En hugsanlega líta stjórnendur KMÍ svo á að þar með sé vandi KMÍ leystur. Það væri öllu verra, breytingarnar sem þarf að gera eru víðtækari, og þær eru einföld aðgerð. Í pólitíkinni í gamla daga hefði svona verið kallað “plásturs aðgerð”, of lítið, of seint.
Þá virðist sú skoðun vera nýtt og notuð að það taki alltaf tíma að laga regluverkið að nýju kerfi, eða öfugt. Þess vegna hafi þetta ekki alveg gengið einsog vonir stóðu til. Sem sagt engin ábyrgð tekin á brotunum á hinum lögunum, sem koma innanhúss reglum KMÍ ekkert við. Ný lög kvikmyndasjóðs eru frá 2001, og haustið 2003 sagði forstöðumaður KMÍ þetta, “Ekki er von á ítarlegri reglum en finna má í reglugerð enda var hún send öllum hagsmunaaðilum í kvikmyndagerð til umsagnar áður en menntamálaráðuneyti gaf hana út fyrr á árinu.”
En það er rétt að koma því að svona með þessum breytingum, að úthlutanir féllu niður allt árið 2002 og allt var stopp til sumars 2003. Nú er að koma 2005, og að þennan tíma þurfi fyrir kerfð til að aðlagast og sú aðlögun sé ekki meir en svo að setja inn grundvallar umferðarreglur, fær menn til að spyrja, “… is this a show”? En að vera jákvæður yfir því sem er í áttina …
Reglugerð um breytingu á reglugerð
nr. 229/2003 um Kvikmyndasjóð.
1. gr.
2. gr. orðast svo:
Fjárveitingar Kvikmyndasjóðs greinast milli einstakra greina kvikmyndagerðar sem hér segir:
a. Til leikinna kvikmynda í fullri lengd til sýninga í kvikmyndahúsum.
b. Til stuttmyndagerðar.
c. Til heimildamyndagerðar.
d. Til leikins sjónvarpsefnis.
Upplýsingar um styrki úr Kvikmyndasjóði og umsóknargögn skal birta á vefsíðu Kvikmyndamiðstöðvar. Kvikmyndamiðstöð skal senda umsækjanda staðfestingu um móttöku umsóknar og upplýsingar um málsmeðferð. Kvikmyndamyndamiðstöð skal birta ráðstafanir á öllum fjárveitingum sínum jafnóðum á vefsíðu sinni.
Forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar er ábyrgur fyrir því að öll skilyrði fyrir úthlutun séu uppfyllt. Forstöðumaður tekur endanlega ákvörðun um styrkveitingu úr Kvikmyndasjóði, að fengnu skriflegu listrænu mati kvikmyndaráðgjafa sbr. 3. gr.
Afgreiðsla á umsóknum úr Kvikmyndasjóði getur orðið með eftirfarandi hætti:
a. Umsókn er synjað um styrkveitingu.
b. Umsókn er veittur forgangur til styrkveitingar.
c. Umsókn hlýtur styrk eða vilyrði um styrkveitingu.
Óheimilt er að að veita styrki til kvikmyndaverks eftir að aðaltökutímabil er hafið, sbr. þó eftirvinnslustyrki skv. 9. gr.
2. gr.
3. gr. orðast svo:
Listrænt mat á þeim styrkumsóknum sem Kvikmyndmiðstöð berast er í höndum kvikmyndaráðgjafa sem ráðnir eru tímabundið af forstöðumanni Kvikmyndamiðstöðvar. Kvikmyndaráðgjafar skulu hafa þekkingu og reynslu á sviði kvikmynda og mega ekki hafa hagsmuna að gæta varðandi úthlutun eða gegna störfum utan Kvikmyndamiðstöðvar sem tengjast íslenskri kvikmyndagerð.
Kvikmyndaráðgjafar leggja listrænt mat á umsóknir og með hliðsjón af fjárhags- og framkvæmdaþáttum, nema í þeim tilvikum þegar um er að ræða leiknar kvikmyndir í fullri lengd til sýninga í kvikmyndahúsum, sbr. 3. tl. 1. mgr. 8. gr. eða vegna umsókna um kynningarstyrki.
Kvikmyndaráðgjafar fylgjast með því að framvinda verks sé í samræmi við ákvæði úthlutunarsamnings sbr. 4. gr. Kvikmyndaráðgjafar geta kallað eftir nánari gögnum og fundað með umsækjendum/styrkþegum eftir þörfum.
3. gr.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi
Menntamálaráðuneytinu, 21. desember 2004.
nr. 229/2003 um Kvikmyndasjóð.
1. gr.
2. gr. orðast svo:
Fjárveitingar Kvikmyndasjóðs greinast milli einstakra greina kvikmyndagerðar sem hér segir:
a. Til leikinna kvikmynda í fullri lengd til sýninga í kvikmyndahúsum.
b. Til stuttmyndagerðar.
c. Til heimildamyndagerðar.
d. Til leikins sjónvarpsefnis.
Upplýsingar um styrki úr Kvikmyndasjóði og umsóknargögn skal birta á vefsíðu Kvikmyndamiðstöðvar. Kvikmyndamiðstöð skal senda umsækjanda staðfestingu um móttöku umsóknar og upplýsingar um málsmeðferð. Kvikmyndamyndamiðstöð skal birta ráðstafanir á öllum fjárveitingum sínum jafnóðum á vefsíðu sinni.
Forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar er ábyrgur fyrir því að öll skilyrði fyrir úthlutun séu uppfyllt. Forstöðumaður tekur endanlega ákvörðun um styrkveitingu úr Kvikmyndasjóði, að fengnu skriflegu listrænu mati kvikmyndaráðgjafa sbr. 3. gr.
Afgreiðsla á umsóknum úr Kvikmyndasjóði getur orðið með eftirfarandi hætti:
a. Umsókn er synjað um styrkveitingu.
b. Umsókn er veittur forgangur til styrkveitingar.
c. Umsókn hlýtur styrk eða vilyrði um styrkveitingu.
Óheimilt er að að veita styrki til kvikmyndaverks eftir að aðaltökutímabil er hafið, sbr. þó eftirvinnslustyrki skv. 9. gr.
2. gr.
3. gr. orðast svo:
Listrænt mat á þeim styrkumsóknum sem Kvikmyndmiðstöð berast er í höndum kvikmyndaráðgjafa sem ráðnir eru tímabundið af forstöðumanni Kvikmyndamiðstöðvar. Kvikmyndaráðgjafar skulu hafa þekkingu og reynslu á sviði kvikmynda og mega ekki hafa hagsmuna að gæta varðandi úthlutun eða gegna störfum utan Kvikmyndamiðstöðvar sem tengjast íslenskri kvikmyndagerð.
Kvikmyndaráðgjafar leggja listrænt mat á umsóknir og með hliðsjón af fjárhags- og framkvæmdaþáttum, nema í þeim tilvikum þegar um er að ræða leiknar kvikmyndir í fullri lengd til sýninga í kvikmyndahúsum, sbr. 3. tl. 1. mgr. 8. gr. eða vegna umsókna um kynningarstyrki.
Kvikmyndaráðgjafar fylgjast með því að framvinda verks sé í samræmi við ákvæði úthlutunarsamnings sbr. 4. gr. Kvikmyndaráðgjafar geta kallað eftir nánari gögnum og fundað með umsækjendum/styrkþegum eftir þörfum.
3. gr.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi
Menntamálaráðuneytinu, 21. desember 2004.