Einar Thor

Monday, December 20, 2004

Land & Synir II

... framhald, "slútt"
Meira salt
Eftir að hafa séð ritstjórann gera allar mögulegar hundakúnstir til að snúa útúr og að ljóst var að hann ætlaði sér greinilega ekki að birta leiðréttingu síðar af ástæðum sem mér eru alls ekki kunnar, var skýrt að þetta var fullur ásetningur. Þar með lét ég málið frá mér og í aðrar hendur.

Ég biðst afsökunar að taka dæmi úr eigin starfi, svona að lokum, en svo bar til að árið 2001 skrifaði ég þegar ég var við nám í City University nokkuð efnismikla ritgerð sem heitir “Film Policy in Iceland”. Þetta var aðeins brot af mínu MA námi og það eina sem tengdist kvikmyndagerð. Ýmsar ástæður lágu fyrir því að ég tók þetta efni en ég nefni hér tvær. Annars vegar að ekkert efni var til um stjórnun íslenskrar kvikmyndagerðar og greinilega mikil vöntun á því, ekkert efni var til nema um innihald kvikmynda “per se”.
Hins vegar vegna þess að ég var töluvert leiður á að tala um stefnur og leiðir og aðferðir við fjármögnun kvikmynda og “local versus global” málefni o.s.frv. Þetta var orðið endalaust í mínum eyrum. En áður en ég hóf námið gerði í skjóli erlendra framleiðenda tilraun til að gera kvikmynd á Íslandi á ensku með nokkrum sem kallaðar eru stórstjörnur, kynntist ég íslenskri kvikmyndagerð afar vel á stuttum tíma. Þá var bannað að setja fé í myndir á ensku, engin skattaafsláttur og engrir framleiðendur á Íslandi sem kunnu til verka á þeim markaði sem mínir framleiðendur komu frá. Ekki var ég framleiðandi, en samt sem áður, og vegna þess að þessi tilraun vakti mikla athygli í faginu, var ég mikið spurður og hvernig þetta færi fram. Ég var satt að segja orðinn svo leiður á að tala um þetta, svara spurningum, að þegar ég fékk tækifæri á að skrifa og setja þetta í “akademískan” búning, gerði ég á þess að hika. Þá gat ég bent mönnum á að lesa þetta. Hvort það gékk er önnur Ella.
En ekkert efni var sem sagt til um þetta og það eitt og sér var næg ástæða til að skrifa um “Film Policy in Iceland”, þörf fyrir svona efni á Íslandi var gríðarlega. Þessi ritgerð var því að mestu byggð á minni heimavinnu frá því nokkrum árum áður, áður en ég fór aftur til náms, og byggð á minni reynslu af íslenskri kvikmyndagerð á þessum áratug og enskumælandi markaði.
Hvers vegna ég nefni þetta hér er að þegar efni sem þetta, það er akademískt plagg, er fáanlegt, loksins, í fyrsta sinn, hvort sem menn eru sammála því sem þar stendur eða ekki, þá hefur ritstjórinn engan áhuga á því. Það er ekki fyrr en að það birtist á heimasíðu framleiðendafélagsins, að það fer að líta einkennilega út hvers vegna málgagnið sjálft skuli ekki minnast á þetta, fyrst að eitthvað er loksins loksins fáanlegt á prentuðu máli. Loks gat ritstjórinn ekki lituð undan lengur, reynt að gera þetta að engu, einsog hann á til þegar vegur að hégóma.

Er það kannski vandi málsins, hégómi, var það hvati útgáfunnar í upphafi? Hugsanlega mun þetta blað koma út áfram, á privat vegum, en á þessum tímamótum hefur það sjaldan verið eins ljóst hversu mikilvægt það er að kvikmyndagerðarmenn eignist sitt málgagn.

Að blaðið yrði gagnrýnið málgagn alls fagsfólk var tilraun sem mistókst.



0 Comments:

Post a Comment

<< Home