Stóra saga um litla menn
Við að lesa spekúlasjónir kunnáttumanna í sagnfræði um Stalín og Rússland tuttugustu aldarinnar á íslenskum vefsíðum verður maður ekki hissa, því auðvitað hafa þeir ekki horfið þeir sem bjuggu yfir hafsjó af fróðleik um Rússnesku byltinguna í lok kalda stríðsins. Þótt maður væri búinn að gleyma þeim. Það er ekki þar með sagt að manni verði ekki brugðið við þann tón sem er í þessum vangaveltum, það er þetta ský lotningar fyrir þessum tíma, þessum “afrekum”, eða eiginlega, fyrir þessari skelfingu.
Mín kynslóð sem fædd er eftir 1960 og fram yfir 1970 byrjaði að taka út pólitískan þroska áður en kalda stríðinu lauk, en var þó of ung til að hafa teljandi áhrif. Hún átti þess kost að kynnast þessum kalda tíma og halda áfram að þroskast eftir að hveitbrauðsdagar vestræns kapitalisma hófust um 1990. Ég minnist fyrsta landsfundarins sem ég fór á, landsfundi Alþýðubandalagsins 1987, þar sem ég ásamt fleirum lögðum fram tillögu um að ráðstefna um hugmyndafræði yrði haldin á vegum flokksins. Þessi tillaga var samþykkt á síðasta degi en vísað til framkvæmdarstjórnar þar sem hún gufaði upp. Áhugaleysi margra reyndari manna á þessum mikilvæga atriði á umrótartímum, það er, “hvað eru menn að hugsa núna, hvað næst?”, mátti skýra með því að menn voru uppteknir af innanflokksplottum, eða af ótta við að íslenskir hægrimenn myndu gera sér mat úr því ef vinstrimenn færu að hafa mörgu orð um vandræðin sem austurblokkin var í. Áhugaleysið mátti kannski líka skýra með því að hugmyndfræði Sovétríkjanna hafi verið á svo háu intellegtúal plani að ekki hafi allir haft nægan skilning á því til að takast á við umræðu um svo merkilegt fyrirbæri.
Ég held að ég geti fullyrt að fyrir flesta af minni kynslóð hafi það ekki verið viðkvæmt né flókið mál að taka þeim fréttum að t.d. Stalín og Lenín voru ótýndir glæpamenn, og að byltingu rússneskrar alþýðu sem varla gat brauðfætt sig hafi verið rænt af þeim félögum. Og það er óhætt að segja að Alþýðubandalagið á þessum tíma hafi þrátt fyrir marga góða, framsækna og unga pólitíkusa ekki sinnt kalli síns tíma og landsfundur flokksins 1987 staðfesti að hann var á leið úr öskunni í eldinn. Það var auðvitað synd að flokkur sem hafði náð svo ágætum árangri í að bæta kjör og réttindi fólks heima hafi ekki látið slag standa og fordæmt þetta Sovéska stjórnkerfi miklu fyrr. En tónninn í þessum ágætu fróðleiksmönnum í dag, 2005, sem nú skiptast á skoðunum um sögu rússnesku byltingarinnar, bendir hugsanlega til að þeir hafi ekki og séu ekki sömu skoðunar.
Það er svo ein spurning sem hefur dúkkað upp í mínum huga í sambandi við þessar vangaveltur, og eftir lestur greinar Jón Ólafsonar á kistan.is. Hún er sú hvort þeir sem hafa tekið trúnað við að í austrinu hafi einhvertíman verið samfélög sem lutu sanngjarnar hugmyndafræðilegrar leiðsagnar, þurfi að hafa heimsótt þessi lönd til að átta sig á að þessi mikilvægi þessarar sögu snýr að lífsbaráttu venjulegs fólk en ekki “afrekum” glæpamanna. Til að svara því, þá ég held að menn þurfi alls ekki að heimsækja þessi lönd því að venjulegt vinnandi fólk er líka til í vestur Evrópu og á Íslandi. Ári áður en múrinn fell í Berlin var ég svo lánsamur að heimsækja bæði austur Berlín og Prag, og reyndar Kúbu og Nicaragua líka, og þótt þetta hafi verið afar ólíkir staðir áttu þeir það sameiginlegt að fæstir töluðu um pólitíska hugmyndafræði, þeim sem það gerðu er ég búinn að steingleyma. En kjarni spurningarinnar er þessi, hvar og hvenær fór mönnum að detta í hug að fólk annarstaðar á hnettinum sé svona öðruvísi en t.d. fólk í Grafarvoginum? Hugsanlega er það meira spennandi viðfangsefni sagnfræðinga. Eða hvernig myndu íslenskir sagnfræðingar fjalla um rússnesku byltinguna og evrópska sögu tuttugustu aldarinnar ef þeir hefðu misst afa sína í fyrri heimstyrjöld, feður og mæður í þeirri seinni, og systkyn sín og frændur í kauplausar vinnubúðir ævilangt?
Ég var var við það í Ungverjalandi á sl ári að samanburður Stalíns við Hitler er bæði algengur og eðlilegur í þessu fyrrum hjálandi Sovétríkjanna. Þegar ég kom til Búdapest í viku heimsókn til að vinna með rithöfundi vildi svo til að öldruð móðir hans veiktist. Það er svo sem ekki í frásögu færandi um gamla konu, nema að hún var ein af örfáum eftirlifandi Auswitch föngum, þaðan sem hún var leyst úr haldi 17 ára gömul. Þetta var kona sem sá bróður sinn og föður skotna við lestarteinana og móður sína leidda í gasklefann. Þegar var ljóst að hún lá fyrir dauðanum meir en 60 árum síðar á hátæknisjúkrahúsi í Búdapest, urðu þessi atburðir úr seinna stríða nálægir og sáraukafullir þeim sem hlut áttu að máli. Við frestuðum vinnu okkar þar sem samstarfsmaður minn var við sjúkrabeð móður sinnar, en annar heimamaður af vinsemd og kurteisi vildi “hafa ofan af” fyrir mér og sýna mér borgina. Hann sagði mér frá ótrúlegum atburðum sem áttu sér stað í Búdapest þegar hún var undir stjórn nasista, sýndi mér hverfið þar sem Gettóið var, safnið um Helförina sem sett var upp í fyrrum höfuðstöðvum KGB, og nokkra átakastaði frá uppreisninni gegn Sovésku stjórninni 1956. Greinarmunurinn sem hann gerði á þeim sem fluttur voru í fangabúðir nasista eða í Gúlag Sovétríkjanna var engin. Hann hugsaði ekki svo mikið sem útí að það væri munur.
Ég hef líka á sl. tíu árum átt samneyti við marga Rússa og Úkraínumenn, bæði þá sem fluttu til London fyrir og eftir 1990, og síðan starfað ég sjálfur í St. Pétursborg eitt sumar fyrir nokkrum árum. Það er óhætt að segja að hroðaverk Stalínstímans sé viðkvæmt mál, en þó mest innan stjórnkerfisins og akademínunnar í sumum tilfellum einsog hún vilji hafa stjórn á hvernig sagan er gerð upp. En dagleg og erfið lífsbarátta fólks er hinsvegar efst í huga almennings frekar en uppgjör við söguna. Sumt eldra fólk sem man eftir tíma Stalíns talar þó ófeimið, en talar oft um tilfinningar sem þessu tengjast í nútið, einsog að fortíðin hafi ekki verið skilin eftir á sínum stað. Og það sem virðist sannanlega vera vilji Rússa er að gera þessi mál upp sjálfir, með tíð og tíma, með sínum hætti, en ekki láta dæma þessa sögu í vestrænum akademíum.
Það eru nefnilega til nýleg dæmi sem skýra út hvers vegna Rússar hafa vara á sér gagnvart vestrænum söguskýringum. Það mátti t.d. greina furðulega neikvætt viðhorf gagnvart Rússum á sl. ári þegar hundruð barna létust í hryðjuverkaáras í Norður Ossetia en varla var liðinn sólarhringur frá þessum harmleik að gagnrýni úr vestri kom um að Kreml væri á bakvið einhverskonar yfirhylmingu yfir handvömm rússneskra sérsveita. Öll rússneska þjóðin var í sjokki og vissi ekki hvað á sig stóð veðrið þegar vestrænir fjölmiðlar voru strax byrjaðir að viðra samsæriskenningar. Þá var árás skæruliða á leikhús í Moskvu engu minni hryðjuverk en sprengingarnar í Madríd í fyrra sem tengtust aðild Spánverja að Íraksstríðinu. Það er ekki laust við að ef hroðaverk einsog gerðust í skólanum í Norður Ossetia, þá hljóti eitthvað klúður eða sök að liggja hjá Rússum sjálfum. Af einhverjum ástæðum ristir samkennd með fólki þar í landi ekki einsog djúpt og annarsstaðar, en “afrek” gamallara harðstjóra verður sögulegur popularismi.
Mín kynslóð sem fædd er eftir 1960 og fram yfir 1970 byrjaði að taka út pólitískan þroska áður en kalda stríðinu lauk, en var þó of ung til að hafa teljandi áhrif. Hún átti þess kost að kynnast þessum kalda tíma og halda áfram að þroskast eftir að hveitbrauðsdagar vestræns kapitalisma hófust um 1990. Ég minnist fyrsta landsfundarins sem ég fór á, landsfundi Alþýðubandalagsins 1987, þar sem ég ásamt fleirum lögðum fram tillögu um að ráðstefna um hugmyndafræði yrði haldin á vegum flokksins. Þessi tillaga var samþykkt á síðasta degi en vísað til framkvæmdarstjórnar þar sem hún gufaði upp. Áhugaleysi margra reyndari manna á þessum mikilvæga atriði á umrótartímum, það er, “hvað eru menn að hugsa núna, hvað næst?”, mátti skýra með því að menn voru uppteknir af innanflokksplottum, eða af ótta við að íslenskir hægrimenn myndu gera sér mat úr því ef vinstrimenn færu að hafa mörgu orð um vandræðin sem austurblokkin var í. Áhugaleysið mátti kannski líka skýra með því að hugmyndfræði Sovétríkjanna hafi verið á svo háu intellegtúal plani að ekki hafi allir haft nægan skilning á því til að takast á við umræðu um svo merkilegt fyrirbæri.
Ég held að ég geti fullyrt að fyrir flesta af minni kynslóð hafi það ekki verið viðkvæmt né flókið mál að taka þeim fréttum að t.d. Stalín og Lenín voru ótýndir glæpamenn, og að byltingu rússneskrar alþýðu sem varla gat brauðfætt sig hafi verið rænt af þeim félögum. Og það er óhætt að segja að Alþýðubandalagið á þessum tíma hafi þrátt fyrir marga góða, framsækna og unga pólitíkusa ekki sinnt kalli síns tíma og landsfundur flokksins 1987 staðfesti að hann var á leið úr öskunni í eldinn. Það var auðvitað synd að flokkur sem hafði náð svo ágætum árangri í að bæta kjör og réttindi fólks heima hafi ekki látið slag standa og fordæmt þetta Sovéska stjórnkerfi miklu fyrr. En tónninn í þessum ágætu fróðleiksmönnum í dag, 2005, sem nú skiptast á skoðunum um sögu rússnesku byltingarinnar, bendir hugsanlega til að þeir hafi ekki og séu ekki sömu skoðunar.
Það er svo ein spurning sem hefur dúkkað upp í mínum huga í sambandi við þessar vangaveltur, og eftir lestur greinar Jón Ólafsonar á kistan.is. Hún er sú hvort þeir sem hafa tekið trúnað við að í austrinu hafi einhvertíman verið samfélög sem lutu sanngjarnar hugmyndafræðilegrar leiðsagnar, þurfi að hafa heimsótt þessi lönd til að átta sig á að þessi mikilvægi þessarar sögu snýr að lífsbaráttu venjulegs fólk en ekki “afrekum” glæpamanna. Til að svara því, þá ég held að menn þurfi alls ekki að heimsækja þessi lönd því að venjulegt vinnandi fólk er líka til í vestur Evrópu og á Íslandi. Ári áður en múrinn fell í Berlin var ég svo lánsamur að heimsækja bæði austur Berlín og Prag, og reyndar Kúbu og Nicaragua líka, og þótt þetta hafi verið afar ólíkir staðir áttu þeir það sameiginlegt að fæstir töluðu um pólitíska hugmyndafræði, þeim sem það gerðu er ég búinn að steingleyma. En kjarni spurningarinnar er þessi, hvar og hvenær fór mönnum að detta í hug að fólk annarstaðar á hnettinum sé svona öðruvísi en t.d. fólk í Grafarvoginum? Hugsanlega er það meira spennandi viðfangsefni sagnfræðinga. Eða hvernig myndu íslenskir sagnfræðingar fjalla um rússnesku byltinguna og evrópska sögu tuttugustu aldarinnar ef þeir hefðu misst afa sína í fyrri heimstyrjöld, feður og mæður í þeirri seinni, og systkyn sín og frændur í kauplausar vinnubúðir ævilangt?
Ég var var við það í Ungverjalandi á sl ári að samanburður Stalíns við Hitler er bæði algengur og eðlilegur í þessu fyrrum hjálandi Sovétríkjanna. Þegar ég kom til Búdapest í viku heimsókn til að vinna með rithöfundi vildi svo til að öldruð móðir hans veiktist. Það er svo sem ekki í frásögu færandi um gamla konu, nema að hún var ein af örfáum eftirlifandi Auswitch föngum, þaðan sem hún var leyst úr haldi 17 ára gömul. Þetta var kona sem sá bróður sinn og föður skotna við lestarteinana og móður sína leidda í gasklefann. Þegar var ljóst að hún lá fyrir dauðanum meir en 60 árum síðar á hátæknisjúkrahúsi í Búdapest, urðu þessi atburðir úr seinna stríða nálægir og sáraukafullir þeim sem hlut áttu að máli. Við frestuðum vinnu okkar þar sem samstarfsmaður minn var við sjúkrabeð móður sinnar, en annar heimamaður af vinsemd og kurteisi vildi “hafa ofan af” fyrir mér og sýna mér borgina. Hann sagði mér frá ótrúlegum atburðum sem áttu sér stað í Búdapest þegar hún var undir stjórn nasista, sýndi mér hverfið þar sem Gettóið var, safnið um Helförina sem sett var upp í fyrrum höfuðstöðvum KGB, og nokkra átakastaði frá uppreisninni gegn Sovésku stjórninni 1956. Greinarmunurinn sem hann gerði á þeim sem fluttur voru í fangabúðir nasista eða í Gúlag Sovétríkjanna var engin. Hann hugsaði ekki svo mikið sem útí að það væri munur.
Ég hef líka á sl. tíu árum átt samneyti við marga Rússa og Úkraínumenn, bæði þá sem fluttu til London fyrir og eftir 1990, og síðan starfað ég sjálfur í St. Pétursborg eitt sumar fyrir nokkrum árum. Það er óhætt að segja að hroðaverk Stalínstímans sé viðkvæmt mál, en þó mest innan stjórnkerfisins og akademínunnar í sumum tilfellum einsog hún vilji hafa stjórn á hvernig sagan er gerð upp. En dagleg og erfið lífsbarátta fólks er hinsvegar efst í huga almennings frekar en uppgjör við söguna. Sumt eldra fólk sem man eftir tíma Stalíns talar þó ófeimið, en talar oft um tilfinningar sem þessu tengjast í nútið, einsog að fortíðin hafi ekki verið skilin eftir á sínum stað. Og það sem virðist sannanlega vera vilji Rússa er að gera þessi mál upp sjálfir, með tíð og tíma, með sínum hætti, en ekki láta dæma þessa sögu í vestrænum akademíum.
Það eru nefnilega til nýleg dæmi sem skýra út hvers vegna Rússar hafa vara á sér gagnvart vestrænum söguskýringum. Það mátti t.d. greina furðulega neikvætt viðhorf gagnvart Rússum á sl. ári þegar hundruð barna létust í hryðjuverkaáras í Norður Ossetia en varla var liðinn sólarhringur frá þessum harmleik að gagnrýni úr vestri kom um að Kreml væri á bakvið einhverskonar yfirhylmingu yfir handvömm rússneskra sérsveita. Öll rússneska þjóðin var í sjokki og vissi ekki hvað á sig stóð veðrið þegar vestrænir fjölmiðlar voru strax byrjaðir að viðra samsæriskenningar. Þá var árás skæruliða á leikhús í Moskvu engu minni hryðjuverk en sprengingarnar í Madríd í fyrra sem tengtust aðild Spánverja að Íraksstríðinu. Það er ekki laust við að ef hroðaverk einsog gerðust í skólanum í Norður Ossetia, þá hljóti eitthvað klúður eða sök að liggja hjá Rússum sjálfum. Af einhverjum ástæðum ristir samkennd með fólki þar í landi ekki einsog djúpt og annarsstaðar, en “afrek” gamallara harðstjóra verður sögulegur popularismi.
(einnig birt á kistan.is)
0 Comments:
Post a Comment
<< Home