Gamall verksmiðjugalli á hugmyndafræði
Það sem kemur í ljós í máli Baugs, lögreglunnar og privat tölvupósta, er fyrst og fremst pólitísk hugsunarvilla í stefnu sem kölluð var Nýfrjálshyggja. Frjálshyggjan var kenning um kapital, en síðar kom Nýfrjálshyggja þegar ungir hægri menn í Evrópu og víðar blésu nýju lífi í hugmyndir um frjáls viðskipti á áttunda áratugnum. Þá var hópur manna í Sjálfstæðisflokknum sem talaði fyrir frjálshyggjuna að fara inná þing og inní borgarstjórn, og er enn í forystu í íslenskum stjórnmálum. Og situr nú í súpunni. Veikleiki þessara hugmynda um frjálshyggju fólst m.a. í oftrú á hreinum viðskiptum, að þau væru yfirleitt nægjanlega heiðarleg og að ríkið geri ekki of mikið til að vernda borgara sína. Það er ekki óalgengt að hægrimenn og lögmenn þeirra í heiminum í dag líti á samfélagið sem hóp neytenda, en ekki hóp neytenda og borgara.
Hverjar svo sem staðreyndirnar eru í þessu kærumáli Baugs, eða klögumáli, þá koma góðir stjórnmálamenn sér ekki í svona afleita varnarstöðu. En undir þeim situr stjórnsýsla sem er ekki að virka og hefur ekki verið sinnt, henni tekst ekki að liðsinna manni sem kýs að kæra stórt fyrirtæki fyrr en nöfn útí bæ eru búinn að kippa í spotta, og hugsanlega var ritstjóri Morgunblaðsins aðeins að gera það sem stjórnsýslan á að gera, það sem lögmannsstétt á að gera. Nema að lögmannsstéttin sé svo aum að detta það ekki í hug að henni sé kannski ekki treystandi. Kannski eru ekki til margir íslenskir lögmenn sem geta hafið sig uppfyrir sérhagsmuni.
En fyrst og fremst er hér kominn fram verksmiðjugalli á hugmyndafræði hægrimanna, og í samfélagi peninga situr eftir vanþróað eftirlitskerfi, kerfi sem átti að redda sér sjálft samkvæmt kenningum þeirra. Nema að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sérstaklega viljað hafa það þannig svo hægt væri að vera með puttana í öllu sem hönd á festi.
Hverjar svo sem staðreyndirnar eru í þessu kærumáli Baugs, eða klögumáli, þá koma góðir stjórnmálamenn sér ekki í svona afleita varnarstöðu. En undir þeim situr stjórnsýsla sem er ekki að virka og hefur ekki verið sinnt, henni tekst ekki að liðsinna manni sem kýs að kæra stórt fyrirtæki fyrr en nöfn útí bæ eru búinn að kippa í spotta, og hugsanlega var ritstjóri Morgunblaðsins aðeins að gera það sem stjórnsýslan á að gera, það sem lögmannsstétt á að gera. Nema að lögmannsstéttin sé svo aum að detta það ekki í hug að henni sé kannski ekki treystandi. Kannski eru ekki til margir íslenskir lögmenn sem geta hafið sig uppfyrir sérhagsmuni.
En fyrst og fremst er hér kominn fram verksmiðjugalli á hugmyndafræði hægrimanna, og í samfélagi peninga situr eftir vanþróað eftirlitskerfi, kerfi sem átti að redda sér sjálft samkvæmt kenningum þeirra. Nema að Sjálfstæðisflokkurinn hafi sérstaklega viljað hafa það þannig svo hægt væri að vera með puttana í öllu sem hönd á festi.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home