Enn af rógburði Ásgríms Sverrissonar
Fyrir skömmu var mér bent á frétt í DV þar sem segir frá erindi mínu til stjórnar FK vegna skrifa Ásgríms á logs.is. Einhver hefur séð ástæðu til að blanda DV í málið. En í bréfi mín til FK segir m.a.:
"Þá vil ég fara þess á leit að þau ósannindi sem birtust um undirritaðan á logs.is, ritað af ritstjóra þess 2004, og sem engin erindi áttu við lesendur og eingöngu birt til að reyna að skaða orðstír undirritaðs, verði fjarlægð og afsökunarbeiðni birt." (tv.lýk)
Ásgrímur gefur í skyn í DV að þetta sé vegna ritskoðunartilburða sem ég held fram að logs.is hafi gert, en svo er ekki í þessi máli, heldur vegna þess að getan til málefnalegra umræðu ritstjórans er lítil og endaði hún á sínum tíma með persónulegum aðdróttunum Ásgríms á logs.is í kjölfar gagnrýni minnar á m.a. logs.is sem Ásgrímur gat ekki svarað. Rétt skal standa. En gömul sérhagsmunapólitík er svo sem föst í fortíð fleiri en logs.is.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home